Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 12
634 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Helgi Valtýsson: Landið sem gui gðeymdi ^ýtízkia guBinám í Al^ska Borgin Nome í Alaska í MINNUM eldri manna og hugar- llugi hinna yngri mun Alaska ætiö verða sveipaö eins konar æv- intýraljóma. rietir það náð há- marki sínu við lestur sagna Jack London’s og Rex rieach, og — ef til vill ljóða Robert’s bervice ira Norðurslóðum. Verður manni þá sérstaklega minnisstætt guliæöið mikla um aldamotin úr sögum Jack London’Sj laxveiðarnar hjá Rex Beach, gull-ieitar- og ævin- týraþráin, tölrar öræianna og ein- vera sálarinnar í ljóðum Service’s o. m. fL Raunhæfar írásagnir um Alaska eru auðvitað margar og merkar, m. a. hin stórfróðxega og skemmtilega Alaskasaga Lincle Sam’s Attic eftir Mary Lee Davis, sem lengi átti heima þar nyrðra. Það er prýðis bók á alla vegu. En ævintýri gleymast, og reyf- ara-r- fyTnast-, — jafnvel „Soapy Smith“ í Skagway, — og gullæð- ið um þvert Alaska og endilangt, sem hófst þó raunar utan landa- mæra þess, er þorrið og orðið að skipulögðum og rólegum atvinnu- rekstri. Stöku nöfn stinga þó enn upp kolli úr dýpstu hyljum undir- vitundar vorrar og gera oss hverft við í svip: Klondike, Dawson, Skagway, Nome og seinna Fair- banks o. fl. En nú er gullið ekki lengur unnið í kvarnsteinum Fenju og Menju, þar sem þúsundum ein- staklingslífa var varpað á glæ. Og fjöldi hinna sem lífi héldu, sneru heim aftur ríkir af reynslu og raunum, en fátækari á fé og hreysti, en þá er að heiman fóru. Lííinu á Norðurslóðum er ýtar- lega og eftirminnilegast lýst í ljoöum Robert Service. Hann var einn hinna ungu manna, sem gull- þorsti og ævintýraþrá hafði grip- ið sterkum tökum. í æskuljóðum hans þaðan að norðan er urmull ógleymanlegra ljóða frá þessum slóðum, „The Trail of ’98. Flest eru þessara ljóða í þremur fyrstu ljóðasöfnum hans: „Songs of a Sourdough (Seinna nefnt: The spell of the Yukon), Ballade of a Cheechako, Rhymes of a rolling stone. — Kofi Service’ í Dawson, sem haldið er við af mestu um- hyggju og rækt, telst allt að því helgidómur, og þangað flykkjast ferðamenn úr öllum áttum heims. Þar orti hinn ungi Service fjölda sinna fegurstu og ógleymanlegustu ljóða á þeim árum. Nefni aðeins þessi til dæmis: The land God forgot, The spell of Yukon, The heart of the Sourdough, The Parson’s son, The shooting of Dan McGrew, The land of beyond, The cremation of Sam McGee, New Year’s eve, — og dásamlega ljóða- bálkinn Sunshine o. m. fl. — Service var farfugl í eðli og upp- lagi og ferðalangur alla ævi. Hann var í fyrri heimsstyrjöldinni og ferðaðist síðan um lönd og álfur. Á síðari árum hefir hann sezt að í Frakklandi. Hann er Breti, 77 ára að aldri, og ungur enn. Ljóðasöfn hans frá síðari áratugum eru þessi: Rhymes of a Red Cross Man, Ballade of a Bohemian, Bar-Room Ballads. — Service er dáður í öll- um enskumælandi löndum, enda uppáhald ferðalanga og ævintýra- manna!---------- Þótt gull fyndist þegar um 1880 nærri Juneau, sem þá var talin höfuðborg Alaska, var ekki um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.