Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 685 áttar, og niðri þar á elztu hraunun- um tók við hver állinn af öðrum. — Mynda þeir til samans að miklu leyti Eldvatnið, mesta rennandi vatn byggð- arinnar og víða ófært yfirferðar. Leizt drengjunum þá ekki á blikuna, töldu vötnin sér um megn og bjuggust við að verða að neyðast til að snúa frá þeim, en yfir þau (eða álana) höfðu kýrnar farið. Vildi svo til, að einmitt á þessum stað greindust vötnin í flesta ála, og var því hver vatnsminni en annars hefði verið. Leituðu drengirnir fyrir sér, £ar til þeim tókst smám saman að vaða þó, hvern af öðrum, en fallþungt varð þeim það. Er austur yfir þessa ála kom, á „Austurmela" svonefnda, fundu þeir kúaförin, og stefndu þau nú rakleitt austur með Eldvatni að norðan gegnt Feðga- og Hnausabæjum. Var þá Skaftárhraun á aðra hlið og Eldvatn á hina og þar þá aðalferðamannavegur um Meðal- land og götur glöggar. Var þá komið nokkuð fram á nótt. Þoka og næturhúmið gerðu allt drungalegt. Fólk orðið í svefni á bæj- unum og drengirnir að svo stöddu úti- lokaðir frá öllu mannlegu félagi. Leið- in meðfram Eldvatni gegnt Feðgum að Steinsmýrarhverfinu er nærfellt 2 stunda lestaferð. Þessa leið höfðu kýrnar farið; en svo þröngt er þar um, að þær hlutu að mæta, ef snúið hefðu við. Er austur ^ð vestasta bæ hverfisins („Króki**1) kom, var aug- ljóst, að þær hefðu haldið lengta áfram, enda var önnur kýrin frá Fossi á Síðu. Nú voru þeir komnir austur fyrir Skaftáreldahraunið og höfðu kýrnar haldið norður með því, og eru þá Syðri-Steinsmýrarbæir á aðra hönd. Áfram héldu drengirnir, þótt ekki þætti líklegt til árangurs; en ör- skammt fyrir sunnan Fljótakrók (sem er einn bær hverfisins) mættu þeir kúnum og glöddust yfir. — Hófst þá ráðagerðin um ferðina heim. Sjálfsagt hefði verið að „vekja upp“ fólk á ein- hverjum bæjanna, fá hressingu og láta mjólka kýrnar, því að 5 stunda gang- ur var heim. Til þess höfðu drengir ekki kjark, og ekki gerðu þeir sér grein fyrir, að nauðsynlegt væri að mjólka kýrnar, enda ekki sérstaklega hlýtt til þeirra þá. Fengu drengirmr margendurtekin ámæli fyrir það hjá þáverandi húsfreyju í Króki, Sigríði 1) = Efri-Fljótum. Bárðardóttur, sem vildi hafa haft að- stöðu til að gera þeim gott og greiða fyrir þeim. HÆTTULEG RÁÐAGERÐ Þegar þeir fóru fram hjá Króki, síðasta bæ á leið þeirra, var hin dreymandi næturkyrrð að líða hjá, fuglarnir vaknaðir eftir næturblund- inn og þokumistrið að hverfa fyrir upprennandi sól. Áttu drengirnir orðið nógu erfitt með að halda sér vakandi, einkum hinn yngri, og talsverð þreyfa var farin að sækja á þá. Gerðu þeir sér þó von um, að þreytan yfirbugaði sig ekki; en hvernig þeir kæmust yfir vötnin á leiðinni heim — það var þeim ráðgáta. Bjuggust alls ekki við að geta vaðið þau (t. d. Djúpavað og Lambhólavatn) vegna dýpis. Eina hugsanlega ráðið fannst þeim að halda í kýrhalana og láta þær draga sig yfir það dýpsta! Betra ráð gat þeim ekki hugkvæmzt. Töldu sér ómögulegt að reka þær aftur slóð þeirra yfir vötn- in, enda afar löng leið og að þeirra áliti sér um megn. Héldu þeir nú sinn seinagang vestur rfieð Eldvatninu að norðan, út „með Nefjum“, eins og kallað er, og er þar gatan í og með hraunbrún, sem fast gengur fram að vatninu. Er vestur á Hnausafit kom, sem er kimi dálítill inrv í hraunið, var fólk a Hnausum, sem eru þar á suðurbakka vatnsins, af tilviljun komið á fætur. Sást þaðan hinn óvænti kúarekstur hinum megin við Vatnið, og hefur bónda þar, Stefáni Hannessyni, líklega ekki þótt hylla mjög undir kúrekana og ekki þótt vanþörf að athuga þetta. Sendi hann vinnumann sinn norður á vatnsbakkann. Talaði hann við dreng- ina yfir vatnið (sem tekizt getur í logni) og spurði þá frétta, hvort þeir hefðu verið á stjái alla nóttina o. s. frv. Mun Stefán þá ekki hafa verið lengi að hugsa sitt ráð. Hann var með hross sín öll heima og tilbúin að fara lestaferð til Víkur, ullarferðina. Hafði með sér vinnumann sinn eldri, en hinn skyldi vera heima með eitt hross og gæta búsmalans eftir fráfæruna. Með bæjarhrossum hafði rekizt heim tam- ið hross frá öðrum bæ. Þegar vestur að „Feðgavaði“ kom, sem er vað á Eldvatninu hjá Feðgum, kom þar norður yfir vatnið yngri vinnumaður Stefáns á Hnausum með hrossið, sem hann átti að haía heima hjá sér og afbæjarhrossið, sem bóndi tók trausta- taki. Hafði og með sér brauð og mjólk handa drengjunum. Átti hann svo að fylgja þeim heim. Og — „þá var þraut- in unnin og þá var sigur fenginn.11 All- ar áhyggjur um heimferðina úr sög- unni. Ekki lengur treyst á kýrhalana sem eina ,lífakkerið, sem óvíst var hvernig reynzt hefði! Tvímenntu drengir svo á öðru hrossinu, er þeir höfðu snætt matinn. Ekki vægðu þeir beljunum við sundi í vötnunum á heim- leiðinni; höfðu jafnvel gaman af að þær flytu, enda þá ekki haft til þeirra sérstaklega hlýjan hug og e. t. v. viljað gera þeim ferðina minnis- stæða! HEIMTIR ÚR HELJU Húsfreyja (og þeir, sem með henni voru heima) fagnaði heimkomu drengj- anna. Hefur áreiðanlega látlaust hugs- að til þeirra þessa nótt, ekkert vitað hvert leið þessara smælingja lá og getað eftir atvikum gert sér ýmsar hugmyndir um afdrif þeirra. Heim munu þeir hafa komið nærri kl. 11 f. m. daginn eftir, að þeir lögðu upp í leitina um kl. 9 að kveldi. Má ætla, að vegalengdin með öllum krók- um, sem þeir fóru, sé um 70 km. Kýrnar fundu þeir eingöngu fyrir það, að þær höfðu mestmegnis farið um sendið land, sem á „skaftfellsku" er nefnt „melar“, — land meira og minna vaxið melgresi. Nú er meira en hálf öld liðin síðan þetta gerðist. Er það ekki stór atburð- ur nema á barnslegan mælikvarða. „Drengirnir“ — þeir Eiríkur Ormsson, rafvirkjameistari í Reykjavík og Eyj- ólfur Eyjólfsson hreppstjóri á Hnaus- um — eru nú menn á sjötugsaldri og eiga sameiginlega ýmsar gamlar end- urminningar frá æskustöðvunum, en ætíð munu þeir telja þetta sína mestu svaðilför á bernskuskeiðinu, — för, sem þeir síðan vilja gjarnan hafa lent í! E + E. Á silfurbrúðkaupsdegi sínum skildu þau Mourvier-hjónin í Toulose. Maður- inn var spurður hvernig í ósköpunum á þessu stæði, hvort þau hefði ekki getað komið sér saman. Hann brosti og sagði að hjónabandið hefði alltaf verið eins gott og hægt væri að hugsa sér, „cn okkur kom saman um það“, sagði hann, „að bezt er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.