Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JTY 629 ARNI OLA: IMafngiftir IMesjamanna SÚ VAR tíðin, að það þótti giftu- merki um öll Norðurlönd, að menn ætti sér kenningarnafn, og að vísu hefir það þá þótt gott að kenning- arnafnið væri fagurt, eftir því sem Þjóðólfur inn hvinverski orkti í Ynglingatali: Það veit eg bezt und bláum himni kenninafn, svo konungur eigi, er Rögnvaldur reiðar stjóri heiðumhár of heitinn er. En góð þóttu kenningarnöfnin, eða viðurnefnin, þrátt fyrir það þótt eigi væri þau til virðingar gef- in. Hrólfur konungur í Hleiðru styggðist ekki af því þótt Vöttur kallaði hann „kraka", heldur kvað hann sér þar gefið kenningarnafn, og þar sem Vöggur hafði ekki xé að gefa honum að naínfesti, þá gaf konungur honum hring og skyldi það jafngilda því, að hann hefði gefið sér nafniesti. Ölver barna- karl var svo kallaður í háði, vegna þess, að hann vildi ekki henda börn á spjótsoddum. Og vel lét Hallfreður sér líka að heita vand- ræðaskáld. Mörg kenningarnöfn gengu í ættir -hér á landi, svo sem „æði- kollur", en önnur urðu að eigin- nöfnum þannig, að er menn létu heita í höíuð ættingja sinna, þá var kenningarriafn þeirra valið. Þannir er t. d. nafnið Grettir. Stundum voru menn kenndir við íöður sinn þannig, að viðurnefnið var notað s. s. Trandilsson, Kugga- son o. s. frv. Þessi nafngiftasiður helzt fram eftir öldum og þarf ekki annað en líta í Sturlungasögu, því af öllum þeim aragrúa manna, sem þar eru nefndir, hefir fjöldinn allur eitt- hvert kenningarnafn. býr í hinum neðstu myrkrum undir djúpanna. Þeir vilja fá að vita hvernig á því stendur að þar eru fiskar með lýsandi blettum og eru til að sjá eins og uppljómuð skip. Þeir vilja fá að vita hvernig á því stendur að þar eru sumir fiskar aðeins með eina týru í sporðinum. Þeir vilja fá að vita hvort líf er í neðstu afgrunnum. Hvaðan koma hinir tröllslegu bútar af kolkrabba- örmum, er sums staðar hefir á íjörur rekið? Halda þessir kol- krabbar til þar sem dýpið er mest og myrkrið megt? Og hvernig stendur á því, að sumir kolkrabb- ar spú ekki bleki, heldur lýsandi blossa? Gera þeir það til þess að blinda fiska, eða hafa þeir ljósið til þess að skýla sér? Já, það eru furðulegir ævintýraheimar í djúpí hafsins, og þar eru ótal verur, sem ekkert mannlegt auga hefir litið. Þegar mönnum hefir tekizt að endurbæta djúpsjávaríör sín, má búast við því að ýmsar ráðgátur hafsins verði leystar. Þessi köfun- aríör F. N. R. S. 3 er áíengi á þeirri leið. Ætti þessi fáu dæmi* að nægja til að sýna, a& það var síður en svo að forfeður vorir ömuðust við kenningarnöfnum, heldur voru þau talin alveg sjálfsögð. Þetta var rótgróinn siður, og sennilega hefir hann í upphafi staðið eitthvað í sambandi við trúarbrögðin, líkt og enn gerist í Austurlöndum, þar sem börnum er gefið kenningar- nafn þeim til öryggis. Það hefir því sennilega komið nokkuð flatt upp á menn, er þeim var með erlendu valdboði bannað að gefa kenningarnöfn, vegna þess að það væri á móti guðs og manna lögum. Sh'kt hefir farið alveg í bág við réttarmeðvitund manna. En þegar hróflað er við réttarhug- myndum, eða höfð alveg hausa- víxl á þannig, að það sem áður þótti velsæmandi, er nú talinn glæpur, þá er hætt við að menn líði tjón á sálu sinni. Og þá er það oft, að annað verra kemur í staðinn, máske af innibyrgðri þrjósku, og því hafi farið þannig hér á landi með þessari nýu „sið- bót". Menn hætta ekki að gefa viðurnefni, en af því að viðurnefn- in eru nú ekki lengur giftumerki, þá snýst svo við, að farið er að gefa þau í niðrunar eða svívirð- ingarskyni. Koma þá upp ýmsar ósiðlegar og illkvitnislegar nafn- giftir, sem komið er á framfæri í laumi, þannig að enginn vill kann- ast við faðernið. Hið erlenda valdboð um þetta efni er að finna í Norsku lögum, og er á þessa leið: Sannprófist nokkur að því, að hann skrifað hafi eður uppdiktaS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.