Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 14
532 til þess að biðja hann að hætta við förina vestur um haf. Bombard var ósveigjanlegur, og hinn 13. ágúst lagði hann einn á stað út á Atlants- haf. Sex dögum seinna kom hann til Casablanca. Þar reyndu menn enn að kyrrsetja hann. En hann helt áfram engu að síður. Hinn 3. september komst hann til Las Palmas á Kanaríeyum. Enn var lagt fast að honum að hætta við ferðalagið. Meðal annars sögðu gamhr sjómenn honum að hann mundi deya úr hungri, því að eng- inn fiskur væri nærri yfirborði úti á Atlantshafi. Þetta varð þó síður en svo til þess að aftra Bombard. Hann ætlaði að sýna að þetta væri ekki annað en hégilja og vel væri hægt að afla fæðu úti í reginhafi. Hann gekk sem vendilegast frá fleka sínum. Þegar hann þóttist ferðbúinn, bað siglingafélagið í borginni hann um að leggja ekki á stað fyr en á sunnudag, svo að allir bátar gæti fylgt honum úr höfn. Og svo lagði hann á stað 19. októ- ber. — Franski konsúllinn kyssti hann á báðar kinnar og táraðist. Öll skip í höfninni þeyttu eim- pípur sínar. Það var svo sem auð- séð á öllu að enginn bjóst við að heyra neitt af honum framar, „og mér fannst sem ég væri þegar dauður“, sagði Bombard í spaugi síðar. NÓGUR FISKUR ÚTI í HAFI Hann tók nú stefnu svo sunnar- lega að hann lenti ekki í rekþang- inu í Saragossa-hafi. Fullyrðingar sjómannanna í Las Palmas höfðu ekki við rök að styðjast. Undir eins og komið var út á reginhaf, moraði þar allt í fiski og það var eins og fiskamergðin elti flekann. Bom- bard þurfti því ekki að stunda veiðar nema stutta stund á hverj- um degi til þess að hafa nægilegt að eta. Og það var sama sagan hér eins og á „Kontiki“ að á hverjum morgni var fjöldi flugfiska í flek- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS anum. Þeir höfðu flogið beint í seghð í náttmyrkrinu og hrapað niður á flekann. Þremur dögum eftir að hann sigldi frá Kanaríeyum, skall á ofsa- veður. Flekinn skoppaði eins og soppur á öldunum, og seglið rifn- aði. Daginn eftir setti Bombard upp varasegl, en í því kom vind- kviða og sleit það út úr höndunum á honum. Hann var í 12 klukku- stundir að gera við gamla seglið. 27. október var afmæhsdagur Bombards. Hann var þá 28 ára gamall. — Þá fekk hann óvænta afmælisgjöf — kjöt í matinn. Hann var með færi úti eins og venjulega og vissi þá ekki fyr til en mávur hremmdi beituna og varð fastur á önglinum. Bombard þótti þetta góður fengur. Hann plokkaði fugl- inn og át hann síðan hráan, en sagði að hann hefði verið eins og fiskur á bragðið. HÆTTUSTUND Honum varð það óhapp 2. nóv- ember að vatnsþétta tjaldinu skol- aði fyrir borð. — Bombard felldi þegar seglið og kastaði út rekakk- eri og fleygði sér því næst til sunds til þess að bjarga seglskýlinu. — Hann náði í það, en þegar hann sneri við, sá hann að rekakkerið hafði ekki opnazt og flekann rak því hratt undan. Bombard varð þó ekki hræddur, því að hann var góður sundmaður. Árið 1951 hafði hann tekið þátt í kappsundi því er „Daily Mail“ efndi til yfir Ermar- sund. — Hann hafði þá synt yfir sundið á 21 klukkustund. Nú ætlaði hann sér að ná flekanum á sundi, en það dró sundur. Lét hann þá seglskýlið laust og synti af öllum kröftum. Eftir klukkustund hafði enn ekki dregið saman með hon- um og flekanum og tók hann þá að örvænta um líf sitt. En allt í einu opnaðist rekakkerið og flek- inn stöðvaðist. Úrvinda af þreytu skreiddist Bombard upp á hann. Nú hafði hann ekkert skýh lengur og vosbúð fór að fara illa með hann. Fekk hann sár á hendur, er ekki vildu gróa. Ekki hafði hann samt miklar áhyggjur af þessu. — Aðalvandamál hans var það að geta allt&f haft eítthvað fyrir stafni, því að hann vissi að iðju- leysi mundi fara með sig. Hann dorgaði því vissan tíma á dag, eyddi ákveðnum tíma í að líta eftir flekanum, að reikna út hvar hann væri staddur, að ná í svif o. s. frv. Útvarpið var í lagi, og hann gat því fengið réttan tíma við útreikn- ing sinn. En svo varð honum það á að fara að hlusta á brezka út- varpið dag eftir dag, og allt í einu þagnaði útvarpið. Rafgeymirinn var tæmdur. Fugla sá hann alltaf. Einn dag- inn sá hann bæði freigátufugl og súlu, sem sagt er að hætti sér aldrei lengra frá landi en 80—100 mílur. En þá var hann staddur 1200 mílur frá næsta landi. ERFIÐIR DAGAR í nóvemberbyrjun komu haust- stormarnir. — Nokkrar skemmdir urðu þá á flekanum, en stormun- um fylgdi regn og það var bót í máli að hann fekk ná nægilegt vatn. Hinn 13. nóvember var of- viðri. Hann hafði þá ekki getað sofið í þrjá sólarhringa og ekkert getað veitt til matar, svo að hann var orðinn örmagna. — En þegar storminn lægði og sólin tók að skína, greru öll sár og sást á því að þau höfðu verið af vosbúð og kulda, en ekki af því að fjörefni skorti í fæðu hans. Samt fór hann nú að þola matinn ver en áður og ólag komst á meltinguna. Hann lagði mjög af og var svo máttlaus að hann átti bágt með að hafast nokkuð að. Dagarnir urðu nú lang- ir og erfiðir og hann tók að ör- vænta um að sér mundi lánast að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.