Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1953, Blaðsíða 24
686 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ENGINN í STEININUM Enskur ferðamaður, John Barrow, kom hingað 1834. í ferðasögu sinni segir hann, að gamla tugthúsið (nú Stjórnarráðið) hafi verið veglegasta byggingin í Reykjavík, en hafi staðið auð og tóm áður en Krieger flutti í hana „vegna þess að enginn maður var svo slaemur, að hann aetti skilið að fara þangað. Er það ekki lítill hróður fyrir Revkjavík, að íbúarnir eru svo siðlegir að þeir gerðu þetta hús þarflaust.“ Já, það eru rúm hundrað ár síðan þetta var. FJÖLKYNGI Biskup nokkur í Skálholti var á ferð, en legaðist við eina á og sló upp tjöld- um, en vantaði mungát. En sveinn biskups, sem þar var, rak atgeirsstaf í jörðina, lét stafinn standa þar um hríð, boraði síðan með nafri í stafinn, og rann þá út um boruna mungát, svo biskup og hans menn urðu ölvaðir. En litlu síðar, er biskup var heim kominn í Skálholt, sendi hann bryta sinn í kjallara að tappa sér gamlan, þýzkan bjór, er hann átti þar á tunnu. En þeg- ar brytinn kom til, var tunnan galtóm. En þessi tunna var sú sem sveinninn biskups hafði seitt mungát úr við ána forðum. (Úr skrifum Ólafs gamla). REIKNINGSÞRAUT Ólafur konungur Tryggvason spurði bjargbúa nokkurn að því hve fjöl- mennur hann væri. Karl svaraði: Eg hefi 12 báta fyrir landi og 12 menn eru á hverjum báti, 12 seli drepur hver maður og í 12 lengjur er skorinn hver selur, og hver lengja er skorin í 12 stykki; þá eru tveir um toddann, og teldu þar af kóngur. NIELSARHLAUP heitir á Þverá í Blönduhlíð og dregur nafn af Nielsi skálda, því að þar hljóp hann yfir og þykir þó óárennilegt, því það er á milli kletta. Niels var manna léttastur á fæti og hljóp jafnan, en sást varla ganga hægt, og það fram á gamals aldur. Á yngri árum æfði hann SNJÓRINN KOMINN! — Um miðja vikuna sem leið gerði fyrsta fölið í Reykja- vík, en þótt það væri lítið var sem æskan hefði himin höndum tekið. Slíkan fögnuð vekur fyrsti snjórinn alltaf. Og þá er um að gera að búa sig vel og komast sem fyrst út í snjóinn, þó ekki sé til annars en velta sér í honum og jafnvel fara í snjókast. Þessi litli snáði er sýnilega ánægður, þótt snjórinn væri ekki svo mikill að hægt væri að gera úr honum hús né snjókerlingar. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. sig mikið í að stökkva, og einatt yfir ár og læki. VÖKUMAÐUR Það var alþýðutrú, að maður sá, er fyrstur er grafinn í kirkjugarði, rotni ekki og taki æ á móti þeim, er síðar verða grafnir. Þann mann hafa menn kallað „vökumann", því hann á að vaka yfir garðinum. Ósjaldan hafa menn þótzt finna slíka vökumenn. Etu þeir ófrýnir ásýndum, en þó rjóðir í andliti eins og aðrir menn og órotnir. Einu sinni var verið að taka gröf í útsuðurhorni kirkjugarðsins að Görð- um á Álftanesi. Komu líkmenn þar nið- ur á mann órotinn og rauðklæddan. — Prestur bauð að byrgja gröfina hið bráðasta og siðan hefur ænginn verið grafinn þar. Sagt er að vökumaður liggi í Sturlungareit í kirkjugörðunum í Reykholti og Síðymúla, á Lundi og Gilsbakka, en það er útnorður fjór'5- ungur þessara garða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.