Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 11
t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 FYRSTA PRENTSMIÐJA ARNI OLA: í REYKJAVÍK Niðurlag. Samkeppni Þegar Magnús Stephensen hafði sameinað Hrappseyarprentsmiðju og Hólaprentsmiðju mun hann hafa litið svo á sem hann hefði einnig hlotið öll þau réttindi er þessar prentsmiðjur höfðu um bókaútgáfu. Og þannig mun Ólafur sonur hans hafa litið á, því að árið eftir að prentsmiðjan flyzt til Reykjavíkur, tilkynnti hann stift- amtmanni, að hann bannaði prent- smiðjunni að endurprenta þær bækur, er prentaðar höfðu verið í Viðey meðan hann hafði prent- smiðjuna á leigu. Stiftamtmaður tilkynnti stjórninni þetta, en hún gaf þann úrskurð að þetta bann væri að engu hafandi. Eins og áður er sagt gramdist Norðlendingum það mjög, að þeir skyldi rændir prentsmiðjunni á Hólum öðru sinni. Þeir hófust því handa um miðja öldina og var stofnað prentsmiðjufélag á Akur- eyri. Þurfti félag þetta að fá stjórn- arleyfi til þess að reka prentsmiðju og fekk það. Er leyfið út gefið 14. apríl 1852, og er þar sleginn þessi varnagli vegna landsprentsmiðj- unnar: „Þar sem prentsmiðja þessi stendur ekki í neinu sambandi við hina fyrverandi Hólaprentsmiðju, getur hún ekki búizt við að fá nein þau sérréttindi er sú prentsmiðja hafði.“ Þetta þóttu nokkuð harðir kostir er frá leið og urðu ýmsar greinir í með landsprentsmiðjunni og Ak- ureyrarprentsmiðju út af útgáfu- rétti. Árið 1859 fór Pétur Hafsteen amtmaður fram á það við stjórn- ina að mega höfða mál gegn lands- prentsmiðjunni til þess að fá úr því skorið hvort Norðuramtið (hið forna Hólastifti) ætti ekki að fá fjórða hlut af ágóða landsprent- smiðjunnar, samkvæmt konungs- úrskurðinum um flutning Hóla- prentsmiðju til Suðurlands. Hafði aldrei verið greitt neitt af arði landsprentsmiðjunnar, þó svo væri áskilið. Stiftsyfirvöldunum og stjórninni mun ekki hafa litizt á þessi málaferli og var því reynd samningaleið við amtmann út af þessu. Og árið 1862 fell hann svo frá málshöfðun með þeim skilyrð- um: a) að landsprcntsmiðjan haii umboðsmenn í öllum sýslum hins forna Hólastiftis, svo að almenningur geti fengið þar bækur hennar með sama verði og í Reykjavík; b) að Amtsbókasafnið á Akur- eyri fái ókeypis eitt eintak af öllu, sem prentað er í lands- prentsmiðjunni. Með þessu höfðu þá Norðlend- ingar fengið nokkra Jeiðrétting mála sinna, en þeir voru enn sár- óánægðir út af því, að prentsmiðja sín skyldi ekki halda öllum rétt- indum þeim, er Hólaprentsmiðja hafði haft. Þeir þóttust eiga sann- girniskröfu um að halda útgáfu- rétti allra þeirra bóka, sem Hóla- prentsmiðja hafði gefið út áður. En landsprentsmiðjan leit á eins og Magnús Stephensen, að hún hefði öðlazt þau réttindi þegar prentsmiðjurnar voru sameinaðar. Hafði hún gefið út af Hólabókum Hallgrímskver, Passíusálmana, Fæðingarsálma og Sturmshugvekj- ur. Norðlendingar heldu þó sínu máli til streitu og unnu þar hálfan sigur 1868, því að þá felst stjórnm á, að prentsmiðjan á Akureyri hefði sama rétt og landsprent- smiðjan til þess að gefa út for- lagsbækur Hólaprentsmiðju. Landsprentsmiðjan varð aldrei vinsæl. Þótti stjórn stiftsyfirvald- anna á henni einstrengingsleg og þröngsýn. Má þar sem dæmi nefna er hún bannaði prentun , Þjóðólfs'* og fekk ákúrur fyrir hjá dönsku stjórninni, sem þótti þó ekki um of írjálslynd. Ýmsir árekstrar urðu og milli stiftsyfirvaldanna og Ein- ars Þórðarsonar út aí því að hann prentaði ýmislegt án vilja og vit- undar þeirra. Áður ep prentsmiðj- an kom á Akureyri mátti segja að stiítsyfirvöldin væri algerlega ein- ráð um það, hvað landsmenn fengi að sjá á prenti. Þessi einokun líkaði mörgum illa og höfðu sumir hug á að stofna aðra prentsmiðju hér sunnan lands. Því var það árið 1854 að Egill Jónsson bókbindari sendi fyrirspurn um það hvort hann mætti ekki og hefði ekki rétt til að stofna prentsmiðju án þess að fá til þess scrstakt leyfi stjórnar- innar. Stjórnin svaraði því, að eng- inn mætti setja á stofn prentsmiðju nema með sínu leyfi. Mun Egill

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.