Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 679 eru mér sammála um þetta atriði. Það varð svo að samkomulagi á milli okkar, að við skyldum ekki skilja, heldur ganga báðir saman, því það væru svo sterkar líkur fyrir því, að við myndum finna dýr á þessum slóðum og þá væri meiri líkur fvrir meiri veiði, ef við vær- um saman, og nú stefndum við vestur á svonefndanGrrmtarflóa.— Hann er norðan við Nálhúshnúka, sem svo eru nefndir, og eru þeir norðan við Snæfell. Svo voru hnúkar þessir nefndir, þegar ég var heima á Iíafursá. Þegar við höfðum gengið æðilangan veg, sá Elías dýr og þótti mér slæmt, að ég skyldi ekki sjá það fyrst, af því að ég var talinn hafa góða sjón á þeim árum. En það fór nú svona, að Elías varð mér hlutskarpari þarna eins og reyndar æfinlega. Sex skot — og ekkert hæfir. Nú var veður að breytast og leit út fyrir éljaveður með kvöldinu, ef það var þá ekki annað verra, og stóð vindur af Snæfelli. Þegar við komum nær dýrunum, sáum við að þetta voru tólf dýr, og voru það allt kollóttir tarfar, og var það dálítið skrítið frá okkur séð. Þarna voru þeir á beit á stórri sléttu. — Þegar við heldum að skotmál væri orðið sæmilegt, skut- um við báðir í einu, en fengum ekki neitt, og þarna skutum við sex skotum hvor, og ekki svo mikið sem særðum nokkurt dýr, og var þetta stórundarlegt, að okkur fannst, sérstaklega með hann Elías, sem aldrei missti skot. En vegna þess, að við gátum ekki lagt byss- urnar á og urðum að sigta frí- hendis, en stormurinn orðinn ansi mikill, þá kenndum við því um, hvað óheppnir við vorum. Tarf- arnir brokkuðu svo út öræfin, og sáum við þá ekki meir. Þá sagði Elías með hægð: „Jæja, Jón minn, svona fór þá þetta. Samt er nú ekki víst, að krummi hafi verið að skrökva að okkur, og skul- um við nú leggja leið okkar inn að Sauðahnúkum, því að þar er skjól og talsverð jörð, og þar hljót- um við að finna einhver dýr, eða heldurðu það ekki, Jón minn?“ Nóg um veiSidýr. Þegar við erum skammt komnir, verður mér litið ofan á mig og sá ég þá, á að gizka lófastóran blóð- blett á vinstra lærinu rétt ofan við hnéð„ og undraðist ég það stórum, og segi Elíasi þetta, og segir Elías þá, að þetta muni vera veiði fvrir- boði, og bætir svo við: — „Nei, krummi grevið er nú ekki svo vit- laus, þó að hann sé nú prakkari í aðra röndina." Þegar við höfðum farið æðispöl, sér Elías dýr, dálítið upp í Sauða- hnúkum, og voru þau öll á beit í sátt og samlyndi, og var þarna heil breiða. Þegar við nálguðumst þennan hóp, sáum við ennþá fleiri niður á sléttunni undir hnjúknum, og tald- ist okkur Elíasi, að þarna væri á annað hundrað hreindýr. Nú fór- um við að fara gætilega, og það vildi okkur til happs, að lækjar- skorningur var þarna ofan úr hnúknum, og fórum við upp lækj- arskorninginn ýmist skríðandi eða hálfbognir, og með því móti kom- umst við í bezta færi við dýrin. Við skutum báðir í einu, en hvor- ugur hitti og held ég enn í dag að báðar kúlurnar hafi komið í jörð á leiðinni eða við höfum ekki sigt- að rétt samkvæmt fjarlægðinni. Nói styggðust dýrin saman í hnapp og komu öll dýrin neðan af sléttunni og hlupu í hnappinn til hinna dýr- anna. Allt í einu lagði eitt af stað, og svo hin og mynduðu strollu upp á hnúkinn, og spurði ég Elías, hvort við ættum ekki að skjóta á eftir þeim, því ég vildi að hann segði sitt álit á málinu. Hann tók dræmt í það, og skildi ég það ekki þá, en ég fekk skýringu á því seinna. Þegar dýrin voru komin upp á hnúkinn, tókum við sprettinn; og verð ég að segja það, að á þeim spretti gaf ég Elíasi ekkert eftir, og tók hann jafnvel til þess, þegar við komum upp á hnúkinn. Þegar þangað kom, sáum við, gð þau heldu inn með hnúknum að vestan verðu, og fóru heldur hægt, og sagði Elías við mig, að ég skvldi revna að skióta á fremsta dýrið og gerði ég það, en hitti ekki að held- ur, þó að ég vandaði mig eftir föng- um. Þá þreif Elías sína bvssu og skaut, og sáum við ekkert hvað af kúlunni varð, en ekkert dvr hitti hún, og vorum við undrandi mjög og horfðum hvor á annan, en enga skvringu á þessu fyrirbrigði sáum við þnr. Nú hlupu þau um hnúkinn og hlupum við á hlið við þau. En allt. í einu stanzaði allur hópurinn, þrátt fvrir það að þau sæu okkur. Ég bauðst til að skióta og nú hitti ég, en dýrið bara fótbrotnaði. AUt í einu skipti dýrahjörðin sér, og fór annar hópurinn vestur á slétt- una, en hinn kom upp hnúkinn, og hlupum við bak við stóra steina, sem voru þarna í brúninni og þótt- umst við góðir, því að þarna var vígi gott, og eftir stefnu dýranna, hlaut halarófan að fara fram hiá okkur. Og svo byrjuðum við að skióta. Ég orðlengi það svo ekki, að þarna sem við vorum bak við stein- ana, skutum við fiögur dýr og þótt- umst heldur en ekki hafa náð okk- ur niðri. Svo fóru dýrin að stroka sig yfir hálsinn, og þá var Elías mér fljótari, því að þegar ég náði honum var hann búinn að skjóta 1 dýr og þarna skutum við 3 dvr í viðbót, en af því að við skutum svo ört, þá vissu þau ekki hvað þau áttu að gera og hikuðu. Við fþrum að athuga skotfærabirgðir' okkár, og reyndust þá vera bara eftir tvær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.