Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 1
Mh 45. tbl. oqputljfatoiftö Sunnudagur 15. nóvember XXVIII. árg. Gísli stríðsmaður Einii af drengjum Jörundar Skóngs GÍSLI hét maður Guðmundsson frá Kýrholti í Skagafjarðarsýsiu. Hann var af ætt Hrólfs sterka, mikill maður vexti og sterkur, en þó lítt til stórræða fallinn. Um aldamótin 1800 fór Gísli suð- ur til sjóróðra, en í Reykjavik komst hann í slæman félagsskap og lenti í innbrotsþjófnaði ásamt tveimur mönnum öðrum. Grófu þeir sig inn í búð Tofte kaupmanns í Aðalstræti og stálu þaðan til nær 300 dala í tóbaki, klútum og klæð- um, segir Gísli Konráðsson. Tofte þessi var upphaflega skip- herra, en hann keypti eitt af hús- um innréttinganna 1791. Var það hús næst fyrir norðan gömlu biskupsstofuna (verslun Silla og Valda). Voru þeir svo þrír í félagi um að stofna þarna verslun. Fé- lagar hans voru þeir Sigvardt Holm, danskur verslunarmaður og Þorkell Bergmann. HÖfðu þeir þar fyrir sig verslunarstjóra, Jens Sev- erin Tofte, bróður skipstjórans. — (Hann gerðist síðar veitingamaður og flosnaði upp). Svo er að sjá, sem félagsskapur þeirra hafi ekki orðið langvinnur og Þorkell hafi aaa smaaqxana Jörundur á dansleik í klúbbnum í Reykjavík (Sjálfsmynd) farið að versla fyrir sjálfan sig í sama húsinu, því að á uppdrætti þeirra Aanum og Olsens af Reykja- vík, er þetta hús, sem nú er Aðal- stræti 8, kallað „Tofte og Berg- manns Kramboder". Sést á því að búðirnar hafa verið tvær, enda er vitað að Þorkell hafði hér eigin verslun. Það komst fljótlega upp hverjir voru valdir að innbrotinu í búð Tofte. Náðust tveir þeirra, en Gísli komst undan á hlaupi. Linnti hann ekki sprettinum fyr en hann kom á Langeyri í Hafnarfirði. Þá versl- aði þar kaupmaður sá, er Dyrekjær hét. Hann hafði fyrst fengið inni í íbúðarhúsi kóngsverslunarinnar þar, þegar hún var lögð niður og bjó þar sem leigjandi fram til 1792.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.