Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 18
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS betur, ef við hugsuðum til að reyna við þau. Þau sneru öll hausunum í storm- inn, eins og þau gera ævinlega, og var nú úr vöndu að ráða, hvað gera skyldi. Töluðum við nú um það, að við skyldum skjóta báðir í einu, en svo leiðinlega vildi nú til, að úr hvorugri byssunni gekk skotið, og fórum við nú að reyna að bora úr knallpípunni með nál, sem venjulega var höfð með, og þegar það var búið, var okkur orðið óskaplega kalt, og mig kól á fingr- unum í þeirri viðureign. En samt skyldi nú reyna aftur, en allt fór á sömu leið, en nú urðu dýrin okkar vör og tóku til fótanna og hlupu upp á brýr og stefndu inn fyrir Öxarárbuga, en þá sáum við fleiri dýr og kom okkur saman um, að nú skyldum við skilja og átti ég að elta dýrin, sem frá okkur hlupu, en Halldór ætlaði að reyna við hin dýrin, er við sáum seinna. Ég lagði nú af stað og fór geist, til að fá í mig hita, því mér var orðið fjarska kalt og helt ég nú sem leið liggur ihn í Öxarárbuga. En af því að þar var meira skjól, þá fór ég að reyna við byssuna aftur og vandaði ég mig nú, eftir því sem ég gat, þó kalt mér væri á fingrum, og boraði ég nú all illsku- lega með nálinni í knallstútinn og barði niður byssunni. Smám sam- an fóru að hrjóta korn úr knall- stútnum og hugði ég þá komið samband og bætti svo nýu púðri í knallstútinn, en fyllti hann þó ekki alveg, og setti svo knelluna á píp- una, og þóttist nú nokkuð öruggur um árangur. Kom ég nú að hárri öldu eða brekku, en ég sá ekki upp á hana, því brekkan var æðibrött. Ég fór nú að fara fjarska gætilega, því að ég gat búizt við að dýrin væru þar uppi, einhvers staðar, því melaldan var stór um sig. Þegar ég gægðist upp fyrir brúnina, sá ég, að þar voru æðimörg dýr á beit, og voru þarna miklu fleiri dýr en ég átti von á. Þarna þekkti ég þá hornbrotnu kúna, sem ég var búinn að sjá áður, og var hún nú í einna bezta færi fyrir mig eða þaðan sem ég var, og hafði ég nú hraðar hend- ur og miðaði á bóginn á henni og smellti af. En hvað skeði, skotið gekk úr byssunni og sú hornbrotna steinlá, sem ég hafði þó tvisvar áður verið búinn að miða á. Svona er það oftast nær, að enginn veit sína æfina fyr en öll er, og svo fór um aumingja hornbrotu. Veiðin sótt Um veiði þennan dag er nú ekki meira markvert að segja, því að nú varð ég að halda til bæa, bæði íil að hvíla mig og fá mér hressingu, og svo varð ég að hugsa fyrir því að ná í veiðina næsta dag, ef veður leyfði. Það gat verið varhugavert að láta líða langan tíma frá því að veiði gafst og þar til hennar var vitjað. — Um Halldór get ég ekk- ert sagt eða um hans veiði þehnan dag, því að ég sá hann ekki meira eftir að við skildum. Ekki man ég nú samt hvort það viðraði svo næsta dag, að ég gæti sótt veiðina. Sá flutningur fór venjulega fram á þann hátt, að maður dró veiðina á sjálfum sér á lítilli sleðagrind, en í þær ferðir fóru oft tveir menn, sérstaklega þegar langt var að fara eða vond færð. Næstu daga eftir þessa veiðiferð komu talsverðir snjóar og illviðri, en þó var gang- færi ekki mjög slæmt, því það gjörreif af öllum hávöðum og ollu því látlausir stormar af norðri. Eltingaleikur við sært dýr Næsta góðan dag eftir þessi ill- viðri og þessa löngu hvíld, kemur Halldór á Haugum og vill nú fara í nýa veiðiför, og kom okkur sam- an um það, að við skyldum leggja á stað hið allra fyrsta og þá skyldum við fara inn á Múla- öræfi, því þar bjuggumst við helzt við, að dýr myndu vera. Næsta dag lögðum við svo af stað í næsta leiðangur og fórum innfyrir Djúpugilsá og sáum við fljótlega nokkur dýr þar innfrá, sem nefnt er Háurð. Þau voru æði- langt í burtu, þegar við sáum þau fyrst, en það sáum við líka, að þau heldu sig á stórri flatneskju og mundi því enginn leikur að komast að þeim, og þurftum við því að at- huga vel gerðir okkar, svo að væn- legt yrði, og var þá ekki annað að gera en bíða eftir því, að þau hreyfðu sig úr stað og bættu með því aðstöðu okkar á einhvern háít. Þegar fór að líða á daginn, var aðstaðan orðin það breytt, að við töldum reynandi að skjóta á þau, en árangurinn af þeim skotum varð ekki annar en sá, að ein kýr lærbrotnaði, en hún var nú alls ekki á því að gefast upp, þó að hún væri lærbrotin, en samt kom- umst við á milli hennar og hinna dýranna, en það kostaði okkur talsverð hlaup og gátum við eftir talsverðan þvæling rekið hana í rétta átt, það er að segja í stefnu á byggð, og að lokum komum við henni ofan í Skriðdalinn. En ekki var nú sopið kálið, þó að í ausuna væri komið, og setti hún nú upp fjallið hinum megin við Skriðd-al- inn. Fjall það er hún fór upp í nefnist Forviðarfjall og er nokkuð innan við Stefánsstaði og eftir mikil hlaup og mikla mæðu og staut komumst við fyrir hana upp undir hnúkum; þar sneri hún við aftur og tók nú stefnuna ofan fjall- ið og við á eftir og dró nú heldur saman með okkur, því nú hlupum við eins og við gátum, en þá gerði hún sér lítið fyrir og sneri til fjalls- ins aftur og nú urðum við að duga eða drepast, því nú var farið að dimma mikið og mátti því ekki dragast lengi úr þessu að við kæm- umst í skotfæri við hana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.