Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 12
514 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekki hafa búizt við því að geta fengið slíkt leyfi, svp að það mál fell niður. — Var svo landsprent- smiðjan ein um hituna hér sunnan lands þangað til ísafoldarprent- smiðja var stofnuð árið 1877. Talað um að selja prentsmiðjuna Það var að sjálfsögðu ekki neitt gamanverk fyrir stiftsyfirvöldin að sjá um rekstur prentsmiðjunn- ar, og það hefur ekki verið lítil aukageta til víðbótar þeim störf- um er á þeim hvíldu áður. Margt af því sem þau gerðu vegna prent- smiðjunnar orkaði tvímælis og þar við bættist svo að hún gekk frem- ur illa fyrstu árin. Prentsmiðjan hafði átt 6025 rdl. í sjóði þegar hún kom frá Viðey, en á fyrstu árunum fór þegsi sjóður í súginn, svo að við árslok 1851 átti prentsmiðjan ekki annað en húsið, sem hún hafði keypt. Næstu tvö ár varð þó ágóði af rekstri prentsmiðjunnar um 1100 rdl. Samt sem áður vildu stiftsyfirvöldin losna við hana, og má vera að stofnun prentsmiðjunn- ar á Akureyri hafi ýtt undir þau með það. Svo mikið er víst, að stiftsyfirvöldin lögðu til við dóms- málaráðherrann, að prentsmiðjan skyldi seld, og fellst hann á það. Alþingi tók þetta mál til með- ferðar 1853. í álitsgerð þess segir meðal annars: „Þingið hefur ekki getað fengið hjá forráðamönnum prentsmiðjunnar þá skýrslu er hægt væri að byggja á iullkomna eindregna meiningu um, hvort bæri að selja prentsmiðjuna í hendur einstakra manna. Vegna ókunnugleika um hag hennar verð- ur þingið því að ráða frá að selja hana fyrst um sinn. En þingið verður að áskilja að undir það verði borið síðar meir, hvernig með hana skuli fara, ef það reynist ekki landinú sem eiganda heruur með ö]\v gkaðlaust að balda heami s§m opinberri eign. En ef hún verður seld, ræður þingið til að einkaleyfi þau, sem menn ætla að hún eigi nú, falli með öllu niður, þar þingið ætlar þau með öllu óhafandi. Það er frá öndverðu ætlunarverk prentsmiðjunnar, sem alltaf hefur verið landsins eign, að efla og auki upplýsingu og menntun, og það sannar konungsbréf 14. júní 1799, er það áskilur Hólastifti, sem það sviftir eign og brúkun hinnar gömlu Hólaprentsmiðju, fjórða part alls árlegs gróða hinnar sam- einuðu prentsmiðju til útbreiðslu sannarar menningar í Hólastifti, hvar af það hefur þó hingað til einkis notið. Ef prentsmiðjan verð- ur seld, þá verður að verja and- virði hennar og eignum til eflingar almennri menntun í landinu". Alþingi lagði svo til að þær um- bætur væri þegar gerðar á prent- smiðjunni, að stiftsyfirvöldin væri með öllu losuð við að segja fyrir um hvað prenta megi eða prenta skuli, og að reikningar prentsmiðj- unnar yrði framvegis birtir opin- berlega. Ekki vildi stjórnin fallast á að afnema ritskoðun stiftsyfirvald- anna og einræði þeirra um hvað prentast mætti. Slíkt aðhald yrði að vera meðan landið ætti prent- smiðjuna. Benti hún til þess, að meðan prentsmiðjan var leigð, hefði hún prentuð margar slæmar bækur, af því að það borgaði sig bezt. Á hinn bóginn fellst stjórnin á að láta birta reikninga prent- smiðjunnar opinberlega á hverju ári. Prentsmiðjan seld Fyrir Alþingi 1875 lá beiðni frá Einari Þórðarsyni um að fá prent- smiðjuna keypta, og vildi hahn gefa 15.000 krónur fyrir hana. — Beiðninni var vísað til þingmanns Reykvíkir.ga, sem þá var Halldor Kr. Friðriksson, og bar haan fram frumvarp um að prentsmiðjan skyldi Einari seld, þó eigi fyrir minna en 15.200 kr. Málinu var síðan vísað til nefndar. í áliti henn- ar segir að á árunum 1870—75 haíi enginn ágóði orðið á rekstri prent- smiðjunnar, og þó hefði engar um- bætur verið gerðar á henni og henni ekki haldið við sem skyldi. Lagði hún því til að prentsmiðjan væri seld fyrir 20.000 kr. og sundur- hðaði það kaupverð þannig: Prentsmiðjuhúsin (brunabótamat) kr. 7.500.00 Verkfæri ........ — 6.200.00 Bókaleifar ...... — 3.000.00 Útist. skuldir .... — 2.710.00 Þetta eru samtals kr. 19.410.16 en svo voru auk þess kol o. fl. Þetta samþykkti þingið. Vegna þess að hér var um ríkis- rekstur að ræða, er fróðlegt að heyra hvernig þingmenn litu á hann þá, og hverjar ástæður þeir höfðu til þess að vera fylgjandi sölu prentsmiðjunnar. Halldór Kr. Friðriksson sagði að það væri ískyggilegt fyrir hið opin- bera að bera ábyrgð á eignum og stofnunum, og það væri öldungis rétt að landsjóður losaði sig við prentsmiðjuna, því að hann gæti haft þyngsli af henni. Jón Pétursson háyfirdómari sagði að hið opinbera ætti að reka sem allra fæst fyrirtæki. Benedikt Sveinsson sýslumaður sagði að „andi og grundvallar- hugsun prentfrelsislaganna mundi koma betur fram ef prentsmiðjan væri eign einstakra manna". Jón Sigurðsson forseti var því fylgjandi að prentsmiðjan væri seld. Eirikur Kúld sagði að hið opin- bera ætti ekki að vera prentari, og því ætti prentsmiðjur að vera einkaeign. Bergur Thorberg landshöfðingi sagði að það væri eðlilegast að prfcntssroiojan vaeri í hóndura ejja-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.