Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 505 fræðslu samkomum, sem enginn, er sótti, var ósnortinn af. Hann beitti þingfylgi sínu og lagni til þess að afla félaginu styrkja til tilraunastarfsins, og hann mun haia átt manna mestan þátt í því að Ræktunarfélagið var gert að bún- aðarsambandi. Hann var sívökull um hag félagsins og hugsjónir. — Hann lagði því ást sína á íslenzk- um byggðum, þekkingu sína á ís- lenzkri náttúru og umbótavilja hins óhvikula framfaramanns, sem í senn sér, hvað gera þarf og veit ráðin til framkvæmdanna. í^f lp ftfi Yngstur þeirra þrímenninganna var Sigurður Sigurðsson, skóla- stjóri. Svo má kalla, að hið athafna- mikla lífsstarf hans í þágu ís- lenzkra búnaðarmála, sé að hefjast með stofnun Ræktunarfélags Norð- urlands. Svo vildi til, að báðir hinir eldri frumherjarnir höfðu að nokkru greitt götu hans til undir- búnings störfum hans. Hann hafði dvalizt með Stefáni á Möðruvöll- um um skeið og numið af honum náttúruvísindi, einkum grasafræði, en ekki þætti mér ósennilegt, að Möðruvalladvölin hefði eigi síður orðið Sigurði drjúgur skóli í þá átt að skerpa sýn hans á þörfum ís- lenzks landbúnaðar, og því hversu nátengd landbúnaðurinn og vísind- in væru. Síðar fékk Páll Briem augastað á Sigurði, er hann tók að svipast um eftir manni, sem treyst- andi væri til að taka stjórntauma hins endurbætta og breytta Hóla- skóla. Honum var það fyllilega ljóst, að til þess að skólinn fengi náð tilgangi sinum og takmarki, var það ekki eitt nóg að forystu- maður hans væri lærður búfræð- ingur, heldur þyrf ti hann einnig að vera gæddur eldmóði áhugamanns- ins, og hafa hæfileika til að hrífa og vekja ekki síður en til að fræða. En slíkur maður var Sigurður Sig- urðsson. Enginn vafi er á því, að hug- myndin um stofnun Ræktunarfé- lagsins varð til í höfði Sigurðar Sigurðssonar, hvort sem hann kann að hafa ráðgazt við hina eldri stuðningsmenn sína eða ekki áður en hann gerði hugmynd sína heyr- in kunna. Það varð hans hlutverk að leggja grundvöllinn að megin- starfi félagsins, tilraunastöðinni, og vinna þar fullkomið brautryðj- andastarf, þar sem tilraunastarf- semi mátti heita óþekkt hér á landi, og þreifa varð sig fram fet fyrir fet, og reisa allt frá grunni. Hér er ekki tóm til að reka þá tilrauna- starfsemi nánar, enda sýna merkin hér umhverfis oss það betur en nokkur orð. Störf Sigurðar Sigurðssonar í Ræktunarfélagi Norðurlands urðu að nokkru leyti eldvígsla hans til þeirra margháttuðu starfa, sem hann átti eftir að vinna fyrir is- lenzkan landbúnað. Menntun hans var undirbúningur að þeim störf- um, og starfsemin í Tilraunastöð Ræktunarfélagsins varð sá bak- hjarl, er hann hafði við að styðj- ast, er störf hans færðust yfir á víðari vettvang en í Ræktunar- félaginu og Hólaskóla. Ég þarf ekki að rekja hér öll hin margháttuðu störf Sigurðar Sigurðssonar, en um gifturíkan árangur þeirra olli áreið- anlega mestu sá eldhugi.. er hann hafði hlotið í vöggugöf, og sú dirfska að leggja ótrauður á nýjar brautir, sú festa, að hvika aldrei frá því máli né starfi, er hann áleit réttast ásamt óbilandi starfsþreki og starfsvilja. %p fff qp Ef vér skyggnumst hér í kring- um oss, ber fyrir sjónir fagurlaufg- uð tré, blómskrýdda garða og gróin tún. Allt eru þetta sýnilegir ávextir af því brautryðjendastarfi, er þeir þrímenningarnir hófu hér fyrir 50 árum. Þar er oss sýnt í verki hversu unnt er: Gróandann hæna inn á haga og harðvöll en lyngflétta brún, og handleiða björk upp í börðin en barrvið í holdýjaskörðin, eins og skáldið segir. En hitt fáum vér ekki séð né á þreifað, hverju starfsemi þeirra hefur orkað á hug- ina. Hve marga þeir hafa vakið og hvatt til dáða, hve mörgum þeir hafa aukið bjartsýni og þrótt til framkvæmda með störfum sínum og stuðningi. Hversu þeir haía ræktað hugi samtíðarinnar. En því trúi ég fastlega að þar hafi sprottið eígi óveglegri gróður en sá, er vér lítum hér umhverfis oss. Ég leyfi mér fyrir hönd Ræktun- arfélags Norðurlands og þjóðarinn- ar allrar, að þakka þessum braut- ryðjendum störf þeirra. Og jafn- framt óska, að andi þeirra og hug- sjónir megi lifa og dafna með þjóð vorri. Þá mun henni val farnast. Blessuð sé minning þeirra. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. * CHURCHILL * * TEKINN í GUÐATÖLU £ AUSTUR í Indokína er trúflokkur, og nefna þeir sig Caodaista. Er trúfJokkur þessi 30 ára gamall og er stofnaður af lögreglumanni frá Vietnam, sem hafði fengið alls konar vitranir. Trúarbrógð- in eru sambland af andatrú, kaþólsku og Búddisma. Hafa þeir kosið sér þrjá dýrlinga, eða öllu heldur tekið þrjá menn í guðatölu, og eru það þeir Victor Hugo, franska skáldið, Sun Yat Sen stofnandi kínverska iýðveldisins og Nguyen Binh Kniem skáld frá Indo- kina. Og nú eru þeir að taka fjórða manninn í guðatölu og er það Winston Churchill, enda þótt hann sé enn á h'fi. ******

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.