Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 665 Ströndum. Hann hafði hilmað yfir kindarstuld með Sesselju konu sinni. Fóru þau síðan bæði í hegn- ingarhúsið og var Sesselja upp frá því kölluð Sesselja tugta. Jónas var röskur maður. 9. Gísli Einarsson ættaður af Akranesi. Hann hafði misst föður sinn í æsku. Segir Gísli Konráðs- son að hann hafi verið „vel viti borinn, ungur maður, hvatlegur og sundurgerðargjarn“. 10. Jón stúdent Guðmundsson frá Skildinganesi. Faðir hans var merkismaður og bjó seinast að Lágafelli og dó þar 1826. Meðal bræðra Jóns var Otti sýslumaður í Snæfellssýslu, er kallaði sig Eff- ersöe og er þaðan komin Effersö- ættin í Færeyum. Jón hafði verið sveinn ísleifs Einarssonar yfirdóm- ara á Brekku, og Trampe greifa, og var því kallaður Jón greifi. — Honum var illa við þá ísleif og Trampe og kom það fram meðan Jörundur réði hér ríki. Jóni er svo lýst að hann hafi verið „snarvitur og vel að sér, en kviklyndur heldur og fjörmikill“. ----o---- Þeir Jörundarmenn voru fyrst kallaðir soldátar, en síðan varð- menn. Hefur verið þrálátur sá orð- rómur, að Jörundur hafi sótt flesta þeirra í hegningarhúsið og gefið þeim frelsi. En fyrir því er engin hæfa. í hegningarhúsinu voru að- eins fjórir. fangar þegar Jörundur kom hingað og voru þessir: Sigfús Jónsson, ættaður úr Þingeyarsýslu, hafði verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir sauðaþjófnað; hann fær þann vitnisburð í hegningarhúsinu að hann sé „trúr, reglusamur og hlýðinn“. Annar var Jón Jónsson frá Arakoti í Árnessýslu, „reglu- samur, en þjófgefinn og þvermóð- ugur“; hann hafði verið dæmdur í 3V2 árs fangelsi fyrir flakk. Þriðji var Hákon Hákonarson úr Skaga- firði, dæmdur fyrir sauðaþjófnað, „þjófgefinn og þvermóðugur“. — Fjórði fanginn var Þuríður Niku- lásdóttir, er hafði hlotið viðbótar- hegningu fyrir að vera í þjófnaðar vitorði með Birni Gíslasyni fanga. (Sjá Lesbók 1936: Kaflar úr sögu hegningarhússins). — Jörundur sleppti að vísu þremur föngunum, en Jóni frá Arakoti vildi hann ekki sleppa. Og eins og á þessu má sjá, gekk enginn þeirra í lífvörð hans. Jörundur hefur haft sið annarra kónga er hann valdi sér lífvörð, að kjósa menn að afli og álitum. Má sjá það á lýsingunni hér að framan, að þetta hafa verið hinir gjörfuleg- ustu menn, og koma manni ósjálf- rátt í hug lýsingar á fornköppum, eins og Hálfsrekkum, köppum Hrólfs kraka eða köppunum á Orminum langa. En sitt er hvað gæfa og gjörfuleiki og voru þetta litlir gæfumenn, og höfðu flestir komizt í eitthvert klandur. Jörundur fekk þessum mönnum sínum bústað í hegningarhúsinu. Hann fekk þeim einkennisbúinga, bláar treyur og korða og reiðkápur til ferðalaga. Skyldi hver þeirra hafa 60 dali í laun á ári og auk þess fæði ókeypis. Þóttu það vild- arkjör. Hann keypti og handa þeim hesta, og lét stýfa af þeim hálfan stertinn að enskum sið. Þóttust her- mennirnir þá menn með mönnum, er þeir voru komnir á hestbak, ein- kennisklæddir og vopnaðir, enda er sagt að þeir hafi farið ófriðlega og „riðið yfir tún og bæi“. Savignac átti að kenna þeim vopnaburð. — Hann var „mikill maður og sterk- ur“ og settist að í hegningarhúsinu hjá þeim. En Malmkvist beykir var gerður að 1. lautinant og skyldi hafa yíirumsjón í víginu (Batterí- inu). Gísli Guðmundsson hefur sjálf- sagt verið talinn vel hlutgengur meðal þessara manna sakir vaxtar og afls. En sagt er að hann hafi verið þeirra hóglátastur, og er hon- um það til virðingar. Annars fara litlar sögur af framgöngu hans. — Hann var með í atförinni að Isleifi yfirdómara að Brekku á Álftanesi, en þar höfðu þeir sig mest í frammi Jón greifi og Dagur. Gísli var einnig með í norðurför Jörundar og er sagt að hann og Sveinn hafi latt allra stórræða í Viðvík á heimili Jóns Espholins, því að þeir hafi verið þar kunn- ugir. Ennfremur segir sagan, að þá er þeir mættu Esphólin á Mæli- fellsdal á suðurleið, og Jörundur vissi ekki hver maðurinn var, þá hafi þeir Sveinn og Gísli varað hann við að bekkjast til við hann. Annars fór stríðsmönnum Jör- undar lítt hermannlega í þessari norðurför. Þegar þeir komu á Ak- ureyri „voru þar 60 menn fyrir, því þeir voru í síldveiði. Jörundur lét menn sína sitja á hestum í mann- þrönginni á meðan hann gekk inn til Hemmerts kaupmanns. Þeir höfðu hlaðnar pístólur en skulfu á meðan af hræðslu. En er Jörgensen hafði kvatt, bauð hann mönnum sínum að skjóta úr pístólunum út á fjörðinn. Þeim gekk það ækki greitt, því að þeir voru stirðhendir af hræðslu“. En þar sem þeir þorðu til létu þeir dólgslega, og voru þar ekki líkir fornköppunum. ----o---- Það fór að styttast í valdatíma Jörundar eftir að suður kom. Al- exander Jones kom og svifti hann völdum. Lét Jones því næst brjóta niður vígið, en meðan því fór fram voru menn Jörundar í felum, „en sjálfur var hann að ríða út um nes sem í óráði“. Jörundur fór svo utan á „Orion“ og segir Espholin að Sveinn og Dagur hafi fylgt honum og fleiri hans menn. Séra Gunnar Gunnars- son í Laufási, sem þá var skrifari hjá Geir biskupi, segir að allir menn Jörundar hafi farið út sem hásetar á skipinu. En það er eklú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.