Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 4
506 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta gerbist í ágúst A L L T cr enn í óvissu um skipun ríkisst.iornarinnar. Framsóknar- flokkurinn vildi fyrst að leitað vrði til Alþýðuflokksins um samstarf og síðan mynduð þriggja flokka stjórn. Á því urðu þó meinbugir og um miðjan mánuðinn felst Framsókn- arflokkurinn á að taka upp viðræð- ur um stjórnarsamstarf við Sjalf- stæðisflokkinn. Voru þingmenn flokkanna boðaðir til Reykjavíkur og síðan stóðu samningaumleitanir yfir fram til mánaðamóta. VEÐRÁTTA OG LANDBÚNAÐUR Allan þennan mánuð rr.átti heita eymunatíð um land allt, nema hvað óþurkar gengu seinni hluta mánaðar- ins á Austfjörðum. Heyskapur gekk víðast vel með afbrigðum, varð töðu- fall langt yfir meðallag og nýting góð. Um miðjan mánuð voru tún víða al- hirt. Uppgripaheyskapur varð á útengi þvi að spretta var þar með langbezta móti. Er mælt að aldrei síðan land byggðist haft jafnmikill heyfengur ver- ið kominn í garð í lok ágústmánaðar eins og nú. Vel leit út með uppskeru af byggi og höfrum þar sem það er ræktað og búizt við að kartöfluupp- skera muni verða með mesta móti. Voru margir farnir að taka upp kar- töflur um miðjan mánuðinn og var spretta með langbezta móti á þeim tíma. Aðrir garðávextir hafa einnig þroskast vel og trjágróðri farið vel fram á þessu sumri. SÍLDVEIÐIN Oll herpinótaskip voru hætt veiðum norðan lands og austan í lok mánað- arins. Alls höfðu 163 skip verið á síldveiðum í sumar og varð afli þeirra samtals um 270 þús. mál. Saltað hafði verið í 154 þús. tunnur og er útflutn- ingsverðmæti þeirrar síldar talið rúm- ar 60 millj. króna. Afli skipanna varð mjög misjafn. Síldin helt sig alltaf á djúpmiðum, en kom aldrei inn í firði né flóa. Var það merkilegt að nú veiddist .yarla annað en 15 ára göm- ul síld og var síldarmagnið í sjónum því að vonum ekki mikið, því að mik- il vanhöld hljóta að vera orðin á svo gömlum stofni. Ef veður hefði ekki verið mjög gott framan af mánuðinum, er hætt við að lítið hefði veiðst, því að síldin hætti að vaða. þegar brá til oþurka. Talið er að útgerðarmenn hafi ekki orðið fyrir miklu tjóni af út- haldinu í sumar, og sama er að segja um sildarsaltendur. En síldarverk- smiðjurnar hafa orðið fyrir stórtjóni, því að þeim barst eigi rheiri síld en hægt hefði verið að bræða á háifum sólarhring. — — Fyrir mánaðamótin voru nokkrir stórir bátar komnir á reknetjaveiðar langt austur í haf og öfluðu sæmilega. — Faxaflóasíldin kom seinna en vant er, fór ekki að veiðast fyr en um miðjan mánuð. Sein- ustu vikuna var þó yfirleitt góður afli í öllum verstöðvum hér, en síldin var svo smá, að lítið af henni var sölt- unarhæft. ÖNNUR AFLABRÖGÐ Afli togara hér við land var dræm- ur. Nokkrir togarar voru á veiðum við Grænland og öfluðu sæmilega. Undir mánaðamótin fóru svo nokkrir togarar á ísfiskveiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. — Rækjuafli var geisimikill á Ve.st- fjörðum. í Faxaflóa var lítið um fisk nema smálúðu. — Laxveiðin brást svo að segja algjörlega í mörgum ám og var því kennt um hve lítið vatn væri í þeim. Og yfirleitt var.lnxveiðin tal- in rýr. Páll A. Pálsson, formaður á hrefnu- veiðabátnum Björgvin, sem er aðeins 13 smál., skaut beinhákarl á Lundey- arsundi hjá Tjörnesi. Hákarlinn dró bátinn lengi með miklum hraða, en loks tókst Páli að vinna á honum með kúluskotum. Hákarlinn var 8 metrar á lengd og vóg f.iórar smálestir, en úr lifrinni fengust um 7 tunnur lýs- is (1.) SLYSFARIR OG ÓHÖPP Þorgeir Ágústsson, starfsmaður hjá vélaverksmiðjunni Odda á Akureyri, renndi á hjóli fram af Torfunesbryggj- unni og druknaði (1.) Lítil telpa varð fyrir bíl í Reykja- vík og fótbrotnaði. (1.) Fimmtán ára piltur fell af hússvöl- um í Reykjavík og kom niður á stein- rið og meiddist talsvert (6.) Stúlka, sem var á skemmtiferð inni í Landmannalaugum, slasaðist þar svo, að ekki þótti fært að flytja hana það- an á bíl. Sjúkraflugvélin var þá feng- in til þess að reyna að sækja hana og tókst flugmanninum að lenda skammt frá tjóldum ferðafólksins (5.) Sprenging varð í smiðju Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Sprakk þar karbid-tæki, sem notað var við log- suðu. Allar rúður i húsinu brotnuðu við sprenginguna, en menn sakaði ekki (8.) Jón Þorsteinsson, verkamaður á Keflavíkurflugvelli, var að bera fötu fulla af sjóðandi koltjörnu, skrikaði fótur og fell, en tjaran slettist yfir Beinhá- karlinn, sem skot- inn var hjá Tjörnesi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.