Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 9
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS .m. 631 látnir vinna eið að því, að þeir hefði heyrt hin bókuðu uppnefni eignuð þessum f jórum unglingum, en kváðust þó ekki vita hvað hæft væri í því. Að sjálfsögðu var það þýðingar- mest frá sjónarmiði Paul Beyers að fá sannað, að unglingarnir hei'ði gefið yfirvöldunum uppnefni, því að það var þyngsta sökin. Var því leitað eftir hjá öllum hinum inn- stefndu vitnum, hvort þau hefði heyrt að þeir Paul Beyer og Christian Múller hefði verið upp- nefndir. En þá varð ekkert ákveð- ið togað út úr vitnunum, „hversu grandvarlega sem eftirgrenslast var". Að vísu þóttust menn hafa heyrt að þeim hefði verið gefin einhver nöfn, en enginn þóttist muna þau. Þá sneri dómarinn sér að því, að rannsaka nafngiftir hinna óæðri manna. Sóru þá tveir menn, að þeir hefði heyrt þá bræðurna Jón og Sigurð nota uppnefnið Strettan og vissu ekki betur en að þeir hefði átt við Jón Ólafsson í Sviðholti. Aðrir tveir unnu eið að því, að þeir hefði heyrt Sigurð Jónsson nota tvö uppnefni. Trédreginn um Jón Gíslason á Brekku og Ljót óþveginn um Árna Einarsson á Hliði. Um hin önnur uppnefni fór svo, að engir tveir menn vildu eið að því vinna, að þeir vissi hvaðan þau væri komin. Þegar hér var komið leizt rétt- inum ekki ráðlegt að gefa þeim Jóni og Sigurði kost á því að leysa sig með eiði undan því að þeir heíði fyrstir notað uppnefnin. En á Sveinbjörn og Sigríði hafði ekk- ert sannast. Þá sóru f jórir menn, að þeir teldi Sveinbirni væri ekki gefandi eið- ur, því að þeir teldi hann frekar sekan en saklausan af nafnagift- unum, og var hann sektaður eitt- hvað smávegis íyrir eiðsfall. Aftur á móti vax Sigríði tildæmdur eið- ur og sór hún „að hún hefði ekki fundið upp, né notað nein upp- nefni í óvirðingarskyni", og sönn- uðu það með henni tvær eiða- konur. Jón Jónsson meðgekk að hann hefði notað uppnefnið Strettan, en ekki fleiri. Þessu nafni hefði hann nefnt nafna sinn, Jón Jónsson bónda, sem þá var dáinn. Fyrir þetta var hann dæmdur sekur 2 mörkum við kóng, en hálfu fuil- rétti, eða \xh mörk við Loít bróð- ur hins látna. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa notað nöfnin Strettan, Tré- dreginn og Ljótur óþveginn. Skyldi hann fyrir nafnið Strettan vera sekur sex mörkum við kóng og löglegan saksóknara, en 1% mörk við Loft Jónsson. „En það upp- nefni Trédreginn, Jóni Gíslasyni tileinkað, sem hann nú sök á gef- ur, sem og Ljótur óþveginn, höld- um vér smærri fjölmæli og dæm- um vér tilnefndan mann, Sigurð Jónsson fyrir brúkun þeirra upp- nefna sekan mörk við kóng fyrir hverja persónu, en Jón Gíslason Vz mörk. En Árni var hér ekki persónulega nálægur, né nokkur hans svaramaður, því virðist oss hann sinnar sektar bíði, þar til lög- lega áírýjar". Sveinbjörn virðist hafa sloppið þannig að ekkert sannaðist á hann. Þannig fór þá um þetta högg, sem svo hátt var reitt, að sakborn- ingar urðu aðeins fyrir lítilfjör- legum sektum. Verður ekki betur séð, en að það hafi verið þegjandi samtök sveitarbúa að kæfa þetta mál með því að bera ekki vitni gegn unglingunum. NAFNGIFTIR Á ROSMHVALANESI Upphaf þessa máls var það, að Kort Jónsson lógréttumaður á Kirkjubóli í Miðneshreppi, stefndi Vigfúsi Jónssyni bónda á Hvals- nesi til þess „að finna stað því er hann hafði sagt undir votta við Kort, að kona hans, Gróa Gísla- dóttir, hefði verið kölluð Hvolpa- móðir". Ennfremur stefndi hann milli 30 og 40 konum og körlum til þess að bera vitni um naína- giftir þær, er upp væri komnar í sveitinni. Var það heimilisfólk á Hrúðurnesi, Stóra Hólmi, Litla Hólmi, Gufuskálum, Miðhúsum, Kirkjubóli, Flangastöðum og Sand- gerði. í annan stað stefndi Vigfús hjón- unum Ásdísi Teitsdóttur og Guð- mundi Pálssyni yngra í Hrúður- nesi, þar sem þau voru talin höf- undar nafngiftanna. Jón Oddsson Hjaltalín sýslu- maður þingaði í þessu máli vorið 1730 að Býarskerjum, og voru þar allir mættir, sem stefnt var. Byrj- aði valdsmaðurinn á því að lesa upp eiðstafinn fyrir þeim öllum og útskýra fyrir þeim þýðingu hans. Síðan voru sex vitni látin vinna eið að því að þau skyldu segja allan sannleíkann og ekkert nema sannleikann. Var það sambýlisfólk hinna ákærðu í Hrúðurnesi, Þórð- ur Guðmundsson og Valgerður Jónsdóttir kona hans, Jón Sigurðs- son, Þórður Jónsson sjómaður undan Eyafjöilum og Jóreiður Ketilsdóttir, og ennfremur Guð- leif Þóroddsdóttir í Sandgerði. Að því búnu voru þessi vitni yfir- heyrð, eitt og eitt, og var fram- burður þeirra á þessa leið: Þórður Guðmundsson sagði að Ásdís Teitsdóttir hefði kaliað konu séra Halldórs Brynjúlí'ssonar á Út- skálum helvíska Brettu og Fettu, stúlkurnar þar Stelpusmokka og drengina Viðrini. Guðrúnu í Sand- hólakoti Sandhólabuddu, Guð- mund Pálsson eldra Lodda. Einnig sagði hann að Ásdís hefði kallað Einar Helgason Dreka og bæði hefði þau hjónin kallað konu Guö- r 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.