Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1953, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 534 ÞORSTEINSHLAUP OG SKAPRAUN Þorsteinshlaup heitir á Langá á Mýr- um. Er sú saga til þess, að Þorsteinn nokkur, sem dæmdur var líflaus á Smiðjuhólsþingi, hljóp og var eltur allt að Langá ófærri og stökk yfir hana á Þorsteinshlaupi, hér um bil fimm faðma breiða, en ofsóknarmenn hans þorðu ekki á eftir. Þegar Þorsteinn var kominn yfir ána og sá, að hinir treyst- ust ekki lengra, leysti hann buxur þeim til storkunar á holti einu rétt sunnan megin árinnar og lét þá horfa á yfir ána. Heitir holtið síðan Skapraun. (Úr sóknarlýsingu 1875). AF SEM ÁÐUR VAR Til Hornbjargs var áður fyr sótt af Austurströndum. Á Hælavikurbjarg sóttu bændur víknanna og einnig aust- an úr Hornvík frá Höfn og Rekavík. Þess mátti vænta er eggsig hófust, að skyndilega breyttist fámennur bær, sem allan veturinn hafði verið sveip- aður kyrrð gleðivana einangrunar, í fjölmennt aðsetur brúnarfólks. Kvölds og morgna var vart hægt að þverfóta um þröngvan bæ fyrir aðkomufólki. Einhvern morgun, þegar eggsig voru að hefjast, mátti sjá blika á segl að- komubáta, er komu vestan frá Kögri. Voru það Aðalvíkingar, er komu til eggsiga. Þá komu bátar úr næstu vík- um með brúnarfólk og allan farangur, sem fylgdi verstöðuvarlífi sigadaganna. í fjörunni voru nú margir bátar hlið við hlið, þar sem alla aðra tíma ársins var einn eða fáir. Nokkrir menn komu fótgangandi utan úr hreppi eða vestan úr Jökulfjörum, til þess að freista þess að komast á brún með einhverjum kunningja sínum, er fyrir festi réð. — Bærinn hrökk skammt fyrir þann mannfjölda, er sótti að á þessum tíma. Hver staður, sem þótti betri en úti, var notaður fyrir náttstað. Hver kimi bæ- arins, sem nothæfur þótti, var gerður að verustað. Aldrei mun hafa verið tekið gjald fyrir þá hjálp, sem heima- fólk veitti aðkomumönnum, og var þó átroðningur mikill, en því mun hafa verið kært að veita þessa hjálp, því að þrátt fyrir allar vökunætur, erfiði og þrengsli, voru þessir vordagar skemmti -legustu dagar ársins. Þeir fluttu með sér iðandi líf og tilbreytni. Kvölds og NÝTT BÆARHVERFI. — Á seinni árum hafa þotið upp mörg ný bæarhverfi í Reykjavík, og sum þeirra á mjög skömmum tíma. Þar til má nefna smáhúsa- hverfið norðan í Bústaðaholtinu. Þarna voru aðeins grjótmelar fvrir tveimur árum, en nú er þar komin þétt byggð. Vegna húsnæðiseklunnar í borginni og hve erfitt var fyrir efnalitla menn að koma upp húsum fyrir sig, kom bæar- stjórnin til móts við þessa menn, skifti stórri spildu í holtinu í byggingarlóðir og gaf leyfi til þess að þar mætti reisa lítil einbýlishús. Áður hafði stefnan verið sú, að byggja helzt stór hús, en það var ofvaxið öðrum en efnamönnum og byggingarfélögum. En þegar leyft var að byggja smá hús, þá gátu menn unnið að þeim sjálfir að miklu leyti, og það hefur verið gert í þessu nýa hverfi. Þess vegna hefur það risið svo fljótt upp, og þess vegna er nú margur að fá eigin þak yfir höfuðið, sá er áður hafði verið úrkula vonar um að slíkt mætti takast. — Myndin hér að ofan er tekin á flugi. Sér fyrst á hið mikla „Garða- hverfi“, sem bærinn hefur verið að reisa á undanförnum árum, en þar næst kemur smáhúsahverfið og má glöggt sjá hve stórt það er orðið. Lengra burtu sjást svo Laugarneshverfið og Langholtsbvggðin, allt nýar byggðir. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. morgna ómaði bærinn af köllum og hrópum, háværum röddum pg hlátrum, eða óskiljanlegu suði af samtali. Alls staðar voru menn á ferli, alls staðar var líf í beinni andstæðu við fábreytni vetrarins. Það var ekki undravert þótt börn þessara afskekktu víkna hlökk- uðu til vorsins eða sigatímans, en í vit- und þeirra var vorið órjúfanlega tengt þessum fáu dögum, sem sigin stóðu yfir. (Hornstrendingabók). LAGLEG SPÝTA Tómas Steinsson bjó á Borgum í Grímsey á öndverðri 19. öld. Var hann fjörmaður mikill, skemmtinn í viðræð- um og hafði þá jafnan á höndum skrítl- ur og ýkjusögur. Ein var þessi: Einu sinni kom hann út á Borgum snemma morguns og sá hvar stóreflis tré rak inn með Æðaskeri sunnan við Borgar- lendingu. Þótti honum illt að geta ekki náð því, en með því að hann hafði ekki bát við hendina, tekur hann það fangaráð að stökkva fram á tréð, og var það miklj meira en Skarpheðins- hlaup. Þegar þangað er komið rífur hann flaska úr trénu og stekkur með hann í land. Úr þeim flaska voru öll ílát á Borgum. (Árni Þorkelsson í Sandvik). __ LEIÐRÉTTING SÚ prentvilla varð í seinustu Lesbók (miðdálki á bls. 516) að þar stendur Guðmundur biskup, en á að vera Guð- brandur biskup Þorláksson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.