Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 509 Þingið stóð í viku og var haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæar, en í sarn- bandi við það voru ýmsir fundir sér- stakra félagsdeiida innan sambandsins. Helztu fulltrúar erlendir, svo sem stjórnarfulltrúar, þingmenn, opinberir embættismenn, blaðamenn o. fl. voru boðnir til forseta íslands að Bessa- stöðum. Ríkisstjórnin bauð til mið- degisverðar á Þingvöllum, Reykjavík- urbær til kaffidrykkju hjá Sogsvirkj- un og Stórstúka íslands til kaffi- drykkju að Jaðri. Norræna þingmannasambandið helt fund í Ósló og sóttu þann fund af íslands hálfu: Sigurður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen, Bernharð Stefáns- son og Stefán Jóh. Stefánsson (21.) Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn að Selfossi (29.) Magnús V. Magnússon, skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu, fór utan til að sitja fund utanríkisráðherra Norðurlanda, í forföllum Bjarna Bene- diktssonar utanríkisráðherra (30.) MANNFAGNAÐUR Verslunarmannaíélag Reykjavíkur stóð fyrir hótíðahöldum í Tivoli um verslunarmannahelgina. Stóð sá mann- fagnaður í þrjá daga og þótti vel tak- ast (5.) Þjóðhátíð Vestmanneya átti að hefj- ast 7. ágúst og var þar mikill viðbún- aður, enda búizt við fjölda gesta. Bn þennan dag var stórviðri og rigning, svo ekkert gat orðið úr hátíðahöldun- um og hvorki varð farið til Eya í lofti né á bátum. Hátíðin fór svo fram næstu Brezku þing mennirnir Greville Howard og Edward Ewans, sem hingað komu daga, en um næstu helgi þar á eftir, var haldin „eftirhátíð“, því að þá kom margt skemmtiferðafólk til Eya með Esju. Fegrunarfélag Reykjavíkur helt að vanda upp á afmæli höfuðborgarinnar og stóð sú hátíð í tvo daga. Þá fór fram úthlutun verðlauna fyrir bezt hirta og glæsilegasta skrúðgarð í Reykjavík. Fyrstu verðlaun hlaut garð ur Hilmars Stefánssonar bankastjóra, en 16 garðar aðrir fengu viðurkenn- ingu (19.) FERÐALÖG Vegna þess hvað tíðin var góð, var óvenju mikið um ferðalög hér innan lands. Gengust fyrir hópferðum Ferða- félag íslands, Ferðaskrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofan Orlof, Páll Arason og Guðmundur Jónasson bílstjórar og auk þess ýmis félög. Leitaði fólk venju fremur upp í óbvggðir og voru einu sinni talin 74 tjöld í Landmannalaug- um. ÍÞRÓTTIF. íslendingar háðu landsleik í knatt- spyrnu við Dani og fór sú keppni fram í Kaupmannahöfn. íslendingar töpuðu með 4:0 (11.) Þá kepptu íslendingar í landsleik í knattspyrnu við Norðmenn. Fór sá leik- ur fram í Bergen og töpuðu íslend- ingar með 3:1 (14.) Friðrik Ólafsson varð skákmeistari Norðurlanda í skákmóti í Kaupmanna- höfn. Fékk hann 9 vinninga (af 11), en sá sem næstur honum gekk fekk 7V^ vinning (14.) Helgi Eiríksson skrifstofustjóri vann „Olíubikarinn'* í útsláttarkeppni Golf- klúbbs Reykjavíkur (16.) Meistaramót íslands í Frjálsum í- þróttum fór fram á Akureyri (18.) Fyrsta knattspyrnumót á grasvelli fór fram í Reykjavík. Var það 4. flokks keppni (20.) Þrettán ára stúlka, Astrid dóttir Agnar Kofoed-Hansen flugstjóra, lauk svifflugsprófi, yngst allra er það próf hafa tekið (20.) Bæakeppni í frjálsum íþróttum fór fram milli Keflavíkur og Selfoss og báru Keflvíkingar sigur af hólmi (25.) Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum var háð og setti Kristján Jóhannesson þar nýtt met í 10 km hlaupi. Guðmundur Lárusson varb' tugþrautarmeistari. Glimufélagið Ár- mann vann mótið (25.) Á héraðsmóti UMF sambands Kjal- arnesþings fór fram keppni í starfs- íþróttum, bæði fyrir menn og konur (25.) Keppt var í íslandssundi í Nauthóls- vík í Skerjafirði (500 metra sund í sjó, frjáls aðferð). Keppendur voru tveir og sigraði Helgi Sigurðsson (25.) Knattspyrnufélagið Fram fór til Þýzkalands og keppti þar á fjórum stöðum í þessum mánuði, sigraði tvisv- ar og tapaði tvisvar. FJÁRMÁL OG VIÐSKIPTI Verðjöfnun á olíu og bensíni um allt land kom til framkvæmda í byrjun k Friðrik Ólafsson skákmeistari Norðurlanda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.