Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 10
480 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS standa ekki að baki verslununum í Rue de Rivoli í París. í Genéve er smíðað mikið af hinum heimsfrægu svissnesku úr- um. Úrsmíðarnar í Sviss byrjuðu í þessari borg og nokkrum bæum í Jurafjöllunum. Úrin eru ein að- alútflutningsvara Svisslendinga. f fvrra fluttu þeir út úr fyrir 1000 milljónir svissn. franka eða sem svarar nálega 4000 milljónum ís- lenzkra króna. Var þetta nýtt met. hvað verðmæti úraútflutningsins snertir. Svisslendingar segja, að þessa miklu tekjulind eigi þeir í raun- inni madame de Maintenon að þakka. Hún hafi komið því til leið- ar, að Lúðvík 14. Frakkakonungur hóf ofsóknirnar gegn Húgenottum á Frakklandi. En þessar ofsóknir gerðu að verkum, að margir franskir Húgenottar, þ. á. m. dug- legir úrsmiðir, flýðu til Genéve og nokkurra smábæja í svissnesku Jurafjöllunum. Þetta var upphaf hinna heimsfrægu svissnesku úr- smíða. Genéve er gömul menningar- borg. Hún var einn aðalvettvangur siðaskiptahreyfinganna. Þar bjó og starfaði Calvin frá 1536—1564. í gamla bæjarhlutanum, skammt frá háskólanum, var árið 1917 reist mikið alþjóðlegt minnismerki um siðaskiptin. Mörg önnur stórmenni hafa starfað í Genéve, t. d. Rousseau. í gamla bæjarhverfinu má sjá fæð- ingarhús Rousseaus og húsið, þar sem Calvin dó. í Ferney, skammt frá Genéve, en hinu megin sviss- nesk-frönsku landamæranna, bjó Voltaire í 18 ár. Hann vildi búa nálægt Sviss, til þess að geta flúið þangað, ef hann þyrfti á því að halda. Á fögrum stað í gamla borgar- hlutanum stendur háskóli Genéve- fylkisins. Hann er rúmlega 400 ára gamall, var stofnaður af Calvin ár- ið 1500. Þótt Sviss sé lítið land, á stærð við Danmörku bæði að flatarmáli og að íbúatölu, þá eru 7 háskólar í landinu, auk verk- fræðingaháskólans í Ziirich og verslunarháskólans í St. Gallen. Basel-háskólinn er elztur, stofnað- ur 1460, en Zurich-háskólinn er stærstur. Rúmlega 15.000 stúdentar stunda nám við þessa 7 háskóla. Af þeim eru 3.500 útlendingar. Ber það vott um, í hve miklum metum þessar menntastofnanir eru er- lendis. Ekki aðeins æðri menntun i landinu er á háu stigi. Alþýðu- menntun er líka góð. En kennslan er vandkvæðum bundin í afskekkt- um og strjálbyggðum dölum. Sum- staðar eiga börnin langt til skóia. Við þetta bætist, að sumir bændur fara með fjöiskyldu sína upp til seljanna snemma á vorin. Getur kennsla því ekki farið fram nema á veturna. Það er því ekki óal- gengt, að kennararnir hafi annað starf á hendi á sumrin. Við hlið háskólans í Genéve er veitingahús, sem fjölsótt er af stúdentum. Þar voru þeir Lenin og Trotsky tíðir gestir, meðan þeir bjuggu í borginni, áður en þeir brutust til valda í Rússlandi. Genéve er alþjóðleg borg. Þar er aðsetur margra alþjóða stofn- ana. í Ariana-garðinum í útjaðri borgarinnar nálægt Genévevatn- inu stendur höll Þjóðabandalags- ins sáiuga. Er þar fagurt útsýni yfir vesturhluta vatnsins og til Mont Blanc. Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar aðalstöðvar sínar í Ev- rópu í stórhýsi þessu. Örskammtfrá því er bygging Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar (ILO). Heilbrigðis- málastofnun S. Þ. (WHO) hefur líka aðsetur sitt í Genéve. Sama er að segja um Rauða krossinn. Stofnandi hans, Henry Dunants, var Genévebúi. Þessi borg á langa sögu að baki sér. Nafn hennar er keltneskt að uppruna, enda voru Helvetíar, sem þarna bjuggu í fornöld. af kelt- neskri ætt. Á eyju úti í Rón stend- ur gamall turn, sem sagt er að Júlíus Cæsar hafi látið byggja. Cæsar lét eyðileggja brú yfir Rón, til þess að koma í veg fyrir, að Helvetíar gætu komizt yfir fljótið. Genéve var öldum saman sjálf- stæð borg og var borginni frá byrjun 15. aldar stjórnað eftir lýð - ræðisreglum. Oft hefur hún átt að verjast árásum af hálfu vold- ugra nágranna, ekki hvað sízt Savoy-hertoganna. En 1815 gekk borgin í svissneska eiðsbandalagið og er 22. og yngsta fylki þess. í minjagripaverslunum í Genéve má m. a. kaupa litla þrífætta eir- potta. Á suma þeirra er letrað orðið „L’escalade". Sama nafn ber brunnur, sem gerður hefur verið í borginni til minnis um sigurinn yfir her Karl Emanuels Savoy- hertoga í desember 1602. Hann valdi skammdegið til þess að ráð- ast á Genéve í von um að geta komið borgarbúum að óvörum. En þeir vörðust hreystilega og hrundu árásinni, sem kölluð er „L’esca- lade“. í gömlum annálum ei sagt svo frá, að einn af hermönnum Savoy- hertogans hafi verið í þann veg- inn að ryðjast inn gegnum borgar- hliðið, þegar kona, sem bjó rétt hjá hliðinu, kastaði þrífætingi í höfuðið á hermanninum. Hann féll strax dauður til jarðar. Þetta skapaði felmt og ringulreið í liði Savoy-hertogans og gerði að verk- um, að borgarbúum tókst að verja borgarhliðið. Þessi atburður hefur gert þrí- fætinginn að tákni hins ókúganlega frelsisvilja Genévebúa. HVAÐ er framför? Að losa sig við gamlar áhyggjur og fá sér nýar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.