Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 5
um konum, sem henni má nægj- ast til tylftareiðs, og vegna þess að um lífið gildir, ef allir særi á móti, en þar hafa ekki svarið nema sex og vantar þar til fimm, en eng- an vantar ef hún skal fangavotta njóta. Stendur svo í dómskapitula 17 Mannhelgi, að dómendur eigi hvarvetna dóminn til betra vegar að færa, ef þeir viti jafn víst hvort tveggja, því allmjótt er mundangs- hófið. Item í Þjófabálki 22: En ef þeir atburðir kunna til að falla, að þeim mönnum verði gefnar sakir, er við liggur líf og limir, eða sé alcigumál, þá skulu þeir slíkra vitna og undanfærslu njóta, sem þess er miskunn til, er konungs- vald hefir á hendi. Item stendur í guðs orði, Hos. VI, Matth. 12: Á miskunn þefi ég þóknun, en ei á offri. Að svo prófuðu og fyrir oss komnu um eiðvættin, þá virðist oss lögmanninum Þorleifi Korts- syni vítalaust að gera þá miskunn í þessu máli að láta erlega fanga- votta til tylftar innan Þorskafjarð- arþings sanna hana saklausa, svo þetta mál hafi þennan enda, en hún frí að eiðnum unnum, áburðar mennina og þá þar um snertir, óhindraða og fría og þá lausa við þetta. Þessi orð setti landfógetinn til, að þó henni Margrétu sé þessi náð sýnd vegna aðskiljanlegra til- fella í þessu flækjumáli og lang- varanlegs undandráttar, þá skuli aðrir sig þar ekki eftir rétta, held- ur með lögum og rétti straffást, sem hæfir". — ★ — Hér er talað um „flækjumál“ og bendir það til þess, að ýmsir menn, sem ekki koma við sögu, hafi af öllum mætti reynt að afstýra því að Margrét sætti þeim forlögum að verða brend. Vitað er, að þeir hafa þar verið fremstir í flokki prestarnir síra Tómas og síra Þor- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 691 varður og hafa þeir fengið því áorkað að málið drógst á langinn. Hafa þeir vonað að þá mundi úr rætast, eins og raun varð á. Er allt annað hljóð í þinginu nú en oft endranær, er það talar mest um miskunnsemi. Heima í héraði hefir og hugur almennings í garð Margrétar verið snúinn frá því sem var upphaflega, því að nú kom hún eiðnum fram þetta sumar. Gerðist það á Kirkju- bólsþingi í Steingrímsfirði 8. ágúst. Tók Magnús sýslumaður Jónsson af henni eiðinn, en 12 konur sönn- uðu hann með henni. Eiðui’inn, sem Margrétu var stílaður, var á • þessa leið: „Til þess legg ég, Margrét Þórð- ardóttir, hönd á helga bók og það segi ég almáttugum guði, að ég hefi aldrei, ung né gömul, á allri ævi minni, galdur lært, ekki held- ur með galdri eður fordæðuskap mein gert eða gera látið nokkurri karlmanns eða kvenmanns per- sónu, ungri né gamalli, ekki held- ur gripum, fénaði eða fjárhlutum neins manns, né það af nokkurum fengið að gera, og í engum ráðum eður vitund þar um verið, hvorki með Þórði heitnum Guðbrands- syni, né neinum öðrum“. Með þessu lauk þá málinu og fór Margrét nú frjáls heim til sín. Þau Tómas bjuggu fyrst á Sandeyri og síðan í Unaðsdal. Eignuðust þau þrjá syni, sem ættir eru komnar frá. Tómas andaðist háaldraður 1670 en Margrét lifði lengi eftir það, því að hún andaðist ekki fyr en 1726, þá fjörgömul. ,«.•*** V' Nýtt galdramál Það er af ílogaveikis faraldrin- um í Trékyllisvík að segja, að hann lá þar í landi allan þennan tíma og tók nú bæði karla og konur. Hafa þó einhver áraskifti verið að þessú, en 1668 virðist hann hafa blossað upp að nýu og þá er aftur farið að tala um, að þetta mundi galdramönnum að kenna. Nú voru komnir nýir embættismenn þarna, sýslumennirnir Magnús Jónsson og Vilhjálmur Arnfinnsson. Síra Þor- varður Magnússon hafði látið af prestskap 1666 og kom þá að Ár- nesi síra Guðmundur Bjarnason. Nú var það á manntalsþingi að Árnesi hinn 22. maí vorið 1669 að Sigmundur Valgarðsson í Norður- firði bar það á bónda þanh, er Ey- ólfur Jónsson hét, að hann háfi „með konstrum og ógerningum“ gert sér þau veikindi, er hann hafi þá liðið af um hríð. Þetta þótti svo alvarleg ásökun að nauðsynlegt væri að taka hana til frekari rannsóknar. Var því haldið þing að Árnesi tveimur dög- um seinna og þeim stefnt báðum, Sigmundi og Eyólfi. Þangað komu og flestir sóknarmenn í þinghánni. Sýslumenn skipuðu þar 12 manua dóm, undir ’forsæti Teits Þórðar- sonar lögréttumánns, til þess að grafast fyrir þær ástæður, sem Sigmundur hefði til þess að bera Eyólf göldrum, og dæma síðan í því máli. Sigmundur bar það, að fyrir 4 árum héfði hann náð kotinu Norð- urfirði undan Eyólfi og þóttist hann vita að Eyólfur hefði borið þungan hug til sín síðan. Þá sagði hann að Eyólfur hefði verið grun- aður um að hafa með göldrum drepið kálf fyrir Böðvari nokkrum Ketilssyni og hefði Böðvar ekki dregið í efa að Eyólfur vaeri vald- ur að þessu. Auk þess hefði hann komið veikindum á slg. En méira vildi Sigmundur ekki til grcina „þó hann væri þess þráfaldlega krafinn.“ Þá gáfu sig fram menn, sem studdu framburð Sigmundar. Tveir bændur, Jón ísleifssoh óg Jón Ólafsson, báru það að þ'clr hefði heyrt Böðvar drótta því að Byóifi, að hann hefði drepíð kálfinn fyr-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.