Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 476 , verulegu viðburði heldur öðlast það einhvers konar alheimsgildi, sem guðfræðingar hafa verið að brjóta heilann um fram á þennan dag. Gyðingkristnir litu hins vegar á Jesú sem mikinn lærimeistara og andlegan leiðtoga, sem guð hefði smurt anda og krafti og sent hinni útvöldu þjóð til hjálpræðis, og þóttust þeir þetta allt gerr vita en Páll, þar sem þeir höfðu talað við meistarann sjálfan og notið leið- sagnar hans. Var því ekki nema eðlilegt, að þeim fyndist Páll fara með litlum heimildum að kristni- boði sínu og öll kenning hans fjar- stæðukennd. Þessi maður, sem í upphafi eyddi söfnuði Krists, óð inn í hvert hús og dró þaðan bæði karla og konur og seldi í varðhald, hafði reyndar aldrei neitt saman við lærisveina Jesú að sælda. Á hann var alla tíð litið með tortryggni. Og þegar hann snerist til kristni að nafninu til og tók að hamast í kristniboði með jafnmiklum ofsa og hann hafði áður ofsótt með kristna menn, þá bjó hann kristindóm sinn til mjög eftir eigin höfði og vildi ekki á aðra hlusta. Fullkom- inn fjandskapur ríkti því jafnan milli hans og frumsafnaðarins. — Jakob sendir menn á eftir honum í hverja borg til að leiðrétta það, sem hann telur Pál rangfæra eða vera tóman heilaspuna hans, og er þessir menn ná skjótt miklum áhrifum með fortölum sínum, verð- ur Páll ofsareiður og skrifar söfn- uðunum hörð ávítunarbréf og for- mælir lærisveinum drottins. Páll bíður ósigur En reyndar stendur Páll höllum fæti. Hinir skynsamari menn sjá brátt, að málstaður gyðingkrist- inna er studdur traustari heimild- um. Þar voru menn, sem haft höfðu kynning af sjálfum höfundi trúarinnar og kunnu að greina at- vik úr lífi hans og orð frá munni hans. Páll studdist ekki við annað en „andann“, sem mörgum kann að hafa þótt ærið loftkenndur og tor- skilinn. Betur skildust mönnum fagrar frásagnir af lífi Jesú og kenningum en hinar dultrúarfullu háspeki- kenningar Páls. Enda fór svo að lokum, að Páll bíður ósigur. Hann reynir að blíðka frumsöfnuðinn með fégjöfum, fer til Jerúsalem og verður þar að beygja kné sín fyrir Jakob. En það gagnar ekkert. Það er gerður aðsúgur að honum í helgidóminum og hann kemst nauðulega hjá lífláti, er síðan send- ur til Róm og höggvinn þar. Hlýtur álit hans að hafa beðið geysimik- inn hnekki meðal safnaða þeirra, er hann stofnaði, við þessar ófarir, og gyðingkristnir menn átt auð- velt með að gera áhrif sín gildandi í söfnuðunum næstu árin. Postulasagan dregur fjöður yfir hvaða nauður rekur Pál til Jerú- salem. En það er ljóst, að hann hefur ætlað að reyna að semja frið við postulaforingjana þar, af því að hann hefur verið að missa tökin á söfnuðum sínum. Tilraunin mis- heppnast enda virðist hann aldrei hafa gert sér miklar vonir um ferðina. Afleiðingin Eins og getið hefur verið, fékk Páll aftur nokkra uppreist við tor- tíming frumsafnaðarins og einkum vegna þess, að það eru heiðin- kristnir menn, sem ráða endanlegri gerð guðspjallanna. Blanda þeir, vitanlega í góðri trú, kenningum Páls saman við kenningar Krists og reyna þannig að samræma það, sem í upphafi var ósamstætt. Af þessu hefur orðið hinn mesti rugl- ingur í guðfræðinni svo sem skilj- anlegt er, þegar sá trúboðinn er iðulega gerður að helzta átrúnaðar- goðinu, sem aldrei hafði heyrt trú- arhöfundinn eða séð. Páll hefur að vísu verið fluggáf- aður maður. En á öllum öldum hef- ur það verið kristnum mönnum eitt hið erfiðasta viðfangsefni að koma hinum ferlegu hugmyndum um reiði guðs, ofurvald syndar- innar og fyrirhugaða glötun, sem tröllpína hinn geðríka Fariseaheila Páls, heim og saman við kenningar meistarans sjálfs um fyrirgefandi kærleika guðs. Náð guðs, sem í huga Jesú var yndisleg og fögnuði þrungin, gleði- boðskapur öllum lýð, verður í sál Páls umvafin ógn og reiði. Þar heldur þrumuguðinn frá Sínaí, sem annaðhvort krefst refsingar eða fórnar, ennþá velli þrátt fyrir allt. Þessi kenning verður, eins og eðli- legt er, þeim mönnum hughaldin, sem skammt eru komnir á vegi fyrirgefningarinnar, vilja jafnan hafa nokkuð fyrir snúð sinn og kunna því þá ekki illa að saklausir líði fyrir afbrot þeirra. Enginn efast um, að Páll hafi verið einlægur í sinni trú, og að hann hafi staðið í þeirri óbifandi sannfæringu, að hann hefði kenn- ingar sínar beint frá Kristi sjálf- um. En aukin þekking manna á slíkum vitranafyrirbrigðum virðist yfirleitt benda til þess, að vitran- irnar verði jafnan mjög í samræmi við hugmyndir vitranamannsins sjálfs, eða að það sé að minnsta kosti mjög erfitt að greina milli hins huglæga og hlutlæga í slík- um dulskynjunum. Bók Brandons greiðir mikið úr þeirri vonlausu flækju, sem kristn- ar trúarhugmyndir hafa lent í vegna samruna hinna ólíku sjón- armiða, og vegna þess, að þeir hafa aldrei haft rétta þekkingu á mót- unarsögu þeirra bókmennta, sem þeir hafa sótt trú sína til. Bcnjamín Kristjánsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.