Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1953, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 661 faxa í leyfisleysi. — Við Elías held- um svo vestur eftir frá selinu, en Jón Þorsteinsson fór aftur eitthvað innar yfir öræfin, svo að við urð- um bara tveir samferða. Þegar við Elías höfðum farið nokkuð langan veg, spruttu upp undan okkur tveir hreindýrakálfar. Ég spurði Elías hvort við ættum að skjóta, en hann gaf lítið út á það, annað en það að þeir væru nú reyndar fjarska smáir. Kálfarnir voru hálf reikulir fyrst eftir að þeir stóðu upp og var alveg eins og þeir vissu ekki, hvað þeir ættu að gera af sér, en svo virtust þeir alveg vissir um að sjálfsagt væri að hlaupa pg það gerðu þeir svikalaust, litlu skinnin. Við Elías fórum nú þangað sem hestarnir voru og heldum þaðan til kofans, og sagði Elías við mig, að það væri vonlaust að fiima dýrin, úr því að þau væru ófundin ennþá og' vildi hann ekki missa annan dag frá heyskapnum og ákvað því að tína saman dótið og búa upp á hestana, hirða kjötið út frá og halda því næst heim, þó áliðið væri og var það gert með eins hröðum hand- tökum og við áttum til. Nú var Jón kominn og hafði ekkert séð, og sagði hann ekkert við ákvörðun Elíasar. Lögðum við svo af stað og lent- um í svarta myrkri út öræfin, en það gerði okkur ekkert til, því báð- ir samferðamenn mínir voru svo þaulkunnugir, að þeir voru hár- vissir að rata heim. En heim kom- um við ekki fyr en undir morgun, enda var hvergi hægt að fara hart, vegna vegleysu þegar út kom, og svo var fullur burður á öllum hest- unum eða um 200 pund, því að dýrin voru væn og mun kjötið hafa verið um 150 pund af hverju dýri, og svo var bæði húðin og hausinn, svo að þetta lætur mjog nærri. Þessi veióferð var reyndar ekki afleit, en þo held eg að við höf- um búizt við, að hún yrði betri en raun bar vitni að leiðarlokum. Ekki man ég nú, hvernig veið- inni var skift, en um þá báða fé- laga mína má það segja, að þeir voru ekki sérdrægir í þessum skift- um, enda átti Elías það ekki til, og reyndar Jón ekki heldur. Jón þessi Þorsteinsson fór til Ameriku nokkru síðar. Honum vildi ekki lánast búskapurinn þarna inni á heiðinni og er hann því hér með úr sögumii. Meira. SAGT UPP VIST Hjónunum líkaði hverjum dcgi bet- ur við vinnukonuna og gátu ekki dáðst nógsamlcga af því hvað þau hefði verið heppin að fá hana. Það kom því eins og reiðarslag yfir þau, er hún sagði upp vistinni. Þau buðu henni hærra kaup, styttri vinnutíma, cn ekkcrt dugði. Seinast skýrði stúlk- an húsmóður sinni frá þvi grátandi, að hún hcfði komizt i kynni við ungan mann og ætti nú von á barni, en pilt- urinn væri horfinn. Hjónin buðust þá til þess að ganga barninu í forcldra stað, ef hún vildi vera kyr í vistinni. Tók stúlkan því boði með fögnuði. Árið eftir sagði hún vistinni upp aftur. Hún hafði kynnst öðrum ung- um manni og var ólétt, en. pilturinn horfinn. Hjónin buðust líka til þess að taka að sér þetta barn, ef hún vildi vera kyrr. Og svo var hún áfram í vistinni. Leið svo nokkur tími, en þá sagði hún upp vistinni í þriðja sinn. — Það getur þó ekki verið að þú hafir komizt í tæri við þriðja pilt- inn — svona í'ljótt, sagði húsmóðir hennar. . — Nei, en allt er orðið breytt. Þegar ég réðist hingað fyrst, þurfti ég ekki um annað að hugsa en ykkur tvö, en nú hefir fjölskyldan stækkað svo að ég kemst ekki yfir það sem ég hef að gera. Á SÍÐASTA SUMARDAG 1953 Þér ég otal þakkir tel, þúsund rósir baratu, fagra sumar, farðu vel, flestum betra varstu. Margrét Joösdottfr. Molar HJÓN í Ameríku urðu saupsátt, og svo ruku þau bæði að heiman, sitt í hvor- um bíl og sitt í hvora áttina. Rétt á eftir snerist báðum hugur og þau sneru við og úr því varð harður árekstur. Þau voru bæði kærð fyrir ógætilegan akstur. — — Erlendum sendimanni var sýnt mál- verkasafnið í Moskvu. Hann stað- næmdist fyrir framan tvær manna- rnyndir, sem hengu þar hlið við hlið. — Hvír er þetta? spurði hann og benti á aðra myndina. — Vitið þér það ekki? spurði hinn rússneski leiðsögumaður alveg forviða. Þetta er Gorochov, hinn mikli hugvits- maður, sem uppgötvaði gufuvélina, eimvagninn, útvarpið, flugvélina.... — En hver er hinn? — Það er Mandschukowski. — Og hvað vann hann sér til ágætis? — Hann uppgötvaði Gorochov. — 5eL — Hún var ung ekkja, og eina nótt brauzt ungur og laglegur innbrotsþjóf- ur inn til hermar. Hún fórnaði hönd- um. — Vertu óhrædd, ég ætla ekki að gera þér neitt, sagði innbrotsþjófur- inn, ég vil aðeins fá peningana þína. — Æ, allir eruð þið karlmennirnir eins, andvarpaði hún. leiðrettingar í grein Carsten Nielsen í seinustu Lesbók er ranglega farið með nafn eins málarans. Hann er kallaður Ás- mundur, en hét Ámundi. Hann var fæddur 1738 og voru foreldrar hans Jón Gunnlaugsson, ættaður af Aust- fjörðum, og kona hans Þuríður Ólafs- dóttir. Bjuggu þau fyrst í Vatnsdal i Fljótshlíð, en síðan að Steinum undir Eyafjöllum. Steingrimur biskup Jóns- son segir um Ámunda, að hann hafi verið „snilldarmaður, vel að sér um flesta hluti, silfursmiður sæniilegur og málari góður“. (Sjá ennfremur grein um hann í Lesbók 6. apríl 1941 eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur). Þá var af misgáningi í seinasta blaði Le&boka.r sagt að Matthías hefði þýtt kvæðið Kafgrann eftir Schiller, en það gerði Steiíigrimur Tiiorsteutóson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.