Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 1
JAKOB THORARENSEN TYNT BARN Örlög geta andað kalt, enn það mjög við sönnum, tengt við smábarn veilt og valt, vilt frá öllum mönnum. Henni er hvíld né töf ei töm tifa smáir fætur. — Lífs á ystu leiðar þröm litla stúlkan grætur. Enda þó að engan gjóst, undir heiðri hvelfing, aðrir merki, er barnsins brjóst blásið ógn og skelfing. Örvænting er ávalt sár. Alfaðir hinn mildi, lát þú hennar heitu tár höfð í dýru gildi. Stúlku smáa í stórri neyð styður aðeins þráin, áfram brýst hún óraleið út í fjalla bláinn. Enn um skeið hún verst í vök — víða krept að smáum. Loks er henni rekkja rök reidd í döggva stráum. Yfir tindra í undrafirð augu stjarna og mána. — Svali á nóttu o» sumarkvrð signa barnið dána.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.