Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 14
' 516 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þörf er á enn stórvirkari prent- vélum. Einar kom mjög við bæarmál- efni Reykjavíkur, því að hann sat lengi í bæarstjórn og var um skeið í fátækranefnd. Honum er svo lýst í „ísafold": „Hann var fjörmaður og atorkumikill maður meðan hann naut sín heilsunnar vegna, kapp- samur, kjarkmikill og framgjarn. Hann komst í góð efni, en varð öreigi síðustu ár ævi sinnar, enda mjög þrotinn á sál og líkama". — Hann varð að hætta við prent- smiðjuna 1886 og fluttist þá til frænda síns Þórðar Guðmundsson- ar á Hálsi í Kjós og þar andaðist hann 11. júlí 1888. Gestur Pálsson orkti grafskrift eftir hann og er það líklega bezta lýsingin á honum. Þar stendur meðal annars þetta: Hann stóð í broddi lífsins með sterkan framahug, var stórvirkur og framgjarn og sýndi þrek og dug, og gæfan honum brosti, hann safnaði auði og seim og sigurópi f jöldans og virðing hér í heim. Hann stóð á aftni lifsins sem einstæðingur ber, með ævifjörið þrotið og harm að baki sér, hans lifsstrit varð allt gagnslaust, hans auður öskufok, og ellimóður hvarf hann í gæfu sinnar lok. Svo varð hann barn eitt aftur sem æsku fyrstu stund, með angurværan svipinn og veika bernskulund, með raunastimpil lífsins á sálarkraftinn sinn, með sólglatt bros og tárin á víxl um elli-kinn. ísafold keypti prentsmiðjuna Með kaupsamningi, sem gerður var 18. maí 1886, seldi Einar prent- smiðjuhúsið í Aðalstræti fyrir 6000 krónur. Kaupendur voru sex tré- smiðir og tóku þeir að sér 4000 króna skuld, er á húsinu hvfldi, og svo skuldbundu þeir sig, einn fyrir alla og allir fyrir einn, að annast seljandann sómasamlega það sem hann ætti eftir ólifað og Guðríði dóttur hans meðan hún væri á ómagaaldri. Sama dag seldi Einar prentsmiðj- una ásamt bókaleifum fyrir 5600 krónur. Kaupandinn var Björn Jónsson og sameinaði hann þá Landsprentsmiðjuna og ísafoldar- prentsmiðju. Má því segja að ísa- foldarprentsmiðja sé beinn arftaki elztu prentsmiðjunnar á íslandi, prentsmiðju Jóns biskups Arason- ar á Hólum. Þessi prentsmiðja hafði flækzt úr einum stað í annan, eins og áður er sagt, var fyrst á Hólum, þá á Breiðabólstað í Vest- urhópi, þá á Hólum aftur, þá í Núpufelli, þá á Hólum, þá í Skál- holti, (síðan geymd á Hlíðarenda í Fljótshlíð), þá á Hólum enn, þá að Leirárgörðum í Leirársveit, þá á Beitistöðum í sömu sveit, þá í Við- ey og seinast í Reykjavík. Hún er smám saman endurnýuð á þessum 425 ára ferli (og Hrappseyarprent- smiðju bætt við hana). Hún gengur undir ýmsum nöfnum, en sögu- þráðurinn slitnar aldrei. Mættu þeir Jón biskup Arason og Guð- mundur biskup Þorláksson líta inn í ísafoldarprentsmiðju nú, þá er hætt við að þeim fyndist lítill svip- ur með henni og hinni fornu Hóla- prentsmiðju. En svo mundi þeim einnig finnast um flest hér í landi, að það sé með öðrum svip en á þeirra dögum, og þó er þetta sama landið og þeir byggðu og unnu fyrir. Tímamót í Reykjavík Á árunum 1844—48 gerast þeir atburðir, er skera til fulls úr um það að Reykjavík skuli vera höfuð- borg landsins og menningarmið- stöð. Þá er Alþingi endurreist hér, latínuskólinn fluttur hingað, presta skóli stofnaður, dómkirkjan stækk- uð og prentsmiðjan flutt hingað. Um leið og prentsmiðjan er hing- að komin, eru fengin skilyrði til þess að gefa út blöð. Að vísu höfðu Klausturpósturinn og Sunnanpóst- urinn verið gefnir út í Viðey, en blaðaútgáfa þar var miklum ann- mörkum bundin. Það bitnaði þó ekki svo mjög á Klausturpóstinum, vegna þess að Magnús Stephensen sat í Viðey. En fyrir menn búsetta í landi var erfitt að koma þangað handritum, fá prófarkir sendar og þeim komið aftur út í Viðey. Tveimur árum eftir að prent- smiðjan kom hingað, hóf fyrsta blaðið göngu sína og hét Reykja- víkurpósturinn. Það kom út árin 1846—49. Árið 1848 hóf Þjóðólfur göngu sína og voru þeir Helgi Helgason, Einar Þórðarson og Egill Jónsson kostnaðarmenn hans fyrsta árið. Þjóðólfur var í raun- inni fyrsta blaðið, er hafði á sér dagblaðssnið, hin eldri blöð máttu fremur kallast tímarit. — Svo fór blöðunum að fjölga: Landstíðindi 1849—51, Ný tíðindi 1851—52, Ing- ólfur 1853—55, íslendingur 1860 —64, Baldur 1868—70, Göngu- Hrólfur 1872—73, Tíminn 1872—74, Víkverji 1873—74. Þessi blöð voru öll prentuð í landsprentsmiðjunni meðan hún var ein um hituna. ísa- fold var stofnuð 1874 og prentuð þar fyrstu tvö árin, eða þangað til hún fekk sína eigin prentsmiðju, en það sama ár var landsprent- smiðjan seld. Enda þótt flest af þessum blöð- um ætti sér skamman aldur, hafa þau þó haft ómetanlega þýðingu fyrir þjóðina og þó sérstaklega Reykjavík. — Með þeim kom nýr andi, nýtt andrúmsloft, nýr bæar- bragur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.