Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 673 Nn orkuRtöðin h.iá I axárfossum, sem tók til starfa 10. okt. Forsætisráðherra vígði stöðina. 21. Guðrún Anna Eggertsdóttir frá Grundarfirði. 22. Haraldur L. Blöndal, Reykjavik. 23. Ásmundur P. Jóhannsson, Winni- peg. 28. Magnús Einarsson, netjagerðar- maður, Reykjavík. 29. Jóhanna Símonardóttir, húsfrú, Hafnarfirði. 29. Frú Steinunn Berndsen, Skaga- strönd. 30. Kristján Eggertsson fyr bóndi að Dalsmynni, Reykjavík. FRAMKVÆMDIR Húsvíkingar eru að gera áætlun um hitaveitu sunnan úr Reykjahverfi og saltvinnslu i sambandi við það fyrir- tæki (1.) Hafnarfjarðarbær keypti togarann Elliðaey frá Vestmanneyum og var honum gefið nýtt nafn og heitir nú Ágúst (4.) Fiskimjölsverksmiðjan Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði hefir fengið vélar — hin- ar fyrstu hér á landi — til að vinna hagnýt efni úr fisksoði, sem annars fer til spillis í fiskmjölsverksmiðj- um (6.) Rafmagnsstöðin nýa hjá Laxfossum, tók til starfa (10.) Hafin var bygging hins nýa Mennta- skólahúss í Reykjavík (10.) Risgjöld nýa sjúkrahússins á Blönduósi (13.) Nýa Sogsvirkjunin, írafosstöðin, mesta raforkuver á íslandi, var vígð og tók til starfa. Forseti íslands opnaði stöðina með því að styðja á lítinn hnapp. Orka stöðvarinnar er 21.000 kilow. og mun það duga næstu fjögur árin, en þá á ný stöð að vera komin þar upp og Sogið fullvirkjað (16.) í Hafnarfirði var vígt Hjúkrunar- heimilið Sólvangur (27.) Stærsti hellir í Ódáðahrauni, sem menn vita um, var grafinn upp. Þar höfðu leitarmenn fyrrum náttból, en langt er siðan að sandi hafði skeflt fyrir hellismunnann (22.) Hraðfrystihús Síldarverksmiðjanna í Siglufirði tók til starfa. Hefir það bæði mikið húsrými og vélakost (28.) Tungufoss, hið nýa skip Eimskipa- félagsins, fór í reynsluför og var síðan afhent félaginu (30.) Byrjað á kirkjubyggingu á Hofs- ósi (31.) SÝNINGAR Sýning var haldin á íslenzkum bók- um í konunglega bókasafninu í Stokk- hólmi (7.) Nýa myndlistarfélagið efndi til mál- verkasýningar í Reykjavík og voru þar verk eftir Ásgrim Jónsson, Jón Stefánsson, Svein Þórarinsson og Karen konu hans, Jóhann Briem og Jón Þorleifsson (10.) Sigurður Sigurðsson listmálari opn- aði sýningu í Reykjavík (27.) FJÁRMÁL Greiðslujöfnuður ríkissjóðs var hag- stæður um 7,3 milljónir króna árið sem leið (13.) Framfærsluvísitala var 157 stig (13.) Verslunarjöfnuður var óhagstæður um rúmar 230 milljónir króna í sept- emberlok, og er það svipað og í fyrra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.