Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 20
642 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þá fór ég rétt strax af stað aftur með föður mínum og tókum við með okkur sleðagrind, því nú var talsverðu að aka heim, ef við fynd- um særða dýrið, sem reyndar var trúlegt, þar sem það reyndi ekki til dð standa upp þegar ég kom að þvi. Ef tir æðilangan tíma komum við inn eítir og var þá dýrið á sama stað og ég skildi við það og ætlaði það að risa á fætur, þegar faðir minn kom að því, en valt þá á hliðina og var i'aðir minn fljótur að lóga því. Dýrið ætlaði svo sem ekki að gefa sig, því að það ætlaði að berja með framfótunum, en af því valt það á hliðina, að annar framfótur- inn var brotinn. Þessi veiðiför er þá á enda, nema heimförin, hún gekk afleitiega. Við gengum frá dýrinu á grindinni, sem við höfðum komið með og svo blaut sem færðin var, þá var þó veðrið miklu verra og var ég fjarska þreyttur, þegar ég kom heim og enginn blettur þurr á okk- ur, því að hlífðarföt fyrir bleytu voru þá ekki í hvers manns eigu. Tvö dýr skotin sama daginn Næsta morgun var komið bezta veður og lagði ég nú af stað í nýa veiðiför og var nú ekki hníflaus. Ég tók stefnu á svoneínt Forvið- arfjall, innan til, og þaðan helt ég svo suður á Breiðdalsheiði utan til, og bjóst ég nú jafnvel við, að ég myndi kannski sjá einhver dýr. En ég komst samt alla leið suður á Tjarnarásbrún, sem eru landa- merki á milli Skriðdals og Breið- dals. Þegar ég var kominn upp á háhalsinn, iór ég að horfa vei í knngum mig í ailar áttir, því af ásnum er útsyni ágætt. Á endanum helt ég mig sjá 2 dýr liggjandi skammt frá svoneíndum Tjarnar- flötum og þegar ég fór að aðgæta betur allar aðstæður, sá ég, að margar mishæðir voru á milli okk- ar, og fór ég því að reikna út, hvernig bezt væri að komast í skotmál. Ég fór nú að koma mér af stað og þokaðist áfram, þorði ekki annað en að fara gætilega, sérstak- lega þegar ég þurfti að fara yfir hæðir, sem voru á leið minni. Nú hafði ég ekki riffil föður míns, heldur mína eigin haglabyssu, og var hún hlaðin með selahöglum og rennilóðum, sem var nú venjulegt dýraskot, og var það nefnt þver- handarskot, enda var það það líka. Eftir marga króka og miklar bollalengingar, komst ég loksins í skotmál, miðaði og skaut, en það skrítna skeður, að annað dýrið eða það, sem ég skaut á, settist á aftur- endann, en hitt hljóp í burtu. Ég gekk nú þangað, sem dýrið sat, og gat það ekki hreyft sig. Ég tók svo með hálfum huga í horn þess, og þá valt það á hliðina og gat ekki hreyft sig, og skar ég það tafar- laust. Máttleysi dýrsins stafaði af því, að skotið hafði farið í gegnum mænuna. En vegna þess, að staður- inn, sem ég skaut dýrið á, var rétt við alfaraveg, sem liggur yfir Breiðdalsheiði, reyndi ég að fjar- lægja það skotstaðinn, og gerði ég það vegna þess, að ég vildi ekki að ferðamenn, sem færu um heiðina, væru að hnýsast í þetta happ mitt. Þegar ég hafði gengið frá dýrinu eins og ég vildi hafa það, hlóð ég byssu mína aftur með venjulegu dýraskoti, og fór ég svo á hnotskóg aftur, og fór ég nú heldur hærra í fjallið eða í norðurátt í stefnu á Skriðdal. Þegar ég hafði gengið æðilengi spruttu upp undan mér æðimörg dýr, og var ég fljótur að miða og skjóta, þó að þau væru öll á hlaupum. Fell eitt eftir smá- sprett og er það eina dýrið er ég hef skotið á hlaupum. En hin dýrin hurfu mér út íjallið. Ég fór svo að flá þetta dýr, og sá ég þá, að rennilóðin lágu út við skinn, þeim megin er frá mér sneri, og höfðu farið í gegnum hrygginn, og var þá ekki að furða, þó að dýrið lægi fyrir skotinu. Það gekk ekki stríðslaust að koma þessu dýri suður á Tjarnar- ásinn, þangað sem hitt dýrið var, en einhvern veginn kom ég því samt, og var ég ánægður og lagði af stað heim, er ég hafði hvílt mig dálítið. Daginn eftir fórum við svo af stað og fluttum veiðina heim, og þótti íólki mínu og öðrum þetta sóma frammistaða hjá mér. Samkvæmt framansögðu verð ég að taka það fram, að þessi byssa mín sýndi mjög glóggt, hvað mátti bjóða henni, bæði hvað vegarlengd og skotmeðferð áhrærir, því vegar- lengd þessa seinna skotmáls var sem næst 45 faðmar, og þó talið sé í frásögn „Á hreindýraslóðum", að ég hafi jafnvel skriðið til að komast í færi, hafi verið að líkind- um af því, að ég hafi haft slæma byssu, þá er það fjarstæða ein, enda gerðu það fleisi en ég að skríða á skotmál. Sömuleiðis er það gefið í skyn í sömu bók, að ég muni ekki hafa náð tveim dýrum í einu skoti, en ég vil leyfa mér að benda á söguna um það atriði, þegar þar að kemur. Gott búsílag Þessar hreindýraveiðiferðir, eins og reyndar allar veiðií'erðir, voru miklum erfiðleikum bundnar, en samt var þetta dýrakjöt gott búsí- lag, sérstaklega fyrir mannmörg heimili og fátæk. Auðvitað voru dýrin dálítið misjöín að vænleik. Flest munu þau hafa verið um 75 til 80 pund að þyngd, kjötið, en ef maouf var svo heppinn að fá tarfa, sem var reyndar sjaldgæfara, þá var það alltaf meira kjöt, oftast nær um og yíir 100 pund kjöts. Vegið aö ósjálfbjarga kálfi Ejnu sinni vorum við þrír staddir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.