Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 641 Okkur til happs fór hún nú ekki mjög hratt, hefur sjálfsagt venð farin að mæðast og stirðna, og neð- arlega í brekkunum kom ég skoti á hana og þar fell hún og mátti það ekki seinna vera, því að annars hefði ég ekki séð til að sigta á hana vegna myrkurs. Við vorum nú orðnir dasaðir mjög eftir öll hlaup- in og tókum okkur svolitla hvíld og ræddum.við um það, hve heppn- ir við hefðum verið að tapa henni ekki út í myrkrið. En þá var nú eftir þyngsta þrautin að komast heim, og höfðum við nú hraðar hendur að gera kúna til, og varð það að samkomulagi hjá okkur að skifta kúnni til helminga. Og heim — já, heim komumst við einhvern veginn með kúna dragandi á gadd- inum sleðalausir, uppgefnir og því bæði fegnir hvíld og mat, þegar heim kom. Um hvert leyti við komum heim man ég ekki, en bæði dagur og kvöld var löngu liðið. Oftast nær voru nú þessar veiði- ferðir svona heldur erfiðar, en það gleymdist fljótt, ef eitthvað veidd- ist, enda var langt að fara í kaup- stað, og þar oft lítið að fá og ekki gefið. Ofurlítið innskot Haustið eftir að þetta gerðist, sem þegar er frá sagt, dó móðir mín, og saknaði ég hennar mikið. Fannst mér ég þá vera hálfgerður einstæðingur á heimilinu. Eftir að jarðarför hennar var af staðin og talsvert fráliðið, fór ég að finna Margréti á Geirólfsstöð- um. Hún var kona að mínum og margra annarra dómi skarpvitur og stórfróð, eftir þeirra tíma mæli- kvarða. Margrét þessi var Sigurð- ardóttir frá Mýrum í Skriðdal, og til marks um fróðleik hennar set ég hér sem dæmi, að hún rakti ætt móður minnar til Haraldar Agðakonungs í Noregi og frænda konungs, Haraldar, Vikars, Vatnars og Tjaldar, og var hún þá komin í beinan karllegg í 37 liði. Það kunna víst margir vísuna, sem Sigurður beykir orti um hana. Hún er svona: Hefur bruggað Helga tál harm og mæðu langa, geymir ekki góða sál Geirólfsstaða Manga. Margir hér á Austurlandi kunna þessa vísu, en færri munu þeir vera, sem kunna svarvísuna, og set ég hana því hér líka. En þess skal getið áður, að sögumaður telur, að þessi vísa sé í allan máta óverðug til handa Margréti á Geirólfsstöð- um, og get ég bætt því við frá mér sem þessar línur rita, eftir sögu Jóns, að ég kynntist Margréti dá- lítið árið sem ég var á Egilsstöð- um í Vopnafirði, og var ég einstæð- ingur, en Margrét reyndist mér eins og bezta móðir. Svarvísan er ort af Hallgrími á Stóra-Sandfelli í orðastað Margrétar til Sigurðar beykis. Hún er svona: Kexni og skömmum kámaður kveður skammar bragi Siggi beykir sá hefur sál af versta tagi. Margrét féll ekki í áliti fyrir vísu Sigurðar, því að hún helt sínu góða áliti nábúa sinna og annarra, er hana þekktu. Læt ég svo útrætt um þennan kveðskap. Ég fæ riffil Þegar leið á þennan vetur var farið að hugsa um dýraveiðar og um miðgóu keypti faðir minn kúlu- riffil alveg nýan og var ráðgert að ég færi nú með hann og reyndi hann. Einn morgun í sæmilegu veðri lagði ég af stað. Ég var talsvert upp með mér að hafa nú alveg nýan riffil og hugs- aði ég með mér, að nú dygði ekki annað en að vanda sig og láta sér ekki mistakast. Ég lagði leið mína suður í Víðis- gróf og sá ég þá nokkur dýr koma ofan fjallið og hörfaði ég þá ofan í Öxarárgilið, og var ég nú á gægj- um til að vita, hvað dýrunum liði, og fór afar gætilega. Ég sá þá, að dýrin lögðu leið sína út í dalinn, en veður breyttist þannig, að nú var að koma bleytuhríð. Ég hélt út gilið með gætni og sá ég þá, að á milli mín og stóra hóps- ins voru tvö sérstök dýr, og var annað þeirra fallegasta dýrið, sem þarna var. Og svo einkennilega vildi til, að fallega dýrið var alltaf að nálgast mig, og fannst mér nú að ég mundi ekki fá öllu betra færi en komið var, og lagði ég byssuna á stein, sem var efst á gilbarminum og miðaði lengi og vandlega, og skaut með hálfum huga úr þessu óreynda áhaldi. Skotið hitti í bóg- inn framarlega að mér fannst, enda rölti hún dálítinn spöl og lagðist þar. Nú var úr vöndu að ráða, því að veðrið var orðið svo vont að ekki var viðlit að hlaða byssuna aftur vegna stórrigningar, en ég hafði gleymt hnífnum mínum heima og svo var ekki víst, að dýrið væri helskotið. Ég lagði nú af stað með óhlaðna byssuna og hníflaus, þangað sem dýrið lá, og þegar ég var kominn alveg að því, ætlaði það að reka í mig hornin, en lá samt kyrrt. Nú var ástandið hjá mér heldur bágborið, ég hníf- laus og ekkert skot í byssunni. Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti ég að gera?'Ja — það var nú ekki nema um eitt að velja, og það var að fara heim og sækja föður minn og hníf til þess að ég gæti sigrað dýrið að fullu. Þó ærið væri langt heim, lagði ég af stað og hugði að fara eins geist og geta leyfði, og það gerði ég svikalaust. Þegar heim kom, fór ég að tjá mig út af gleymsku minni, en faðir minn taldi þetta atvik nauðsyn til þess, að menn myndu eftir að gleyma ekki því er væri jafnmikil nauð- syn á dýraveiðum og hnífar væri. Þó ég væri illa til reika af bleytu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.