Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 693 til meðferðar og varð niðurstaðan þessi: „Hafa 12 dánumenn heima í héraði svarið hann fremur sekan en saklausan. En hann jafnlega þverneitað, og að hann hafi hvorki með vilja, vitorði né verkan galdra, fordæðu né fjölkyngi framið um sína lífsdaga. Guðs lög eru athugandi allvíða í heilagri ritningu svoddan efni áhrærandi, svo sem í Exodi, Levit- ici og Deuteronomi bókum. Þá er og konunglegt lögmál ánefnandi um fordæðuskap, fjölkyngi og galdra — og eins og um Sigmund höfum vér ei samvizku fullkomna né lög fullkomlega til að dæma Eyólíi lífsstraff — setjandi því þetta mál fyrst til umboðsmanns konungs, Jens Rodsteen, hvern vér nú spyrjum til Bessastaða kominn vera. Vilji hann ei svo náða að út af landinu færist, er fullkomleg ályktun lögþingsmanna að Eyólfi refsist með 3 húðlátum öllum fast og alvarlega álögðum á þessu ári.“----- Málið fór síðan til valdsmanns- ins á Bessastöðum og segja annál- ar að Eyólfur hafi verið hýddur þar. — ★ — Lýkur þá að segja frá þessum málum. Hér höfðu miklir atburðir gerst á fáum árum í litlu sveitar- íélagi. Undirrót allra þessara at- burða var aðeins ein, hinn furðu- legi og ókennilegi faraldur, sem lagst hafði á fólkið og þjáð það öll þessi ár. En hver var þessi far- aldur? „Hysteri“, munu vísindin segja. En það er engin skýring, því að vísindin vaða í villu og svima um hvað „hysteri“ er. ---- Bandaríkin eru 3.026.789 enskar fer- mílur að flatarmáli, en þar af eru votn 53.013 fermílur. <*>5>®'e>&-8>C''«>&‘«>2>«>S>«>E>«>2>«>C-«>2>«>2>«>2>«>S>«>2>«>2>«>2>«>2>«>E'«>; Vií e(Ji nn Við eldsins skin í arinkrók ég einn og hijóður sit. Skuggar leika um lol't og þil og leggur fyrir vit mildan eim þinn brennda björk, sem bjóst í grænum skóg og bærðist fyrir blíðum þcy unz beitt þig öxin hjó. Nú á mig horfir eldur þinn, þú aldna tré úr skóg, orkar heitt á huga minn og hverfir minni ró. Skuggaleik um loft og þil ég lít með ugg í sál, og augun stara óttafull í eldsins rauða bál. Eg sé þig fræ í fósturmold eitt fölleitt mánakvöld, er kviksett jarðar krýpur hold og kuldinn gripur völd, með ránshönd nístir blað og blóm og bindur í sitt garn. Þó þrymji skógur þungum róm i þögn mátt sofa, barn. 9 Þú vext úr mold er vorið fer með vinarhug um lönd. Svefnþreytt barnið byltir sér og bendir grænni hönd ir.n í hljóðan liulduskóg sem hervæðist á ný og kastar af sér klakans ró. Þann kvika vopnagný má heyra rnilli fjöru og fjalls á för í sumardýrð. Þótt stutt sé milli feigðarfalls og fremdar, aldrei snýrð þú gamli skógur grafarslóð þó gisti raunin hörð. Og þó — í logans lýsiglóð ég lít þitt barn, ó jörð. Þú varðst svo blaðrikt bjarkartré í brekku móti sól, að fagurlim þitt friðarvé bjó fugli, ást og skjól. Hér ólzt upp mikill ungafans sem ærslaðist og söng og lék i greinum listadans um ljósust sumarkvöld. Og ungmey kom með kátan draum um konungborinn son, — en oft er veröld ill og naum og upprætt margra von. — En sveinn kom hér og sólin hné og silfurmánans rönd brosti við þér bjarkarhlc með blóm og vinarhönd. Og koss á vör og eldur ör og orð svo fleyg og snjöll, við stofn þinn hófu hættuför á heimsins reginfjöll. — Og kvaðst er hér eitt kvöld umj haust, er hvirflast laufin bleik. Er þýtur skógur þungri raust þá þrýtur glaðan leik. • Þú cftir stendur áfram björk, þær einu minjar sjást, að hjarta er rist í bjarkarbörk og biður þess að mást og stafir tveggja. — Tregans raust titrar um fornan skóg. Það falla tré. Það fcr að haust, það fennir köldum snjó. ltjörkin cldist. Ungur sveinn er orðinn hélugrár. í hljóðri stofu unir cinn við aldnar minjaskrár. Nú starir hann í eldsins eim. Hvort er það björkin sú? Hvort ilmar hér frá eldi þeim sú ást er veittir þú? En hver er hann og liver er sú? Slíkt kynna engar skrár. En arinloginn byggir brú til baka um horíin ár. Hér brcnnur hjarta í börkinn rist á björk. En hver það skar? Það brennur hjarta, liorfið, misst i'rá heimi þeim sem var. BJÖRN DANÍELSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.