Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 573 Guttormur J. Guttormsson: a 8 STIKLAÐ Á STEIIMUM á aldarafmæli Stephans G. Stephanssonar Vesturálfu eya nyrzt eyan var sem byggðist fyrst menningr, þá hins þekkta heims, þjóða handan öldugeims. Vísað hafði athvarf á öndvegissúlan frelsis þrá. Gullöld hófst og hneig í val; hrönnin féll í öldudal. Vesturálfu eyan nyrzt, auðlegð þótt hún hefði misst öndvegssúlu átti þá öndvegsbekknum sínum hjá, hafði á afli eldfjallsglóð, andans vopn í smíðum góð. Jók þeim styrk, ei jörðu gras, jökla og hafíss kaldabras. Brjóstvits rauðablásturs var, hezta járn á steðja þar, sterkri lúð og hamrað hönd — heyrðust slögin út í lönd, þrotnu frelsi þá ei gleymt, þetta skyldi endurheimt! Völunds Dvalinn-vígðu sverð voru greipt og hafin ferð. Eftir langa orra hríð, unnið lífs og frelsis stríð andans vopnum elzta þings, orða Njáls og Þveræings, er hún hvíta ássins Jóns ástardís, síns herra og þjóns; fyrir hann, hinn hreina skjöld, hlaut hún frelsi sæmd og völd. Vesturálfu eyan nyrzt, útgarðsvörður, hinst og fyrst, orðsins listar logamálms, ljóðs og vísu, rímu og sálms, fornra rúna fjaðra vals, fræðirita Haukadals, snillings margs, sem nú án nafns nýtur frægðar Árnasafns. Fyrir Sæmunds fróða vit, fyrir Snorra og Ara rit hún að sönnu einstæð er, engin slík á jörðu hér. Aldamyrkur hrjáði heim, henni lýsti þá í geim þjánar, eldgoss, íss og snjós, andans björtu norðurljós. Nýrri aldar efst og hæst anda her, og hjarta næst, heggja megin Atlantsáls, einnar þjóðar norræns máls; stendur liinum stærstu jafn — Stephan er hans konungs nafn, Sæmunds hans og Snorra snilld snörum þætti eilífgild. Vesturálfu enginn vann anda sannleiks trúrri en hann, hvort sem orð hans arnsúg dró eða þrumu niður sló; hvort sem þrúðugt hamarslag heyrðist eða svanalag var það mannúð meginstoð, mannréttinda kristniboð. Yfir heimsstriðs heljarslóð hrundu Stephans kraftaljóð. Stríðin sjálf hann dæmdi dræp, drotna kærði fyrir glæp, gildi mannsins, sorasvift, sá í framtíð himinlyft. Átti þar, að ósk og von, ættjörð hans sinn bezta son. Eyan hans við yzta mar, eftir stríð og sigur þar er hún vígi Vesturheims, vörður Atlantshafs og geims, jökulhvít og hlíðagræn, herjum kringd, en friðarvæn, alheimsfriðar fyrirmynd; friðarhogi er yfir tind. *»<S<S<S<a<S<5<S<a<S<S<S<S<S<S*<S<S<S<S<S<S<S<ar<S<S*3<a<3<a»S<a*S<a<S<a*S<5<S<Sr<S<SKS<S<S<a<S<S<S<S*<S<S<S<a<5<Si<S<S<2>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.