Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 14
484 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þannig, að kennarinn sagði við börnin: „Stalin er góður, miklu betri en guð“. Og svo sannaði hann það á þennan hátt: „Hefir ykkur ekki verið sagt heima að ef þið biðjið guð um eitthvað, f>á fáið þið það? En sú vitleysa! Lokið þið nú aug- unum og biðjið guð að gefa ykkur sælgæti. — Jæja, hafið þið beðið um það? Já, opnið þá augun. Hafið þið fengið sæl- gætið? Ónei. Á þessu sjáið þið að enginn guð er til, því að hann gaf ykkur ekki það, sem þið báðuð um. Lokið nú augunum aftur og biðj- ið hinn ástkæra Stalin að senda ykkur sælgæti. Svona — og nú megið þið opna augun. Sko, þarna liggur sælgæti fyrir framan hvert ykkar. Á þessu getið þið séð hvað Stalin er góður og hvað honum þykir vænt um ykkur“. Þið segið að svona varmennska geti ekki átt sér stað. Ójú, en kenn- arinn hefir ekki fundið upp á henni. Þetta er fyrirskipuð kennslugrein í skólum yngstu barnanna.------- Ráðstjórnin sendi fjölda kennara frá Rússlandi til Eistlands og fékk þeim það hlutverk að kenna fólki að lesa og skrifa. Rússar hafa gort- að mjög af því hvernig þeir hafi menntað alþýðu heima hjá sér, þótt sú menntun nái í flestum til- fellum ekki lengra en til þess að menn læri að krota nafnið sitt, því að það getur verið þægilegt í mörg- um tilfellum þegar skrifa skal und- ir yfirlýsingar. Þessir rússnesku kennarar komu með miklu brauki og bramh til Eistlands og nú skyldi mennta þessa útkjálkaþjóð. En kommúnistar í Eistlandi höfðu þá sorgiegu sögu að segja þeim, að þar í landi væri allir læsir og skrif- andi, nema nokkrir Rússar, er sezt höfðu að syðst og austast í landinu. Við það lögðu þessir fræð- arar hala á bak sér og fóru heim. En þá er að segja frá hvernig fór um eistlenzku kennarana. Byrjað var á því að njósna um hugarfar þeirra — og börnin voru notuð til þess. Þegar börnin komu úr skólunum voru þau tekin til yfirheyrslu af erindrekum Sovét- stjórnarinnar. Þeim var skipað að skýra frá því sem kennararnir hefðu sagt, og jafnframt var þeim skipað að skýra frá því, sem talað væri á heimilum þeirra. Þessir óþroskuðu sakleysingjar voru þannig hafðir til þess að koma grun á kennara sína og foreldra, eða öllu heldur ákæra þá, því að erindrekar stjórnarinnar höfðu lag á því að láta börnin segja það er þeir óskuðu helzt. Og út af þessum „ákærum“ var fólk tekið höndum hópum saman og sent í fangabúð- ir í Rússlandi. Þá leiðina fóru flest- ir af fremstu kennurum landsins. Hinum, sem eftir voru, var stefnt saman og skilmerkilega brýnt fyrir þeim hvernig þeir ætti að kenna framvegis. Og til frekara öryggis voru þeir settir á nám- skeið til þess að læra hin nýu fræði. Allar fyrri kennslubækur eru bannfærðar og sumir skólar lagð- ir niður, þar á meðal húsmæðra- skólar. Kommúnistar töldu það hina mestu fjarstæðu að konur þyrfti að læra saumaskap, heimilis- verk og matreiðslu, — slíkt væri aðeins fyrir auðvaldið, en hentaði ekki konum í hinu fullkomna sam- eignarríki. Rússneska skyldi vera aðalnáms- grein í skólunum og — rússneska stjórnarskráin. í staðinn fyrir mannkynssögu skyldi lesa bækur eins og „Vladimir Lenin“, „Félagi Stalin“, „Afmæli októberbylting- arinnar“, „Rauði hetjuherinn“, „Hetjur vinnunnar“ (stakanovist- ar), „Sameignarbú" og „Vort mikla föðurland“ (Rússland). í þessum bókum eru þeir Lenin og Stalin hafðir upp til skýjanna, al- veg eins og þeir Hitler og Musso- lini í sínum löndum áður. Þar á var enginn munur. Svo átti að læra „Sögu Sovét- ríkjanna" og „Sögu kommúnista- flokksins". Hvergi var rúm fyr- ir sögu Eistlands. Þar var allt kapp lagt á Sovétdýrkun og hinar „stór- kostlegu framfarir", sem hefði orð- ið í Rússlandi, „Sovét flugvélar fljúga hærra og hraðar en nokkrar aðrar flugvélar. — í engu landi eru gefnar út jafn margar bækur og blöð sem í Rússlandi. — í Rúss- landi eru stærri bókasöfn en í nokkru öðru ríki“. Þetta stendur í sögu Sovétríkjanna. En þrátt fyr- ir allar framfarirnar og velsæld- ina er Rússland þó í stöðugri hættu „vegna launráða þeirra, sem eftir eru af sníkjudýrastéttunum“. Um þá segir meðal annars í kennslu- bókunum, sem ætlaðar eru barna-i skólum: „Trotzki, argasti óvinur þjóðarinnar, og hinir fyrirlitlegu vinir hans, Zinoviev, Kamenev, Rykov og Bukharin, skipulögðu í Sovét Rússlandi flokk morðingja, skemmdarverkamanna og njósn- ara. Á glæpsamlegan hátt myrtu þeir hinn eldheita kommúnista, S. M. Kirov. Þessi svívirðilegu skriðkvikindi myrtu því næst Maxim Gorki, hið mikla rússneska skáld, og ennfremur V. V. Kuibys- hev og V. R. Mensinski. Þessir glæpamenn skipulögðu járnbraut- arslys í Rússlandi. Þeir stóðu að íkveikjum í námum og verksmiðj- um, eyðilögðu vélar, byrluðu verkamönnum eitur og gerðu allt það illt af sér sem þeir gátu. Þess- ir þjóðfjendur höfðu uppi ráðagerð um að koma Rússlandi aftur und- ir ok auðkýfinga og lénsherra, að láta Þjóðverja fá Úkraníu og Jap- ana fá Siberíu og koma Rússlandi á kaldan klaka í stríði. Þessir spellvirkjar og glæpamenn voru handtekxúr og fengu makleg mála-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.