Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Side 10
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Blaðgfa'æiaa (Chlorophyll) jökul, austan við Eyvindstungna- koll, og máske fer svo á næstu 20 —30 árum að jökull verði bráðn- aður þarna upp á hábrúnir, eða upp að venjulegum vatnaskilum. En ef svo fer, sem vel getur verið, þá hverfur Sultartungnaá. Hún hefir altaf verið að minka jafnt og þétt seinustu áratugina, og staf- ar það af því, að jökultungan, sem áin kom undan um seinustu alda- mót niður við Sultartungnasporð, er nú horfin og jökullinn bráðnað- ur langt upp fyrir gil, og styttist með ári hverju upp á vatnaskil. Engu verður um það spáð hve langt verður þangað til að jökulbrúnin verður um vatnaskil þarna milli Hafrafellsdalsins og Sultartungna. En að þessu dregur fyr eða síðar með sama áframhaldi á bráðnun jökulsins á þessum slóðum. Út af þessu mætti spyrja: Eiga ekki margar smáar jökulár stuttan aðdraganda undir jökli? Margt virðist benda til að svo sé. Aðalvatn ánna er sennilega úr stórum lónum skamm inn undir jökli, eða frá bröttum fjallahlíðum, sem ná upp eða inn í Vatnajökul. í rigningum og sólbráð leitar vatnið í vissar dældir og verður að lón- um undir jökuljöðrunum. Úr þeim rennur það svo aftur jafnt og þétt, og þó mest þegar ört bætist í lón- in svo sem í stórrigningum og mik- illi sólbráð á vorin og sumrin. Ekki býst ég við því, að leysingavatn og rigningavatn geti komist niður úr mörg hundruð metra jökulhellu uppi á hájökli. En niður úr mjög djúpum sprungum við rætur jökl- anna sigur vatnið í gegn og leitar sér framrásar þar sem hallinn er mestur, í gegn um gljúpan jökul- leirinn og áleiðis til sjávar. Hvers vegna minka nú margar ár, sem koma frá Vatnajökli? Er það ekki einmitt af því að lág- jöklarnir eru að minka? Mun ekki fara svo, þegar lágjöklarnir með snæfylltum sprungum eru á bak og burt, þá verði vatnsmiðlunar möguleikarnir svo litlir, að árnar verði aldrei vatnsmiklar nema stuttan tíma í senn? Rifrildi er það þegar tveir menn eru að keppast við að verða á undan að segja seinasta orðið. NAFNIÐ chlorophyll er komið úr grísku, af chloros, sem þýðir grænt og phyllon, sem þýðir lauf. íslenzka nafnið, blaðgræna, er rétt þýðing. Nú eru menn farnir að nota chloro- phyll nafnið sem meðmæli ýmiskonar varnings, einkum þeirra vörutegunda, sem til þess eru ætlaðar að eyða von.i- um þef. Chlorophyll er notað í munn- skol, hárbað, jórturleður og jafnve’ í kamarpappír og barnableiur. Þá eru og komnar sigarettur með chlorophyll og er þeim talið það til ágætis að þær eyði andremmu. Og svo eru auðvitað til chlorophyll töflur, sem menn eiga að gleypa til þess að losna við svita- lykt. Chlorophyll virðist því víða koma að góðu gagni. En hvað segja þá vísindamennirnir um þetta? Dr. Saul Schluger, aðstoð- arkennari við tannlækningadeild Okla- homa-háskóla hefir sagt um þetfa chlorophyll: „Það er alveg dásamlegt. Það eyðir andremmu nokkrar mínút- ur. Og það dregur auð fjár í hendur verksmiðjanna. Þar fyrir utan gerir það ekkert gagn.“ Dr. Sam Gramick við rannsóknadeild Rockefellerstofn- unarinnar, segir um chlorophyll töfl- urnar, að það „nái ekki neinni átt“ að þær eyði svitalykt. Að sömu niður- stöðu hafa brezkir efnafræðingar kom- izt, eftir því sem segir í „Britis’n Medical Journal“ (7. marz 1953). I „Science Letter“ (20. desember 1952), segir dr. Corwin að svo virðist sem þetta chlorophyll, sem tekið er inn í töflum, fari ekki út í blóðið og gcti því ekki eytt svitalykt. En ef það kæm- ist út í blóðið gæti það verið hættu- legt, því að þetta sé ekki blaðgræna heldur spanskgræna, sem efnafræðing- ar hafi breytt allavega. „Hrein blaðgræna hefir aldrei verið framleidd svo að hún hafi orðið versl- unarvara. Hún leysist ekki upp í vatni og varla í olíum og hefir senni- lega ekki í sér fólgna neina hæfileika til að eyða þef“, stendur í „Science Digest“ í október 1952. (Awake). Klukkuslætti Big Ben í London var fyrst útvarpað 1923. Síðan er það fast- ur liður í brezkum útvarpssendingum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.