Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 9
• LESBÓK MORGUNBLAÐSINS /*■ — 671 Þetta gerbizt í október ALÞINGI kom saman hinn 1. okt. Hófst setning þess með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni og prédikaði Bjarni Jónsson vigslubiskup. Siðan ávarpaði forseti íslands þingheim og lýsti þingið sett. Forseti samein- aðs þings var kosinn Jörundur Brynjólfsson, forseti neðri deildar Sigurður Bjarnason og forseti efri deildar Gísli Jónsson. Biskupinn yfir íslandi, herra Sig- urgeir Sigurðsson, varð bráð- kvaddur að heimili sínu í Reykja- vik hinn 13. Varð hann öllum lands- lýð harmdauði. Útför hans fór fram með mikilli viðhöfn hinn 21. og gengu 100 hempuklæddir prestar á undan líkfylgdinni frá heimili biskups til kirkju. VEÐRÁTTA var mjög hverflynd í þessum mán- uði, umhleypingar, úrkomur og gæfta- leysi. Um miðjan mánuð gerði stór- hríð með mikilli fannkomu vestra og nyrðra. Fé var enn úti og fennti það mjög víða. Er talið að um 1000 fjár hafi fent í Suður Þingeyarsýslu og þar af hafi nær helmingur drepizt. Vegir urðu þá ófærir um nokkurn tíma, en fljótt brá til hlýinda og rign- inga og tók snjóinn fljótt upp í byggð. Um mánaðamót var enn auð jörð í það hurfu englarnir, en Svarti- dauði kom þar aldrei. Bóndi færði. hinni heilögu Maríu lof og þakk- argerð fyrir dásemdarverk hennar. Þessi bær heitir síðan Skinþúfa. — Þjóðsagan heíir auðvitað komið upp sem tilraun að skýra þetta iallega naín og það varð á þann hátt, að heilög guðsmóðir heldi sérstakri verndarhendi sinni yfir staðnum. Árið 1916 var þetta nafn ícllt niður með leyfi stjórnarráðsins og jörðin skírð Vallanes. Er það í sjálfu sér gott og gilt naín, en er þó svipur hjá sjón, ef það er borið saman við hitt naínið. lágsveitum og hvergi korninn þeli í jörð. AFLABRÖGÐ Nokkur síldveiði var fyrst í mán- uðinum, en nýttist illa vegna ógæfta og voru bátar yfirleitt hættir veiðum um miðjan mánuð. Þá var farið að róa með línu og varð afli sæmilegur og stundum ágætur þegar á leið mán- uðinn og einnig á handfæri. — Tíu bátar frá Akranesi fóru vestur á Arn- arfjörð til smokkfiskveiða. Var sá afli frystur til beitu. — Afli á togara mátti heita sæmilegur og barst tals- vert af karfa hér á land í mánuðin- um. Einkum öfluðu þeir togarar vel, sem fóru á karfamið vestur við Græn- land. — Allmargir togarar veiddu í ís og voru farnar margar söluferðir til Þýzkalands og fengu sum skipin þar afbragðs markað, frá 350 þús. kr. —550 þús. kr. Ingólfur Arnarson, togari Reykja- vikurbæar, rauf löndunarbann brezku útgerðarmannanna. Sigldi hann til Grimsby og afhenti Daw- son þar farm sinn, án þess að til nokkurra óeirða kæmi. Nokkuð af fiskinum sendi Dawson samstundis með bilum til London og seldi hann þar samdægurs, en slíkt hefir ekki skeð fyr. UMFERÐARSLYS hafa aldrei orðið jafn tíð eins og það sem af er þessu ári, enda hefir það farið í vöxt að ökumenn sé ölvað- ir við stýrið (6.) í þessum mánuði Sigurgeir Sigurðsson biskup urðu og mörg hörmuleg umferðar- slys. Bifreiðaárekstur varð í Reykjavík og slösuðust 5 menn (2.) Fólksbíll fór út af veginum hjá Vatnsleysu. Tvær stúlkur slösuðust (3.) Lítil telpa varð fyrir bíl í Reykja- vík og lærbrotnaði (3.) Júlíana Ólöf Árnadóttir, gift kona í Hafnarfirði, varð fyrir bíl á Hafnar- fjarðarveginum og beið bana (6.) Ölvaður piltur tók í óleyfi stjórn á Skipstjórinn á Ingólfi Arnarsyni og Dawson ræðast við t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.