Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 517 Björgunarbátar ÖLDUM saman hafði almenningur í Bretlandi talið skipströnd eitt hið mesta happ, enda var ekki sparað að ræna á strandstaðnum, þegar færi gafst. Enn er það haft í minni, að fólkið á Scilly-eyum hafi beðizt þannig fyrir: „Vér biðjum þig, Drottinn, ekki um það að skip skuli stranda, heldur að ef eitthvert skip á að stranda, þá beinir þú þvi til Scilly-eya, svo að fá- tæklingarnir hér geti haft gott af því *. Það var ekki fyrr en undir lok 18. aldar að fyrst komu fram tillögur um að reyna að bjarga lífum þeirra manna, sem lentu í skipreika. Og þær tillögur komu ekki frá sjómönnum, heldur presti, sem Sharp hét, og átti heima í Norðymbralandi. Hann hafði undir höndum sjóð, sem verja átti til ein- hvers hjálparstarfs, og hann ákvað að taka nokkuð af honum til þess að koma upp slysavörnum. Hann keypti svo venjulegan fiskibát og sendi hann til Lionel Lukin vagnasmiðs í London og bað hann að breyta honum í björg- unarbát. Lukin breytti bátnum þannig að hann „gæti ekki sokkið'* og sendi hann svo til prestsins. Þetta var 1786 og þessi fyrsti björgunarbátur Breta fekk samstað í Bamburgh á strönd Norðymbralands. Þremur árum seinna gerði mann- skaðavcður mikið og fórst þá fjöldi skipa á þessum slóðum, og mennirnir fórust án þess að fólk í landi gæti gert neitt til að bjarga þeim. Menn voru skelfingu lostnir, og nú var skipuð nefnd til þess að íhuga hvers konar bátar mundu duga til þess að bjarga mönnum af strönduðum skipum. Var hcitið 2 gínca verðlaunum fyrir bezta uppastungu. Helminginn af þeirri upp- hæð hlaut William Wouldhave fyrir björgunarbát, sem gat rétt sig við sjálfur þótt honum hvolfdi. Nefndin fór þó ekki alveg eftir til- lögu hans, heldur tók liún það er henni þótVi bezt úr ýmsum tillögum, sem fram liöíðu kornið, og fól síðan Hemy Greathead bálasmið í South Shields að smiða fullkominn bát eftir því. Þessi nýi bátur var kallaður „Orginal'*, og hinn 30. janúar 1790, eða aðeins nokkr- um dögum eítir að haxm var fullsmíð- £&&&&,&£>&& BROT ÚR SÖGU SLYSAVARNANNA í BRETLANDI £ £ £ £ £ £ £ £ £ aður, tókst honum að bjarga nokkrum mannslífum úr sjávarháska. Þetta voru fyrstu mcnnirnir sem björgunarbátur bjargaði. Nú var komið upp fleiri bótum og þeir björguðu mörgum mannslífum, en þeir voru sinn á hverjum stað og engin yfirstjórn björgunarstarfsins. Það var Sir William Hillary sem sá að þetta gat ekki gengið. Árið 1823 birti hann ávarp til þjóðarinnar og skoraði á hana að mynda eitt allsherjar slysa- varnafélag, sem hefði björgunarstöðv- ar víðsvegar á strandlengjunni og sjálf- boðaliða til þess að manna björgunar- bátana. Þetta hreif. Hinn 4. marz 1824 var stofnað í London hið brezka slysa- varnafélag, sem kallast „Royal Nation- al Lifeboat Institution", og studdu margir merkir menn að stofnun þess. Þegar félag þetta var stofnað, voru til 39 björgunarbátar víðs vegar um landið. Nú var hafin fjársöfnun og söfnuðust 10.000 sterlingspund. Nægði það til þess að kaupa 15 björgunarbáta í viðbót. En svo kom afturkippur. Aldarfjórð- ungi síðar átti félagið ekki nema tæp- lega 20 björgunarbáta, og tekjur þess námu ekki meira en 253 sterlings- pundum. En á þessu ári skeði það hastarlega slys, að einn af björgunar- bátunum fórst, er hann var að reyna að bjarga skipshöfn skammt frá South Shields, og fórust þar 20 menn. Þessi sviplegi atburður varð til þess að ný áhugaalda fyrir björgunarstarfi fór um allt land. Hertoginn af Norðymbra- landi gerðist nú foi'seti félagsins og blés í það nýu lífi. Hann sá að betri björgunarbát-a var þörf, og hann hét 100 ginea verðlaunum fyrir beztu uppástunguna um nýan björgunarbát. Bárust þá um 300 teikningar og til- lögur. Verðlaunin fekk James Beaching í Great Yarmouth fyrir teikningu af báti, sem gat rétt sig við þótt honum hvolfdi. Var nú farið að smíða báta eftir þessari teikningu af kappi, og 1889 átti slysavarnafélagið 293 slíka báta og höfðu þeir verið staðsettir víðs vegar um landið. En þessir „viðréttingarbátar“ voru ekki alls staðar jafn vel séðir og sjó- menn á austurströndinni neituðu hreint og beint að fara út á þeim. Þá var það að Georg Lennox Watson var ráð- inn til félagsins til þess að vera ráð- gjafi þess um bátalag. Hann hvarf al- gjöi'lega frá „viðréttingar“-bátunum og nú er svo komið, að sárfáir slíkir bátar eru í notkun. & 4 & Mörgum þykir það merkilegast við björgunarbátana hve litlir þeir eru, 35*/i—52 fet á lengd. En þessir bátar geta þó farið út á hafið og unnið sitt verk í þeim ofviðrum, þar sem 500 sinnum stærri skip eru hjálparþurfi. Það er enginn galdur fólginn í þessu. Bátarnir eru smíðaðir með sérstöku lagi og ætlaðir til þess eins að bjarga mannslífum úr sjávarháska. Þrjá höfuðkosti verður hver björg- unarbátur að hafa: í fyrsta lagi verður hann að vera svo traustur að hann þoli að rekast á sker, eða skip það er hann fer út að, og veltur þá mest á því að hann sé byggð- ur úr öflugum og vönduðum viðum. Ensk eik er í stafni og skut, að innan eru þiljur úr mahogny frá Afríku, i byrðingnum er kanadiskur ólmur og í byrðingnum tekkti'é frá Burma. í öðru lagi er nauðsynlegt að bátur- inn geti ausið sig sjálfur. Það er gert með því móti að hafa lokur á súðinni, sem haldast þéttar meðan sjór þrýstir á að utan, en opnast við þrýstinginn að innan ef báturinn fyllist og hleypa þá austrinum út á svipstundu. í þriðja lagi verður báturinn að vcra þannig gcrður að hann geti ekki sokk- ið þótt gat komi á hann. Þess vegna eru i lionum 150—200 lofthylki úr tré, sem veita honum svo mikinn flotkraft að hann sekkur ekki hversu rnörg göt sem á hann kynni að koma. Árið 1896 var smiðaður björgunar- bátur með gufuvéi, og liafði hann bækistöð sína hjá Harwick. En hann reyndist ekki heppilcgur. Ilann var allt of þungur. Þess vegna var hætt við að smíða fleiri slíka báta. En svo kom hreyfillinn til sögunnar og hann reyndist ágætlega fallinn í björgunar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.