Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 18
680 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kúlur, sin kúla handa hvorum, og kom okkur þar í koll skothríðin á kollóttu taríana, sem alls ekki voru feigir. Nú var að heita mátti orðið alveg svartdimmt, en samt náðum við dýrinu, er ég fótbraut í byrjun orrahríðarinnar. Nú þurftu hendur að standa fram úr ermum, og var farið að gera til dýrin, fara' innan í og ná hverjum skrokki í tvo hluta, síðan að bera þá saman í eina dys, og breiða húð- irnar yfir hauginn og hausana í hvirfingu, og gekk þetta furðan- lega fljótt, þótt æði langt væri á milli sumra dýranna. Við fyrsta dýrið, sem ég gerði til, varð mér það alveg óafvitandi, að allt í einu var kominn blóðblett- ur á lærið á mér, þar sem ég fyr um daginn hafði séð hann, og var ég þá alveg viss um, að ég hafði séð „benrögn“, sem svo var nefnt í fornum bókum. Þreyttir menn í hrakningum. Þegar aðgerðinni var lokið, var komið dagsetur og vonzkuveður, snjóbylur og stórstormur. Var nú ekki nema um tvær leiðir að ræða til að ná byggð, önnur ofan að Kleyf í Fljótsdal eða þá norður í Aðalból, og tókum við þann kost- inn að reyna að ná Aðalbóli, enda höfðum við þá vindinn á eftir okk- ur, en vegalengdin mun hafa verið svipuð þaðan sem við vorum og að Aðalbóli og bein lína frá Kleif að Aðalbóli, og mun sú vegalengd ná- lægt sex klukkustunda ferð. En nú vorum við orðnir þreyttir mjög og slæptir eftir öll hlaupin og labbið. En Elías hreint og beint flaug af stað, en það var nokkuð, sem ég gat ekki. Samt reyndi ég að fylgja honum, en því miður var nú færð- in heldur leiðinleg. Það voru hálku -flettir á gamla snjónum og vildu þeir stundum svíkja okkur, og var þá djúpur broti, en á milli var ófærð í nýa snjónum, og svo var náttmyrkur og hríðarblinda. En nú var ekki um annað að gera en að halda áfram á hverju sem gekk. Ég treysti Elíasi vel til þess að fara rétta leið, því að hann var alveg óbilandi að rata. Að minnsta kosti leit ég svo á í huga mér, að hann hlyti að finna Hrafnkelsdal- inn, og þá var okkur náttúrlega borgið, svo fremi að ekki gæfist ég upp, en ég treysti á seiglu mína og eindreginn vilja. En að því kom fljótlega, að Elías þuríti að bíða eftir mér, en það var af þeim orsökum, að hann fór mik- ið hraðara en ég. Þegar við komum norður á brúnir ofan við dalinn, varð ég að setjast niður, til aðdytta að skónum, sem nú voru alveg að segja af sér. Það voru venjulegir leðurskór, eins og þá tíðkuðust. Og þó að ég væri æðistund að bjástra við skó mína, æðraðist Elías ekk- ert um það, en beið eftir mér á meðan. Ég fekk þá staðfestingu á því, að við værum á réttri leið, enda reyndist það svo eins og vænta mátti, og heldum við nú nið- ur brekkurnar og niður að Hrafn- kelu, en þá reyndist hún nú slæm- ur þrándur í götu, því hún var uppíull af krapi og snjóstíflum. — Varð Elías að reyna æðivíða fyrir sér, áður en við töldum ráðlegt eða gátum lagt í hana. En þar að kom, að Elías taldi reynandi að komast yfir hana, og lögðum við nú út í hana. Hafði Elías mig hlémegin við sig. Við urðum að fara hægt, því við urðum að troða snjóinn undir okkur, svo að hún yrði okkur ekki of djúp og samt náði vatnið okkur vel í mitti. En yfir komumst við að lokum eftir mikið krapaþóf og kulda, og brókarfullir komum við á bakkann hinum megin. Nú var þungur róður það sem eftir var að komast heim og fannst mér aö ég væri nú ansi nærri því að gefast upp, en ekkert virtist bita á Elías, enda var hann alveg einkennilega harðgjörr og úthalds- góður í öllum svaðilförum. Heim í Aðalból komum við rétt upp úr vökulokum, og má marka á því, að einhvers staðar höfum við hald- ið vel áfram, enda hjálpaði storm- urinn okkur mikið. Þegar heim kom, fengum við bæði mikið og gott að borða, enda þurftum við þess sannarlega með, því að við vorum illa útleiknir eft- ir hlaupin og allt vosið, og fór það held ég verst með mig. Svo vildi til í þetta sinn, að ég átti í koíforti mínu fulla flösku af brennivíni og tók ég hana nú upp og rétti Elíasi hana og smakkaði hann talsvert á henni og ég sömu- leiðis, og fór þá úr okkur allur hrollur, en síðan borðuðum við bæði vel og lengi. Það var ekki siður, þar sem ég þekkti til, að hreindýra veiðimenn hefði með sér bita, og aldrei varð ég var við að nokkur hefði með sér brennivín. En það var nú svo með Elías, að hann vildi oftast nær hafa með sér matarbita, ef þess var kostur. Og úr þessari ferð, sem nú var frá sagt, hefði ég aldrei komizt hjálparlaust, ef við hefðum ekki haft mat og borðað hann í tæka tíð, því að enginn tími hefði orðið til þess eftir að veiði byrjaði fyrir alvöru. Kjötið sótt á 7 hestum. Nú sátum við heima í þrjá daga og hvíldum okkur, nema á þriðja degi varð ég að fara út í Vaðbrekku til að iá lánaða hesta undir kjötið, en eg kom með þá í Aðalból uin kvöldið. Og morguninn eftir var svo lagt af stað til öræfanna að sækja kjötið. Við höíðum 7 hesta undir reiðingi og það mátti heita gott, ef við kæmumst heim sam- dægurs og máttum við ekkert gefa okkur að því að huga að særðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.