Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 12
578 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS Gestir Keykja- vikur: Borgar- stjórahjón- in í Edin- borg. 5727 farþega. Auk fcess höfðu þær meðferðis 30 smálestir af varningi og 14 smálestir af pósti (3.) Unnið hefir verið að flugvallargerð í Grímsey í sumar, eða lendingarbót- um, og lenti flugvél þar í fyrsta sinn um miðjan mánuð (16.) Mikil Flugsýning var haldin í Reykjavík í þessum mánuði til minn- ingar um aS 50 ár eru liðin síðan flugvél hóf sig fyrst á loft (22.) LANDHELGISBROT Enskur togari var tekinn að veiðum í landhelgi fyrir austan og farið með hann til Seyðisfjarðar. Þar var hann sektaður um 74 þús. kr. og afli og veið- arfæri gert upptækt (9.) Tveir belgiskir togarar voru teknir að veiðum í landhelgi fyrir sunnan land og farið með þá til Vestmann- eya. Þar voru þeir dæmdir í 10 þús. kr. sekt hvor .og afli og veiðarfæri upptækt (18.) Vb. Erlingur frá Vestmanneyum var tekinn að ólöglegum veiðum í land- helgi (24.) Belgískur togari var tekinn í Vest- manneyum fyrir margítrekað land- helgisbrot fyr á þessu ári. Skip- stjórinn þrætti og kvaðst vera nýkom- inn á skipið. Málið var í rannsókn (30.) FJÁR.MÁL OG VIÐSKIFTI Viðskiptasamningur var gerður við Tékka og nemur 29 millj. króna á hvora hlið. Kaupa þeir fiskiflök, síld, gærur og ull, en láta í staðinn álna- vöru, glervörur, sykur, byggingarefni o. fl. (2.) Verð á síldarmjöli var ákveðið 243 kr. hver 100 kg. fob. (3.) Ríkisstjórnin tók tvö lán hjá Al- þjóðabankanum, 22 millj. kr. til bún- aðarframkvæmda og rúmar 4 millj. kr. til stuttbylgjustöðvarinnar á Rjúpna- hæð við Reykjavík (5.) Akureyringar keyptu togarann Helgafell frá Reykjavík og var kaup- verðið 5,5 millj. kr. (5.) Ráðgert er að Rafmagnsveita Reykja- víkur kaupi 2000—3000 tonn af brún- kolum af h.f. Kol, og noti í varastöð- ina hjá Elliðaánum. Kolin eru brot- in hjá Tindum á Skarðsströnd (10.) Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík var 159 stig, hafði hækkað um 3 stig vegna sumarverðs á kartöfl- um (18.) Verð á ostum, skyri og kjöti hækk- aði nokkuð frá því sem það var í fyrra (18. og 23.) Togarar Vestmanneya hafa legið iðjulausir í höfn í allt sumar vegna þess hvað rekstur þeirra hefir gengið illa. Vildu sumir bjarga málinu við með því að selja annan togarann en við það rofnaði samvinna vinstri flokk- anna, sem hafa verið í meiri hluta í bæarstjórn (12.) — Síðar var svo sam- þykkt að leysa upp Bæarútgerð Vest- mannaeya, selja annan togarann til Hafnarfjarðar, en stofna nýtt hluta- félag um hinn (25.) Öllu starfsfólki fjárhagsráðs var sagt upp með fyrirvara (25.) • MENN OG MÁLEFNI Bændurnir, sem fóru til Finnlands, komu úr þeirri ferð (1.) *Guðjón Teitsson var ráðinn forstjóri Skipaútgerðar rikisins (10.) Þessir menn voru skipaðir í Orðu- nefnd: Birgir Thorlacius skrifstofu- stóri, Jón Maríasson banka- stjóri, Pálmi Hannesson rektor, Ric- hard Thors forstjóri. Varamaður var kosinn Arngrímur Kristjánsson skóla- stjóri. Forsetaritari er sjálfkjörinn í nefndina (13.) Kristján Steingrímsson bæarfógeti í Neskaupstað íekk lausn fra embætti (13.) Pétur Thorsteinsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, var skipaður sendiherra í Moskva (13.) Kristján Eldjárn þjóðminjavörður sótti svokallað „Víkingaþing", sem háð var i Bergen, þar sem margir vísinda- menn komu saman til að ræða um víkingaöldina og bera saman bækur sinar um hana (16.) Þýzki söngvarinn Fischer-Dieskau kom hingað og söng tvisvar við góðan orðfetír (17.) Magnús Jónsson prófessor sagði af sér formennsku í Fjárhagsráði. Stjórn- in hafði þá þegar ákveðið að leggja Fjárhagsráð niður (18.) Tómas Guðmundsson skáld var boð- inn á rithöfundafund, sem Evrópuráð- ið gengst fyrir í Rómaborg 13.—fo. o».i.. (18.) Ingólfur Guðmundsson, stúdent írá Laugarvatni, var fulltrúi á norrænu æskulýðsmóti, sem háð var í Finn- landi (20.) Sir James Miller borgarstjóri í Edin- borg og kona hans komu hingað í heimsókn í boði Reykjavíkurbæ- ar (24.) Árni Friðriksson mag, var ráðinn framkvæmdastjóri alþjóða hafrann- sóknanna (24.) Fulltrúar íslands á þingi Sameinuóu þjóðarma voru skipaðir: Thor Thors

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.