Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 4
522 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Korinth-skurður Skip, sem fara ætla frá Patras til hafnarborgar Aþenu, Piræus, eiga um tvennt að velja, annað hvort að sigla aftur út úr Korinthu flóa, suður með Moreu, fyrir Mata- panhöfða og upp Æginaflóa, leið sem er um 300 sjómílur. eða hina stuttu leið, um hinn fræga Kor- inthuskurð, en sú leið er aðeins um 100 mílur. Þetta á þó aðeins við um skip sem hafa minni djúp- ristu en 26 fet, því sú er dýpt skurðarins, hin hafa ekkert val og verða að fara lengri leiðina. Þegar komið er að skurðinum innst í botni flóans, er tekinn leið- sögumaður, sem stundum hefur með sér aðstoðarmann og nú er ferðin í gegn um skurðinn undir- búin. Ef dimmt er af nóttu heimt- ar hann sérstakan Ijósaútbúnað á stefni og bóga skipsins, til viðbót- ar hinum venjulegu siglingaljós- um. Þá fær hann ýmsar upplýs- ingar hjá skipstjóranum viðvíkj- andi skipinu og þá náttúrlega fyrst og fremst djúpristuna í augnablik- inu, síðan stærð o. fl. Skipið er nú rétt af, þ. e. a. s. snúið í rétta átt og síðan er siglt áfram með mjög hægri ferð, stýrt af leið- sögumanninum sjálfum eða að- stoðarmanni hans. Fyrir framan skurðopið eru litlir steyptir garðar, sinn hvoru megin, með viðeigandi leiðarljósum og er ekki ósvipað og að sigla inn í litla höfn. Þá taka við lágir bakk- ar, en þar eru nokkrir húskofar, fyrir starfsfólk og nú er maður kominn inn í skurðinn, þetta mikla mannvirki. Hann er þráðbeinn, 3.2 sjómílna langur, 26 feta djúpur, eins og áður er sagt, en 81 fet á breidd. Bakkarnir meðfram hon- um eru víðast eggsléttir og næst- um lóðréttir. Yfirleitt mjög háir, eða allt að 300 fet, eða meir, þar sem hæst er, á löngum kafla og sézt því ekkert nema rönd af himn- inum er litið er upp, enda líkast því að ferðast gegn um jarðgöng. Geta má nærri að þarna þurfi ná- kvæma stýringu, því 81 fet er ekki mikið svigrúm fyrir þetta stóra skip, enda hefur leiðsögumaðurinn allan hugann við sitt verk. Ferð skipsins er ýmist „mjög hæg“ eða „hæg“ og tekur því óvenjulega langan tíma að fara þessa vega- lengd. Vestanverðu við miðjan skurðinn liggja yfir hann tvær brýr, önnur fyrir járnbraut, hin fyrir önnur ökutæki og gnæfa þær hátt yfir siglutránum. Nálægt miðsvegar eru djúp gil í hinn lóð- rétta hamravegg báðu meginn, en það eru menjar frá síðustu heim- styrjöld, er þýzki herinn lokaði honum, með því að sprengja í hann haft. Á öðrum stað sjást að spor hafa verið höggvin í vegginn frá sjávarmáli og upp á brún og mun sá ekki lofthræddur, sem þar hefur verið að verki. Ef staðið er á miðju þilfari, verður ekki séð á vatnsborðið í skurðinum og virðist þá eins og skipsíðurnar strjúkist við veggina til beggja handa, en það er auð- vitað sjónvilla, þótt ekki megi miklu muna. Ljósastæðum . er stungið í veggina með stuttu milli- bili og er skurðurinn þannig lýst- ur upp af reglulegri og beinni ljósaröð, endanna á milli. Piræus Þegar komið er í gegn, er skammt eftir til Piræus, sem er með stærstu hafnarborgum við Miðjarðarhaf. Þangað eru miklar siglingar, víðsvegar að úr heimin- um. Höfnin víðáttumikil og fjör- ugt athafnalíf. Innflutningurinn til Grikklands er mikill og fjölbreytt- ur, en hann fer að verulegu leyti á land í Piræus, svo að allstaðar á hafnarsvæðinu má sjá stóra vöru- hlaða, með segl yfirbreiðslum, því vöruskemmur eru fáar við höfnina. Varningnum er síðan ek- ið í burtu, smátt og smátt, en sá flutningur fer aðallega fram á hestvögnum og nú kemur Grikk- inn manni á óvart, því augljóst er að hann er dýravinur, í mótsetn- ingu við aðrar suðurlandaþjóðir. Vagnhestarnir eru mjög vel útlit- andi, feitir og vel hirtir. Aktýgin góð og skínandi af fægðum kopar og öðru skrauti. Á hafnarbakkanum standa ný- tízku losunarkranar, hlið við hlið á spori, afar handhæg verkfæri af þýzkum uppruna og þeir hafa nægilegt að starfa. Saltfiskur frá íslandi, baðmull frá Tyrklandi og lifandi nautgripir frá Hollandi, stórar fallegar mjólkurkýr, — sennilega frá flóðasvæðinu — svífa þarna augnablik í háu lofti við hliðina á gráum skriðdreka. Frá Piræus er aðeins um 15 mínútna akstur í rafknúinni járn- braut upp á eitt aðaltorgið í Aþenu, rétt fyrir neðan Akropolishæðina, en borgirnar eru að mestu sam- byggðar á þessari leið, þótt bygg- ingarnar séu ekki allar merkilegar, sumt lágreistir og hálfhrundir kof- ar. Víða sjást smáir og stórir kál- metisgarðar og fólk við uppskeru, því að í febrúar stendur uppsker- an á allskonar garð- og trjáávöxt- um sem hæst. í Aþenu Við torg þetta eru, að sjálfsögðu margar stórar og fagrar bygging- ar, fornar og nýjar. Gistihús fyrir hina mörgu ferðamenn, skrautleg veitingahús og kvikmyndahús, eða allt mjög svipað og í öðrum heims- borgum, þótt nokkuð reynist á annan veg við nánari athugun. T. d. mun betra að vera kunnug- ur í Aþenu, ef maður hugsar sér að fara í kvikmyndahús. Stórar auglýsingar, glæsilegt fordyri og dýr aðgöngumiði, þarf ekki endi- lega að vera neinn mælikvarði á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.