Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 515 stakra manna, og þess vegna kvaðst hann vilja selja, en ekki vegna þess að hagur prentsmið]- unnar væri bágborinn. Einar Þórðarson fekk svo afsals- bréf fyrir prentsmiðjunni og fast- eignum hennar hinn 29. des. 1876 og tók við henni þá um áramótin. Kaupverðið var nú ákveðið 21.000 kr., hafði hækkað vegna þess að prentsmiðjan hafði fengið nýtt let- ur áður en kaupin fóru fram. „Það var ógæfa bæði fyrir prentsmiðj- una og Einar Þórðarson, að hann fekk ekki eignarhald á henni fyr“, segir Klemens Jónsson í Sögu prentlistarinnar á íslandi. Einar Þórðarson Ekki verður sagt frá prentsmiðj- unni svo að Einars Þórðarsonar sé þar ekki sérstaklega getið, því að saga prentsmiðjunnar og saga hans fara að miklu leyti saman. Einar var fæddur 23. desember 1818 að Skildinganesi, sonur Þórð- ar dbrm. Jónssonar sem venjulega var kenndur við Bakka. Átján ára gamall fór Einar til Ólafs M. Step- hensens í Viðey til þess að læra þar prentiðn og var þar fyrst í þrjú ár. Árið 1839 sigldi hann til Kaup- mannahafnar og var þar við prent- nám í þrjú ár, en kom svo aftur að Viðeyarprentsmiðju og fluttist með henni til Reykjavíkur. Þegar Helgi Helgason lét-af stjórn prent- smiðjunnar við áramót 1852 og tók við stjórn prentsmiðjunnar á Ak- ureyri, var Einari falin stjórn landsprentsmiðjunnar og var hann forstjóri hennar eftir það þangað til hann keypti hana 1876 og rak hana síðan fyrir eigin reikning til 1886 og hafði þá starfað við hana um 50 ára skeið. í samningi, sem stiftsyfirvöldin gerðu við hann í ágúst 1855, segir að hann taki til umráða og ábyrgð- ar byggingar prentsmiðjuhnar, öll áhöld, pappírsbirgðir, peninga, prentaðar bækur og annað, hann stjórni og stýri verkum hennar og hafi vinnustjórn á hendi og eigi einkum að sjá um að „vinnumenn og lærisveinar venjist á reglu og iðjusemi". Hann á að útvega allt sem prentsmiðjan þarf, en senda „allar bestillingar sem ske erlendis í gegnum stiftsyfirvöldin“. Hann á að semja um prentun á bókum, sem ekki fara fram úr 20 örkum, en annars semja stiftsyfirvöldin. H$mn skal fyrirfram skýra stifts- yfirvöldum frá efni alls þess, sem á að prenta, því ekkert má prenta án þeirra leyfis. Hann ber ábyrgð á því, ef ekki er greiddur sá prent- unarkostnaður, sem hann hefur samið um. Fyrir þetta á hann að fá 300 rdl. á ári, 5% af hreinum ágóða prent- smiðjunnar, ókeypis bústað í prent- smiðjuhúsinu og 2 mk. fyrir hverja prentaða örk af 200 örkum, sem prentsmiðjan afkastar árlega, en 4 mk. fyrir hverja örk þar fram yfir. Sem bóksali prentsmiðjunnar skal hann fá 20% sölulaun af sálmabókinni og barnalærdóms- bókinni, en 25% af öðrum forlags- bókum. Til tryggingar veðsetur hann svo prentsmiðjunni eignar- jörð sína Minni-Mástungu. Þótt stiftsyfirvöldin hefði yfir- stjórn prentsmiðjunnar á hendi, var samningur þessi ekki gildur nema því aðeins að danska stjórnin fellist á hann. En það gerði hún í marz 1856, og þótti henni þó veðið of lítið. Þetta sama ár fekk Einar þó 80 rdl. launauppbót hjá stifts- yfirvöldunum og helt henni fram til 1861 að honum var greidd 100 rdl. launauppbót og 30 rdl. fyrir aukavinnu. Stjórnin fellst á launa- uppbótina og 30 rdl. greiðslu fyrir aukavinnu „í þetta sinn“, en slíkt mætti aldrei eiga sér stað framar nema með hennar leyfi. Nýr samningur var svo gerður við Einar 28. febr. 1867 og voru árslaun hans þá hækkuð í 550 rdl., en nokkuð dregið úr aukaþóknun fyrir afköst prentsmiðjunnar. Einar keypti prentsmiðjuna í árslok 1876 fyrir 21 þús. krónur og rak hana fram til 1886. Hann hafði fullan hug á að endurbæta prentsmiðjuna, og segir svo í „Þjóð -ólfi“ 16. sept. 1879: „Það er oft hulið öðrum hvað framtakssamir og framsýnir dugnaðarmenn geta komið til leiðar sér og öðrum til gagns. Þetta má sannast á prentara Einari Þórðarsyni; fyr en nokkurn varði er hann búinn að fá sér hrað- pressu frá hinum mikla prent- smiðjustað Leipzig á Þvzkalandi. Þetta verkfæri er svo stórt, að það getur prentað stórar tvöfaldar ark- ir; þegar það gengur með fullum hraða þá má prenta í því 1000 til 1200 arkir á klukkutíma. Þetta er svo mikill hraði, að það er sjö sinn- um meira en menn geta préntað með handpressú“. Ekki var þetta fyrsta „hraðpress- an“ sem kom hingað til lands. — Veturinn áður hafði Sigmundur Guðmundsson prentari keypt hrað- pressu í Englandi fyrir ísafoldar- prentsmiðju og var hún fimmfalt hraðvirkari en handpressa. Þetta mundu ekki kallaðar „hraðpressur" nú, þegar til eru pressur, sem eru sex sinnum hraðvirkari en þær, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.