Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 574 ÞETTÁ GERÐIST í SEPTEMBER Ríkisstjórnin nýa. — Talið frá vinstri: Kristinn Guðmunds- son, Steingrimur Steinþórsson, Ingólfur Jónsson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson. FORSETAHJÓNIN heimsóttu Hafn- arfjörð hinn 28. Kostuðu Hafnfirð- ingar kapps um að fagna þeim sem bezt. Móttökuhátið var í Heilisgerði. Voru þar ræður haldnar og gerðið skoðað. Siðan var farið um bæinn og ýmis fyrirtæki skoðuð, en að lok- um var samsæti i Alþýðuhúsinu. Ný ríkisstjorn, samsteypustjórn Sjállstæðisflokksins og Framsóknar- ilokksins, var mynduð og tók við voldum 11. september. Ólafur Thors er forsætisráðherra og fer jafnframt með atvinnumal. Bjarni Benedikts- son cr dómsmálaráðherra og menntamala. Eysteinn Jónsson er fjármálaráðherra, lngólfur Jónsson viðskiftamála- og iðnaðarmálaráð- hcrra, dr. Kristinn Guðmundsson er utanrikismálaráðherra og i’er með þau mal, er snerta erlenda setuliðið. Steingrimur Steinþórsson er landbunaðar- og félagsmálaráð- herra. — Tveir hinna nýu ráðherra hafa ekki setið í stjórn áður, Ingólf- ur Jónsson og dr. Kristinn Guð- mundsson, og hinn síðarnefndi er ekki þingmaður. — Ráðherrarnir Hermann Jónasson og Björn Ólafs- son, sem voru í fyrri stjórn, vildu ekki gefa kost á sér aftur. — Höfuð- stefna hinnar nýu stjórnar er að tryggja landsmönnum sem örugg- asta og bezta afkomu og tryggja jafnvægi í efnahagsmálum út á við og inn á við. Alþingi var kvatt saman 1. okt. VEÐRÁTTA Fyrra hluta mánaðarins var þurviðri og hægviðri syðra og vestra og hiti i Reykjavík oftast 13—15 stig. Fyrir norðan og austan var óþurkasamara, en oft mjög hlýtt, t. d. 20 stiga hiti á Skriðuklaustri hinn 16. Seinustu vik- una voru stormar og umlileypingar með mikilli rigningu syðra og vestra. Snjóaði þá jafnvel dálítið vestan lands og gránaði í fjöllum nyrðra, en þurkar á Austurlandi og náðust þá hey, sem úti voru. LANDBÚNAÐUR 1 lok mánaðarins mun hafa verið lítið úti af heyum. Varð heyfengur um allt land langt fram yfir það, sem áður hefir verið. Uppskera grænmetis varð einnig langt fram yfir meðallag, en kartöflu- uppskera meiri en dæmi eru til. Var svo um allt land og fengu margir allt að tvítugfalda uppskeru. Gert er ráð fyrir því að öll uppskeran muni vera um 170 þúsund tunnur, eða meira, og horfði til vandræða með geymslu og markað fyrir alla þessa uppskeru. Um mánaðamót var verið að gera ráðstaf- anir til þess að þessi mikla matbjörg færi ekki í súginn. Kartöfluuppskerun í Reykjavík nam um 40 þús. tunnum, enda hefir bæarstjórn stuðlað mjög að aukinni ræktun á undanförnum árum og í sumar hafði hún lagt til 140 hektara lands til kartöfluræktunar. I skólagörðum bæarins unnu 214 börn í i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.