Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 625 Ásmundur Jónsson: Altaristafla * í örfáum, ríkmannlegri bæum, sem naut meira en hinnar allra nauð- synlegustu birtu frá litlum glugg- um á göflunum. Þröng húsakynn- in, þar sem menn og skepnur lifðu oft í nánu sambandi hvert við ann- að, voru betur til þess fallin að láta ljómann af sögusögnunum og síðar sögulestrinum skína inn í hugann. HOLLENZKIR LISTMUNIR KOMNIR FRÁ KAUPMANNA- HÖFN Matthías Þórðarson er safnari á borð við starfsbróður sinn fyrri, Árna^Magnússon og skortir ekkert af áhuga hans né framsýni. Matt- hías Þórðarson hefur farið ótal yfirreiðar um landið og á ferðum sínum safnað fjölmörgum íslenzk- um þjóðminjagripum, sem margir hverjir eru hinir dýrmætustu. Þar er að finna drögin að íslenzkri list- sögu. Muni þessa er að finna í kirkju- deild Þjóðminjasafnsins, en þó eru þar allt of fáir þeirra fyrir almenn- ingssjónum. Þar er m. a. að finna altaristöflur frá Norðurlandi, en þar virðist alþýðulistin hafa staðið með mestum blóma áður fyrr. Að mjnnsta kosti eru mun fleiri mimir þaðan runnir en frá Suðurlandi. Það er þó ekki aðeins að fátt eitt sé af fornminjum þessum til sýnis í safninu, heldur er niðurröðun þeirra þannig hagað að lítið ber á þeim. íslenzku altaristöflunum er komið fyrir innan um danskar töfl- ur, sem runnar eru frá Norður- löndum á 18. og 19. öld og eru lítt hstrænar að yfirbragði. Töflunum virðist raðað eftir aldri og er helzt sem hinar dönsku töflur hafi verið íslenzkum málur- um fyrirmynd í starfi sínu. Engu síður er það augljóst að þeir hafa gert miklu betur og eru íslenzku altaristöflurnar ólíkt listrænni hinum dönsku. Hinar hollenzku töflur með dönsku áletrununum eru gerðar af meðaimennsku, bera fjöldaframleiðslusvip, én hinar ís- lenzku, er greina frá sama efni, fela í sér ástríðukennd og einlægni, sem hefur djúp áhrif á áhorfand- ann. Þær eru sál íslands í mynd- um. Hinn einfaldi stíll þeirra verk- ar að vísu all viðvaningslega og jafnvel hlægilega á okkur Dani, en í dráttum þeirra finnum við sálarstyrk og siðferðiskennd, sem er andsvar hinnar norrænu listar við ítalskri kirkjulist, sem átti sitt blómaskeið fjórum öldum fyr. Litadýrð þeirra er einstök, þær búa yfir sjálfstæðum litrænum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.