Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 4
626 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hrvnjanda, sem túlkar hið magn- þrungna skapferli íslendingsins og skýrir hina háþróuðu nútímalist hans. Ekki er vitað um höfund einnar altaristöflunnar. Form hennar er einfalt og yfirlætislaust, en lita- samsetningin, blátt, rautt og hvítt er í fullu samræmi og vfir henni hvílir meistaraleg ró. Er hún eina taflan sem ekki er getið höfundar að. Hin heilaga kvöldmáltíð er við- fangsefni flestra listamannanna og gætir þar vafalaust áhrifa frá hin- um hollenzku töflum. — Einmitt vegna þess að viðfangsefnið er oft- ast hið sama gefst gott tækifæri til samanburðar á verkunum, hinu mismunandi listbragði þeirra, spennu og frumleik í meðferð lita og forms. Hallgrímur Jónsson er aldurs- forseti listamannanna. Hann er fæddur 1717 og var bóndi á Aust- fjörðum. Stíll hans líkist óafvitandi byzant- iskri list, hinir föstu drættir í bygg- ingu myndarinnar og ríka tilhneig- ing til austurlenzkrar sundurgerð- ar í litavali. Myndin sýnir marg- víslegt skrautverk, perluglitrandi vefnað og brugðnar glitsnúrur. Um höfuð Krists leikur ferhvrndur dýrðarbaugur og eykur það enn á hið sérkennilega form myndarinn- ar, sem líkist mjög suðurevrópsk- um miðaldastíl. En auk þess ber myndin fastmót- uð skapgerðareinkenni, bæði í and- litsmyndunum og þó einkum í hin- um formföstu, skýru dráttum í höndum postulanna og hreyfingum öllum. Pétur situr með páfalyklana krosslagða í skauti sér, niðurlútur, örvæntingarfullur og þjáður af samvizkubiti. Og fremst á mynd- inni til vinstri húkir Júdas með pyngju sína; mikilúðlegur ræningi með augun logandi af ágirnd, skeggjaður og varaþykkur. Litirnir sem listamaðurinn notar eru rautt, blátt, grænt og mógult. Sami listamaður hefur málað aðra altaristöflu, sem var í Þver- árkirkiu í Laxárdai. Sú er mjög haganlega gerð, máluð að meStu í sama lit, hinum leirbrúna pompej- lit. Við nánari athugun sést þó að hinn daufi svinur myndarinnar stafar af því, að hún hefur máðst af sápuþvotti. Hinn vandlætingar- fulli svipur kirkjugestanna full- komnar listaverkið og gefuí því sannan heildarsvip. Jón Hallgrímsson, f. 1739, er son- ur Hallgríms, sem áður var nefnd- ur og var hann og bóndi í Eyafirði. Hin magnþrungnu hughrif stíls hans, lyfting hans og viðkvæmni ásamt djarftækni í litameðferð ber vott um reynslu hans og hæfileika. Mennirnir tveir á forgrunni mynd- arinnar valda henni hrevfingu, svo athyglin dregst að miðju hennar, þar sem Kristur situr, en færist síðan ósjálfrátt lengra og stöðvast á hinum angistarfulla Júdasi. Hann ber fingurna hugsandi upp að vörum sér, ekki til bess að senda fingurkoss, heldur til þess að dylia hina innri baráttu sína og að baki honum sér áhorfandinn pvngiu hans greinilega á mvndinni. Júdas og Kristur eru báðir íklæddir kirt.l- um og lætur listamaðurinn dulda merkinpu felast í beirri litblöndun sinni. Þrátt fvrir að bóndinn virðist hafa lært sín iistmálarahandtök erlendis hefur sú reynsla hans þó ekki svipt hann hinum ríku ís- lenzku þjóðareinkennum hans. — Á sérhverri altaristöflu hans úir og grúir af hreinræktuðum íslending- um, og jafnvel Kristur sjálfur er af norðlenzkri stórlimaðri bænda- ætt. Samblöndun hins íslenzka frumleika í vali fyrirmynda og leikni hins erlenda myndstíls gefa listaverkunum sjaldgæfan og sann- an svip. Annað verka Jóns ber með sér að hann hefur kynnzt mörgu í list sinni. Það er Kristsaga hans, máluð í tólf smámyndum með flórent- insku handbragði. Myndin er mjög hrífandi og gerð af einstakri smekk vísi og er hún vafalaust eftirmynd annars svipaðs verks. Þriðja mál- verkið er að mestu gert í rauðum lit og réttir Kristur þar tveimur fulltrúum safnaðar síns hið blæð- andi hjarta sitt og gjalda þeir líku líkt. Ásmundur Jónsson er ættaður frá Suðurlandi og er hann jafnaldri Jóns. Myndir hans bera af öllum hin- um um snilldarlega litameðferð. Hann var einnig bóndakarl, en áð- ur þekktur undir nafninu Ásmund- ur smiður og þegar það starf hans er haft í huga er enn eftirtektar- verðara að virða fyrir sér hinn persónulega Biblíumálverkastíl hans. Postular Ásmundar eru allir saman smiðir, frá hinum stærsta þeirra til hins minnsta. Þeir sitja þétt saman í hálfboga um kvöld- máltíðarborðið og situr Kristur efstur í miðju. Allir eru þeir og svartskeggjaðir og dimmleitir með glampandi augu. Bygging myndar- innar sýnist viðvaningslega ein- föld, en að baki hennar liggur bó diúp íhugun. Þriðji postulinn frá vinstri og sá fjórði frá hægri horfa beint fram, en hinir einblína allir á Krist. Þeir þrír sem næstir hon- um sitja til beggja handa hafa ým- ist hægri eða vinstri hönd liggj- andi uppi á borðinu, en hinir sex fela hendur sínar undir dúknum, því þær eru svo litlar og vafalaust óhreinar í þokkabót. Fyrir utan hina mismunandi hæðarstöðu höf- uða postulanna bera öll andlitin líkan svip en hin föla ásjóna Júd- asar bendir greinilega til hans og aurapyngja hans er og máluð hér á áberandi stað. Borðbúnaðurinn er allur af íslenzkum uppruna og sjást

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.