Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Page 8
630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nokkur Iastmæli. smánarlegar nafn- giftir eður kveðling:, um eða uppá nokkurt erlegt fólk, en vill þó eigi verða bekendur síns r.afns, þá ber honum að missa sína æru og straff- ist í járnum á Brimarholmi sína lífstíð, eður með öðru stórfeldu straffi. En sé soddan gert við yfir- valdið, þá sé sá seki straffaður á sinu lífi. Þetta hafði nú alls ekki þau áhrif að kveða ijiður nafngiftir, og skal hér nú sagt frá tveimur nafn- giftamálum. sem komu fyrir á önd- verðri 18. öld, annað á Álftanesi, hitt á Rosmhvalanesi. í októbermánuði 1704 sendir Paul Bever, fulltrúi Christian Múllers amtmanns á Bessastöðum, kæru til sýslumannsins í Gull- bringusýslu, Jóns Eyólfssonar varalögmanns í Nesi við Seltjörn, og er upphaf kærunnar á þessa leið< „Eftir því eg hefi fornumið að nokkrar persónur hér í Álftanes- hrepp hafa með óviðurkvæmileg- um lastmælum og illyrðum upp- nefnt hans Kgl. Maj. til Danmerk- ur og Noregs etc. etc. Commerce- raad og Amtmann yfir þessu landi, veleðla og velbyrdigan Hr. Christi- an Muller og hans velbyrdigheita þjónustufólk, einnig mig, mína kvinnu og vinnufólk hér á Bessa- stöðum, sömuleiðis heiðvirt og vel- skrifað folk í Garðahreppi og ann- ars staða* á Álftanesi, sem er bæði í móti guðs vilja og Kgl. Maj. allranáðugasta útgefnu lögmáli" — þá krefst hann, til þess að ,.sodd- an ærukrenkjarar mætti verða op- inberaðir og tilbærilega straffaðir, öðrum þvílíkum óguðlegum til við- vörunar“, að stefnt sé fyrir rétt þeim, sem menn telji að sé upp- hafsmenn slíkra nafngifta, en það voru Sveinbjörn Jónsson á Brekku og Sigríður hálfsystir hans til heim ilis á sama bæ, og þeir bræðurnir Sigurður Jónsson vinnumaður hjá Jónj Stefán^syni á Vífilsstöðum og Jón Jónsson bróðir hans, vinnu- maður hjá Jóni Péturssyni lögréttu manni á Hliði. Einnig krefst hann þess að öllu vitnisbæru fólki í sveit- inni sé stefnt til þess að bera vitni í þessu máli og þess krafizt af vitn- unum að þau skýri hreinskilnis- lega og án undandráttar frá öllu því, er þau viti um þessar svívirði- legu nafngiftir og hvernig þær sé uppkomnar, og dragi ekkert und- an. Jón sýslumaður þingaði í máli þessu hinn 13. nóvember og var þar svo margt vitna, að ætla má að flest vitnisbært fólk í sveitinni hafi hlýtt kalli. Er svo byrjað að færa inn í dómabókina öll þau upp- nefni, sem kært er um, en þar sem bókin er nú nokkuð skemmd, vant- ar þ"r í. En það, sem lesa má, er þetta (og er þó sleppt úr tveimur nöfnum, sem ekki eru prenthæf); „Signor Pauls Beyers kærasta .... Hallsdóttir Almenningur, Ar- .....kur, Guðríður Magnúsar .....ur Valgarðsson Háleggur, Há- stígur, Eiríkur Mettudilkur, Mettu- / huúbbur, Mettustubbur, Mettu- slappur, Þorleifiyr Fáviti (eða Fó- viti), prófasturinn Ólafur Péturs- son Garðajagari, Höttur, Hattur og Húfa og hans kærasta (hún hét Margrét Elisabet og var dönsk, hafði komið út með Múller amt- manni; þau voru þá gift fvrir nokkru) Bleikála eður Bleikskjóna, Jón Pétursson lögréttumaður Hrosshvalur, hans kona Hross- hnúta, vinnupiltur þar Árni Ljót- ur Óþveginn, Þorgeirs Jónssonar ektakvinna Útburðamóðir, hans vinnukona Kjósarglenna, Jón Pét- ursson á Bakka Hrossskrokkur, Guðm. Guðfnundsson (hrepp- stjóri) Slaðrari og Hraunaskratti, kvinna Guðlaugs á Breiðaból- stað Skonsa, Jón Ólafsson í Svið- holti Domine, Þorgerður hans móð- ir Búrhrúga, Jón Jónsson þar Búrsnati, kona Sigurðar þar Skita, Smástíg og Grábrók, Ormur á Hvaleyri Dæsir, hans kona Sakra- mentisgúll, kona Odds á Brekku Ketlingamóðir, Jón Gíslason þar Trédreginn, hans móðir ífæra, Þórður vinnupiltur þar Þyrilshaus með þremur hnútum, Einar í Deild Mæniás, hans kona Hafstroka, og Kvapsúng, Sigurður á Hausastöð- um Búrnefur, Jón Þórðarson þar Surtur, Þorsteinn í Haugshúsum Gráskeggur, hans kona Slorhrúga, Brandur Halldórsson Gúlfótur, hans kona Torta, Þorsteinn á Víf- ilsstöðum Vicehöðull, Jón á Sel- skarði Hrossskrokkur, kona Jóns Beinissonar Yrmlingamóðir, Ás- mundur í Hraunsholti Allrabænda- skítur, Jón þar Dorgarmár, Þor- björg þar Naðra, Rustikus Bjarn- ardsson Reddi, kona Árna Rusti- kussonar Porra, kona Jóns Hall- dórssonar ...... Komu og fram við yfirheyrslur fleiri nöfn, svo sem: Strettan, Kattugla, Dálkur og Skarkolari. Eins og sjá má á þessari upp- talningu eru öll nöfnin gefin til háðungar eða niðrunar. Hér var því ekki lítið í húfi fyrir ungmenni þau, er kærð voru fyrir að hafa gefið þessi nöfn og komið þeim á framfæri. Á öllu má sjá, að Paul Beyer hefir verið ofsareiður, því að hann krafðist þess að þau yrði látin sæta hinum þyngstu refsing- um, en það var, eins og áður er sagt, annaðhvort að missa lífið, eða þræla ævilangt í járnum á Brimarhólmi. Sjálfsagt hefir gremja verið í mörgum öðrum, þeir er nafngift höfðu hlotið, en svo er að sjá sem tvær grímur hafi farið að renna á fólkið, er það gerði sér ljóst hvað við lá. Mörg réttarhöld voru haldin í málinu og margir eiðar teknir. Var það fyrst, að þeir Jón Pétursson lögréttumaður og Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.