Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 14
676 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Karlmenn vinna að slátrun grísa áður en veizlan hefst hlaðnir alis konar birgðum. Það er fljótgert að kynnast öll- um evaskeggjum. Þeir eru ekki nema 500 og flestir þeirra eiga heima á ey, sem er ekki stærri en svo, að hægt er að ganga hringinn í kring um hana á fimm mínútum. Nokkrir eiga heima á tveimur næstu evum og er skammt á milli og má ganga eftir kóralrifinu milli þeirrr. þegar lágsjávað er. Evaskeggjar eru ólíkir öðrum Su^urhafsevabúum í því, að þeir þjappast saman á þessum þremur eyum, en sækja mest af fæðu sinni í útevar. Þar eru aðallega ávaxta- tré beirra. Til þess að hagnýta sér útevarn- ar, á hver f jölskylda hnt, og á þess- um bátum stunda menn einnig veiðar í lóninu. Mér varð starsýnt á stúlkurnar við matreiðsluna. Sumar voru að ná kjarnanum úr kókoshnetum, blönduðu hann með vatni og gerðu úr honum „krem“. Aðrar voru að flysja og hreinsa puraka rætur. Enn aðrar voru að matreiða brauð- aldin. Þær flysjuðu hýðið af, skáru svo rauf í aldinið, bitu í og rifu legginn innan úr. — Síðan fylltu þær holuna með kókoshnot- ar „kremi“, vöfðu þetta vandlega innan í græn blöð og svo var það tilbúið að steikjast í ofninum. Ég sá að þær fóru eins með margs konar aðra fæðu, en sumt settu þær í hnetuskeljar, sem þær nota á sama hátt og vestrænar konur nota skaftpotta. En vestrænum konum, sem eru vanar alls konar þægindum í eld- húsi, skínandi pottum og glerílát- um, hrærivélum og rafmagnsofn- um, mundi þykja furðulegt hvað matreiðslan er einföld hjá konun- um þarna. í staðinn fyrir rafmagns ofn nota konurnar ofn, sem þær búa til sjálfar. Þær grafa gryfju í jörðina, fylla hana af eldsneyti og kveikja í. Ofan á eldinn eru svo lagðir kórallasteinar og þegar þeir eru orðnir hæfilega heitir, þá er matnum raðað þar á og síðan er þakið yfir með grænum blöðum, blaðfléttum, og seinast með sandi. Nokkrum klukkustundum síðar er allt tekið upp úr gryfjunni og þá er maturinn steiktur eða soðinn. Til eru nokkrir pottar, sem þær nota til þess að sjóða í og hafa þá útihlóðir, en aðallega fer matreiðsl- an fram á þann hátt sem nú var sagt frá. Og ílát þeirra eru flest úr tré, eða það eru þá hnetuskálar eða skeljar. Það er langt frá því að ég gæti gert mér grein fyrir hvernig hinar ýmsu fæðutegundir voru mat- reiddar, því að konurnar á Kap- ingamarangi geta gert 22 mismun- andi rétti úr brauðaldinum, kókos- hnetum og puraka. Einn rétturinn, búinn til úr taro soðnu í kókos- olíu, fannst mér sérstaklega ljúf- fengur. En það var fleira matreitt en ávextir. Svínum og alifuglum var slátrað, og fiskar og hrísgrjón voru soðin í pottum. Undir kvöld komu margir bátar frá hinum eyunum, hlaðnir af veizlumat. Var það alt borið til hússins þar sem veizlan átti að vera. Meðan á þessu stóð var fólkið í hversdagsklæðum sínum, stúlkur með mittisskýlu eða í stuttpilsi, og karlmenn með lendaskýlu eða í buxum. En er undirbúningnum var lokið, þustu alhr að lindinni til að þvo sér eða fengu sér bað í sjón- um. Skömmu síðar kom þetta fólk svo í sparifötum sínum. Stúlkurn- ar voru í morgunkjólum eða síð- sloppum, karlmenn í buxum og skyrtu og sumir jafnvel með háls- knýti. Einni stundu fyrir sólarlag höfðu allir safnazt saman þar sem hjóna- vígslan átti að fara fram. Og þá komst ég fyrst að því, að brúð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.