Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 1
36. tbl. Jfargtutblatottt Sunnudagur 13. september 1953. foék XXVIII. árg. Þrír brautryðjendur Páll Briem Stefán Stefánsson Sigurður Sigurðsson Þeir hrundu vorum hag á leið með heillar aldar taJti. RÆKTUNARFÉLAG Norðurlands minntist 50 ára afmælis síns, á Akureyri 20. júní 1953. Við það tækifæri voru blómsveigar lagðir að minnismerkjum þeirra Stefáns Stefánssonar við Menntaskólann og Páls Briem og Sigurðar Sigurðssonar í Gróðrarstöðinni. Þar minntist formaður félagsins Steindór Steindórsson, þessara þriggja brautryðjenda félagsins með eftirfarandi ræðu. VÉR höfum komið saman hér í dag til þess að heiðra minningu þriggja ágætismanna, sem fyrir hálfri öld tóku höndum saman um stofnun Ræktunarfélags Norðurlands. — Manna, sem unnu ómetanlegt brautryðjendastarf til heilla og hagsbóta íslenzkum landbúnaði og íslenzkri menningu. Örlögum manna og hæfileikum er misskipt. Sumir eru gæddir þeirri náðargáfu, að hvar sem þeir fara, og hvar sem þeir leggja hönd að verki grær eitthvað eftir þá. Umhverfis þá er sífellt meiri birta og gróandi en aðra menn, og þeim er líkt og gefið það innsæi að finna hverju sinni, hvar þörfin er mest á starfskröftum þeirra, og þeim gefast tækifærin til að beita þeim þar. Því miður eru slíkir menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.