Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 1
46. tbl. Sunnudagur 22. nóvember 1953 XXVIII. árg. ARNI OLA: Undrin í Trékyllisvík TREKYLLISVÍK er á milli Reykj- aYíjarðar og Ingólfsfjarðar á Ströndum. Nafn sitt hlaut hún fyr- ir 1000 árum. Mun það hafa verið árið 949 að norskt kaupfar brotn- aði þar í víkinni, en um veturinn smíðuðu skipverjar annað skip úr brotunum," og og varð þeim það ó- hægt. Skipið varð lítið til skut- anna, en breitt um miðbyrðið". Þess vegna kölluðu þeir það Tré- kylli, og af því dró víkin síðan nafn. Umhverfis víkina er meira gróðurlendi en víðast hvar á Ströndum. Eru þar grænir dalir og gróðursælar hlíðar. Norður úr vík- inni gengur Norðurfjörður. Stóð þar áður lítið kot samnefnt, en nú er þar verslunarstaður, símstöð og póstafgreiðsla. Fögur fjöll umlykja víkiha, en af þeim ber þó Reykjar- neshyrna, yzt með víkinni að sunn- an. Talið er að Trékyllisvík sé með sumarfegurstu byggðarlögum sýsl- unnar. Hér skal ekki lýst Trékyllisvik eins og hún er nú, en vér skulum skreppa 300 ár aftur í tímann og Kort af Trókyllisvík virða fyrir oss hina furðulegu at- burði, sem þá gerðust þar. Þá voru sýslumenn tveir í Strandasýslu, Jón Magnússon Ara- sonar á Reykhólum, sem fengið hafði þar sýslu 1639, og Þorleifur Kortsson síðar lögmaður (1662), nýlega kominn þangað. Var annar gamall og sinnisveikur en hinn ungur og metnaðargjarn og misk- unnarlaus. Prestur í Árnesi var Þorvarður Magnússoo „hinn mesti hraust- leikamaður og fyrirhafnarmaður bæði í byggingum og stórum hell- um til stétta", sem hann dró þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.