Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 683 vatninu væri alls ekki tryggur, þar eð þýður væru búnar að ganga svo lengi. Árni lofaði að haga ferð sinni eins og Sigríður óskaði; síðan kvaddi hann heimafólk og lagði af stað. Eftir 2—3 daga spyrst það, að Árni hefur hvergi komið fram, og er nú hafizt handa og safnað mönn- um og hafin leit að Árna. Var leit- að mjög vandlega um allt Skriðu- vatn, en eini árangurinn af þeirri leit var stafprik, er Árni hafði í hendi sér, þegar hann fór frá Vatns -skógum, og var það ómerkilegt mjög sem ferðamannastafur, og var stafprik þetta við stóra vök, er þar var á vatninu, og töldu glöggir menn, að þarna mundi Árni hafa dottið niður um ísinn og drukknað. Var nú leitinni snúið að því að kanna vatnið og slæða það þar sem það var hægt, en það bar engan árangur, og var svo leitinni hætt. En þegar voraði fór Jón í Geitdal norður yfir háls þann er verður á milli Skriðdals og Fljótsdals, og að Hallormsstað, fær þar lánaðan bát og flytur hann með mannafla yfir hálsinn um Vað og þaðan inn allan Skriðdal og inn á Skriðu- vatn, og var nú farið á bátnum um allt vatnið, og leitað mjög vand- lega, en árangurslaust og var bátn- um skilað sömu leið til baka, og varð það ærið örðugt að lokum, og hefði það þótt all erfitt nú, enda varla bót mælandi, þó enginn vildi lá Jóni kapp hans við leitina. Svo leið og beið þar til seint á túnaslætti, að móður mína dreym- ir, að Árni kemur til hennar og talast þau við, og meðal annars þóttist móðir mín spyrja Árna, hvar hann væri núna, og fannst henni þá hún vita það, að hann væri dáinn. Árni svaraði því, að núna væri hann staddur utarlega á Aurnum, en svo var nefnt leiru- svæði, er var að myndast utan við vatnið. (Þess má geta að þegar Árni fór frá móður minni, fannst henni hann kyssa sig á kinnina og kom þar svartur blettur eftir koss- inn, og þýddi móðir mín það svo, að hún væri feig). Daginn eftir var mikið að gera á Stefánsstöðum við að þurrka töðu. Móðir mín vildi senda mann til að forvitnast um það, hvort þessi draumur væri sann dreymi en það drógst úr hömlu og varð það hlutskifti manns af öðrum bæ að finna hann daginn eftir, en þó eftir því er móður minni vitraðist. Annars voru menn orðnir vonhtlir um, að Árni myndi nokkurn tíma finnast, og mun það hafa ráðið mestu um það, að ekki var hafizt handa strax og móðir mín sagði okkur drauminn. — Um haustið dó móðir mín. Og er þá fengin vissa fyrir því, að draumur- inn var mjög skýr og kom fram eins og hann var ráðinn af móður minni. Hún sagði ennftemur, að hún yrði næsta manneskja er iarð- sett yrði að Þingmúla á eftir Árna, og var það rétt, það dó enginn á milli þeirra. Móðir mín var 50 ára gömul, þegar hún dó. Hún hét Sig- ríður og var Árnadóttir frá Ekkju- fellsseli, en Árni sá var sonur Þórð- ar bónda á Finnsstöðum. Hann var mesti myndar og dugnaðar maður. Gísli faðir minn var Jónsson, frá Brekku í Fljótsdal, en var ættaður frá Mývatni og hét móðir hans Guðrún og var Styrbjarnardóttir, hann var bóndi við Mývatn. Kona Jóns afa míns hét Margrét og var dóttir séra Hjálmars Guðmunds- sonar, er var lengi prestur á Hall- ormsstað, sem svo margar kynd- ugar sagnir eru til um, og lifa í huga þjóðarinnar enn í dag, og margir, sérstaklega hér á Austur- landi, hafa gaman af. ----o--- Eftirmáli. í tilefni af því, er sagt er um Jón Gíslason í bókinni „Á hreindýraslóðum“ skal þess getið, að mér finnst það í allan máta ómerkilegt og órétt og bjóst ég ekki við því, að Halldór á Haugum mundi minnast hans á þann hátt, sem þar er greint. Hann hefði betur látið það ógert. Ég hef átt tal um Jón Gíslason við ýmsa, sem þekktu hann frá fornu, og hefur þeim öllum borið saman um það, að Jón hafi verið önnur bezta dýraskytta á Austur- landi á meðan hann var á léttasta skeiði, og getur Þórarinn Ketilsson þess, að það hafi skapað nokkra öfund meðal veiðimanna, hversu Jón var heppinn veiðimaður, og getur hann þess sem dæmis, að hann (Þórarinn) hafi aldrei hevrt þess getið, að Jón hafi misst dýr, sem hann var búinn að særa, en það er meira en hægt var vfirleitt að segja um hina aðra veiðimenn frá sama tíma. Og það, sem Hnll- dór segir um slæma byssu, er Jón hafi haft, og þess vegna hafi hann orðið að skríða, hefur ekki við neitt að styðjast, nema þá helzt það, að Jón var svo hagsýnn maður, að hann gerði allt er hann mátti, til þess að verk hans yrðu ekki tómt fum eða fálm og mun það hafa átt sinn góða þátt í því, að honum gekk veiðin betur en mörgum öðr- um, sem létu meira yfir sér. Um byssu Jóns segir Þórarinn, að hún hafi verið meira en í meðallagi að gæðum til, og það að Jón keypti riffilinn af Þórarni hafi ekki verið vegna þess að byssan hafi verið slæm í eðli sínu, heldur hafi það verið í og með nýungagirni og for- vitni, að vita hvernig sér gengi með riffil. Og getur Þórarinn þess, að Jón hafi haft mikið betri sión en hann, og þar af leiðandi hafi hon- um ekki mistekizt að hitta með honum eins og sér. Um sannsögli Jóns efast enginn, sem þekkir hann og minni hans virðist í bezta máta skýrt og glöggt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.