Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 2
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Magnus Jensson; Prá íerðum Kotlu FRÁ ÍTALSU TIL GRIKKLAMDS Sjóleiðin frá Napoli á Ítalíu til Patras í Grikklandi, er hvorki löng né tilbreytingarlaus. — Capri og Vesuvius eru brátt að baki og nú er siglt niður Thyrreniska hafið áleiðis til Messinasunds. Nokkru fyrir norðan það eru Libarisku eyjarnar og meðal þeirra Strom- boli, sem margir kannast nú við í sambandi við samnefnda kvik- mynd og Ingrid Bergman. Eyjan er lítil og hrjóstug, eða eitt eld- fjall, sem stundum þeytir strók af milljónum eldsneista hátt í loft upp og er það tilkomumikil sýn, þegar farið er þarna hjá í dimmu, eða að nóttu tih Svo rís Etna hið fræga eldfjall úr sæ við sjóndeild- arhringinn, hún er ekki alveg út- dauð, þótt hún sé rólegri en Strom- boli og leggur oft upp úr henni fínan reykjarstrók, svipað og Vesuvius, svona til að fninna á sig. Síðan kemur hið fagra Messina- sund, en um það liggur leiðin inn í Ioniskahafið, sem skilur á milli Ítalíu og Grikklands. Umferð um sundið er mikil, því þetta er aðai- samgönguleiðin milli Sikileyjar og meginlandsins, en við það standa bæirnir Messina á -Sikiley og Reggio á Ítalíu. Stórar ferjur eru stöðugt á ferðinni milli bæanna, en auk þess fjöldi báta, sem róið er yfir, stundum af syngjandi og spilandi æskufólki. Þá er og straumur allskonar skipa, sem fara þarna í gegn til þess að stytta sér hina löngu leið suður íyrir Sik- iley. Hálent er mjög við sundið, sér- staklega Ítalíumegin. Háir hólar og hæðir niður að sjó, en Calabrian fjallgarðurinn í baksýn. í hæðum þessum sjást víða láréttir stallar, hver upp af öðrum. Þeir eru gerðir af mannahöndum, til þess að koma í veg fyrir að tré og annar nytja- gróður skolist í sjó niður í stór- rigningum, en hér er annars, eins og víða við Miðjarðarhaf, lítið um rennandi vatn eða uppsprettur og virðist því allt skrælnað, er farið er þarna um í þurkatíð. Þá blasa við breiðir árfarvegir, sem nú eru þurrir, en fyllast í regntímanum svo að flóir yfir bakkana og eru því steinsteyptir veggir til verndun ar hinu litla undirlendi. Þótt farið sé að vora við Miðjarð- arhaf í febrúarmánuði og veður milt og gott, er enn snjór á hæstu fjallatindum Grikklands, jafnvel í suðurhlutanum, Moreu og við Korinthuflóa, en sunnan við hann stendur bærinn Patras og þangað förum við. í Patras Bærinn er hvorki stór né ásjá- legur. íbúarnir eru þó um 80 þús., en hvar allt þetta fólk heldur sig er ekki gott að segja, þótt vitað sé að víða er þröngur húsakostur á þessum slóðum. Húsagerðin er ekki ósvipuð og í smábæum á Spáni og Ítalíu. Oftast steinkassar með litl- um gluggum og tveggja mannhæða háum útidyrum, þ. e. a. s. ef húsið er svo hátt, annars er mjög mikið um smákofa, dimma, loftlitla og skjöldótta af elli og óhreinindum, en hvar sem komið er í Grikklandi, verður ekki komizt hjá að veita því athygli, hversu allt er í mik- illi niðurníðslu af viðhaldsleysi og hirðuleysi. Brotnar gangstéttir, hol óttar götur og hálfhrunin ómáluð hús. Jafnvel aðalgöturnar í höfuð- borginni Aþenu, eru litlu betri. — Þetta á auðvitað sínar orsakir, en að því verður vikið síðar. Hitt er verra að þessi gamla menningar- þjóð er áberandi óhreinlát, að minnsta kosti í umgengni á al- mannafæri. Tvær eru þó þær byggingar í Patras, sem ekki verður sagt að séu í hirðuleysi eða sóðaskap, en það eru stórar, afar skrautlegar kirkjur, með háa klukkuturna og hvolfþök. Logagyllta krossa ber við himininn á öllum hornum og upp að hinum stóru koparslegnu dyrum, eru breið marmaraþrep, en meðfram þeim, til beggja handa, dýrlingamyndir og súlur, skreytc- ar alabastri. Skrautgarðar eru í kringum byggingarnar og eru þeir mjög vel hirtir, sem stingur nokkuð í stúf við umhverfið. Ég stend og dáist að kirkjunni við aðalgötu bæarins. Hér er mikil umíerð gangandi fólks, því nú er sólbjartur sunnudagur. Gömul kona kemur haltrandi niður göt- una. Hún er klædd svipað og eldri konur af alþýðustétt á Spáni: Svörtu, víðu pilsi meÓ dökkt sjal, vafið um höfuð, háls og herðar — í hitanum. Konan er sjáanlega fötl- uð og gengur við tvo stafi. Þegar hún kemur að kirkjunni, leggur hún annan stafinn undir handlegg- inn og tekur að signa sig í ákafa og þessu heldur liún viðstöðulaust áfram á meðan hún haltrar, með harmkvælum, fram hjá hinni stóru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.