Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 483 Eistneskt flóttafólk, sem komst á sinábát yfir Eystrasalt til Svíþjóðar. þar á kommúnistisku skipulagi. Og það skipulag hefir þurrkað út allar þær framfarir, er orðið höfðu í landinu á meðan það var frjálst. í hinum alkunnu næturheim- sóknum sínum smalaði rússneska leynilögreglan saman tugum þús- unda manna, sem hún taldi and- víga hinu kommúnistiska skipu- lagi. Þúsundir manna voru teknar af lífi án dóms og laga, og talið er að um 70.000 hafi verið fluttar úr landi og í fangabúðir Rússa. Ógn og skelfing gagntók hugi al- mennings, því að enginn vissi nær röðin mundi koma að sér. Næstu nótt gátu menn búizt við að barið væri harkalega að dyrum. Menn flýðu á skóga og fóru þar huldu höfði með konur sínar og börn. Eina undankomuleiðin var að kom- ast út að ströndinni og þaðan á einhverri smáfleytu yfir Eystra- salt. Það var að vísu hér um bil hið sama og að fara út í opinn dauðann, en betri var dauðinn heldur en yfirráð Rússa. Margir flóttamenn fórust og á þessari leið, en mörgum tókst líka að forða sér. Eru nú 20.000 flóttamenn frá Eist- landi í Svíþjóð og margir í Dan- mörk. Annað afreksverk Rússa í Eist- landi var að kollvarpa því skipu- lagi landbúnaðarins, er svo vel hafði reynzt. Þeir tóku jarðirnar af sjálfseignabændum og neyddu þá til þess að stofna samyrkjubú. Með þessu hafa þeir gert hina frjálsu bændur að rússneskum ríkisþrælum, svo að þeir eru enn ver staddir heldur en þeir voru á Skólamálin tóku Rússar undir eins í sínar hendur, því að í komm- únistisku þjóðfélagi má ekkert kenna nema það, sem er í sam- ræmi við skipulagið, því að „fræðsla og pólitík er óaðskiljan- legt. Aðeins þeir skólar, sem byggðir eru á grundvallarkenning- um Marx og Lenins geta alið æsku- lýðinn þannig upp að það sé í samræmi við hagsmuni ríkisins". „Eitt af allra þýðingarmestu atriðunum í fræðslukerfi Sovét- ríkjanna er að kveða niður trúna á guð“, stóð í einhverju fyrsta ein- takinu af „Nóukogude Kool“ (Sovétskólinn), sem kommúnista- stjórnin hóf að gefa út í Eistlandi. í samræmi við þetta var svo haf- izt handa að útrýma guðstrúnni í öllum skólum, og byrjað í forskól- um barnanna. Þar var kennslan tímum keisaranna. Iðnaðinn hafa Rúösar þjóðnýtt fyrir „hið mikla föðurland“ (Rússland) og verslun er komin í kaldakol, því að öll framleiðsla landsins á að fara til Rússlands. Eistneska þjóðin er orð- in að bjargarlausum öreigalýð, al- veg eins og í Rússlandi og eins og nú er að verða í Austur-Þýzka- landi. o Frá höfuðborginni Tallinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.