Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 2
568 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svo sem gagnfræðaskóla og betri barnaskóla. Kennsluaðferð eða notkun garð- anna við kennslu var samt sem áður hin sama og í byrjun, að nemendurnir voru aðeins látnir skoða og fylgjast með gróðrinum og þroska hans, ennfremur að kynnast hinum mismunandi af- brigðum jurtanna, en ekki að stari'a við ræktunina, ekki kynnast hinu raunveruiega lífi gróðurríkisins í verki, en það hefir síðar komið í ljós, að hin uppvaxandi kynslóð þarf einmitt að þekkja það. Austurríki gengur íyrst inn á þessa menningarbraut. Ánð 1870 skrifaði prófessor Erasmus Scho- wab í Vin ýtarlega um nauðsyn skólagarða og tilhögun þeirra, svo að þeir megi að gagni koma til al- hliða þroskunar. Fyrrnefndur prófessor og síðar próíessor Alexander Mell, einnig austurrískur, lögðu áherzlu á, að skólagarðar ættu að komast á al- mennt og fyrst og fremst að vera notaðir til fræðslu þannig, að fram- leiðslugreinin njóti þess hagfræði- lega séð, og einstaklingurinn heilsulega, og þá um leið hljóti hann gleði og gagn af kunnáttu sinni í þessu efni, jafnframt sem að áhugi hans þá vex fyrir raun- verulegri ræktun og alhliða menn- ingu. Þjóðskólaráð var skipað í Schlesíu í Austurríki 1873 og þá sett reglugerð um skólagarða. í reglugerðinni var meðal ann- ars tekið fram, að allir þar í landi verði að stuðla að því el'tir fremsta megni, að koma á skólagörðum, vegna þess, að Jjcir haíi ómetan- lega þýðingu fyrir uppeldi ungl- inga, og einnig stórkostlegt gagn fyrir landbúnaðarframleiðslu þjóð- arinnar. Tiltölulega fljótt fékk þessi málaleitan mjög góðar undir- tektir og fór svo að í Austurríki varð það ekki aðeins að hefð heldur að lögum, að verklegt nám í skóla- garði væri skyldugrein. Þar sem hér er um svo til nýtt mál að ræða hjá okkur í því formi, sem nú tíðkast, þá skal hér til gamans og einnig til glöggvunar taka með, hvað þessir skarp- skyggnu framsýnu leiðtogar þessa menningarmáls meintu með „skóla- garði“: 1. í skólagarði á að verða ijöl- breytt matjurtaframleiðsla í fyrir- myndarræktun. Hver nemandi sér um ræktun og hirðingu ákveðins reits, minnst fjögur sumur, einnig skal hann rækta lítið eitt af ávöxt- um. 2. í skólagarði þarf að liafa upp- cldiss'töð trjáplantna og fjölærra jurta, svo að nemendur íái tæki- iæir til að læra: a. Hvernig ávöxtur myndast af fræi. b. Læra að þekkja bezt arðber- andi ávaxtatré og hvernig eigi að ala þau upp. c. Skera greinar af trjám þannig að þau íái rétt vaxtarlag. d. Vinna rétt að því að uppskera framleiðsluna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.