Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 695 Það var fyrst 1902 að þeirri gerð var breytt og ný frímerki gefin út með mynd af Kristjáni níunda. — 1907—8 komu út tveggja konunga frímerkin, með hliðmynd af Krist- jáni níunda og Friðrik áttunda; sum þeirra voru síðar (1915—17) endurprentuð með öðru vatns- merki, en í millitíð höfðu verið prentuð frímerki með upphleyptri mynd af Jóni Sigurðssyni (1911) og önnur með upphleyptri mynd af Friðriki áttunda (1912). Arin 1920—22 komu svo frímerkin með mynd af Kristjáni tíunda, öll af sömu gerð, tuttugu og eitt að tölu, með gildi frá einum eyri til fimm króna. Á 25 ára ríkisaímæli Krist- jáns (1937) voru þrjú frímerki gef- in út með hliðmynd af honum, og önnur þrjú með annarri mynd af honum og voru þau í „souvenir sheet“. En þar með enda frímerkin með konungamyndum. ----★---- Árið 1925 fer stjórnin að gefa sig að íslenzkum efnum. Þá komu út fimm frímerki, tvö sýndu lendingu báts (Scott kallar það „landing the mail“), tvö með mynd af Reykja- vik og Esjunni í baksýn, og eitt með mynd af Safnahúsinu. Svo kom hið mikla ár 1930. Þá stóð mikið til að minnast veglega þúsund ára afmælis Alþingis, og mátti búast við að stjórnin minntist þess með viðeigandi frímerkjum. Ekki veit ég þó neitt um það, hvað hún ætlaði að gera í tileini af há- tíðinni. Ég hef hvergi séð þess get- ið, enda gaus þá upp (það er lík- lega rétta orðið) skyndilega suður í Vínarborg íslendingavinafélag, sem enginn haíði áður heyrt neitt um. Það hafði svo mikla ást á land- inu, að það bauðst til að gefa ís- lenzku stjórninni frímerki í tilefni af hátíðinni. Tók stjórnin því boði með þökkum, eins og þetta væri guðsþakkaverk. — Félagið lét svo Ludwig Hessheimer teikna frí- merkin og voru þau prentuð í Vín. Ekki hef ég séð öll þeirra, en þau voru fimmtán að tölu, og fer ég því hér eftir myndum af þeim og lýsingu í Scott’s Catalogue. 1. Alþingishúsið. 2. Víkingaskip í stormi. 3. Alþingisstaðurinn 1690 og eru það myndir af búðum í stíl Sigurðar málara. 4. „Viking funer- al“, er sýnir víkingaskip með segli, árum og tjaldi, að því er virðist á fljóti, og er ekki auðvelt að sjá, hvernig þetta eigi að sýna haug- setning eða greítrun Víkings eins og titillinn í Scott bendir til. Mig grunar helzt, að fyrir listamannin- um hafi vakað frásögn Ibn Faglans hins arabiska um bálför norræns víkings á Volga. 5. „Viking naming land“, sýnir tvo menn og milli þeirra stórt bál; á víst að merkja „að helga sér land“. 6. „Dash for Thing“, á víst að sýna menn á reið til Alþingis, en líkist mest hetjum í Brávallarbardaga. 7. „Gathering wood“, sýnir tvo menn sem bera á herðum sér stóreflis trédrumb; manni dettur í hug að hér séu tveir menn að hnupla tré af rekafjöru. 8. Þingvallavatn. 9. íslenzk kona í þjóðbúningi (Fjallkonan) með örn- um til hvorrar hliðar. 10. íslenzka flaggið. 11. „First althing 930 A. D.“ 12. Kort af íslandi. 13. íslenzkur bær næstum hulinn af snjó. 14. Kona að spinna. 15. Víkingur færir Þóri fórn. — Frímerki með svona fáránlegu samsulli af myndum lét íslenzka stjórnin sér sæma að þiggja við svo hátíðlegt tækifæri. „Þjónustumerki“ var líka prentað á þau með rauðu og bláu og þau notuð sem þjónustufrímerki. Ein- hvers staðar las ég, að danska sendi ráðið í Vín heíði uppgötvað ólög- legt brall með þessi írímerki, eins og vænta mátti, en ekki hef ég séð eða heyrt neitt frekar um það. ----★---- Sama ár lét stjórnin Tryggva Magnússon teikna íimm flugfrí- merki og prenta í Lundúnum, og mun það hafa verið í tilefni af al- þingishátíðinni. Á þessum frímerkj um voru myndir af Snæfellsjökli, fiskibát, íslenzkum hesti, Gullfossi og styttu Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík. Þau hafa öll myndir af landvættunum í hornunum. Enn- fremur kom þá út þríhyrnt flug- frímerki með mynd af fálka og lítilli flugvél. Ekkert þessara frí- merkja hef ég séð, en fer eftir því sem segir í Scott’s Catalogue, þar sem mynd er af þeim öllpm. Þegar litið er yfir öll þessi frí- merki frá 1930 verður það augljóst að þau standa í litlu eða engu sam- bandi við Alþingi, stofnun þess og sögu og voru því einkis virði fyrir minningarhátíðina. Það hefði átt að gefa út fáein frímerki, sem sýndu sögu Alþingis, t. d. með myndum, tveim eða þremur, af Þingvöllum, af Baldvin Einarssyni, • sem fyrstur reit um endurreisn Al- þingis, af Kristjáni áttunda, sem endurreisti það, og af Latínuskól- anum og Alþingishúsinu, þar sem það hafði haldið sína fundi. Þetta helði verið nóg, og í samanburði við það eru öll hin frímerkin mark- leysa. ----★----- Ári síðar (1931) komu út sex frí- merki með mynd af Gullfossi, og 1934 komu sex flugfrímerki með myndum af Þingvöllum, Snæfells- jökli með norðurljósum yfir hon- um, og korti af íslandi, en yfir þeim öllum sveif stór flugvél. Þá var og minnzt 1935 hundrað ára af- mælis Matthíasar Jochumssonar, með mynd af skáldinu á fjórum írímerkjum. Einnig komu þá frí- merki tvö, eitt með mynd af foss- inum Dynjanda, annað með Heklu í friði og ró, en hvort þau áttu að standa í nokkru táknrænu sam- bandi við afmæli skáldsins veit ég ekki. Loka er hér að geta frunerkja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.