Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 10
696 ‘ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (1933), sem Scott kallar „semi- postal stamps“; voru þau fjögur og átti nokkur hluti af verði þeirra að ganga til slysavarna, barnahælis og elliheimilis; síðar (1949) voru lík frímerki gefin út, en engin þessara frímerkja hef ég séð á bréfum. Árið 1938 komu út átta frímerki með mynd af Geysi gjósandi og voru tvær dálítið mismunandi gerðir. Tuttugu ára afmælis sjálf- stæðis íslands var og það ár minnzt með þrem frímerkjum, sem sýndu Háskóla íslands, en ári síðar (1939) komu út fimm frímerki með sprikl- andi þorski og sex með syndandi sfldum. Var þetta uppreisn fyrir þorskinn, sem tekinn hafði verið úr skjaldarmerki landsins, og míikleg- ur þakklætisvottur til síldarinnar fyrir að hafa auðgað svo þjóðina. Sýningin í New York varð til- efni til þess að gefin voru út fjögur frímerki, eitt með „Trylon and Perisphere“, tvö með styttu Þo^- finns Karlsefnis í Filadelfia, en þau voru gefin út seinna með dálítilli breytingu; ennfremur var þá gert frímerki með norðurhluta Atlants- hafsins og víkingaskipi og nafni Leifs Eiríkssonar. í sambandi við undirbúning sýningarinnar stend- ur víst „souvenir sheet“, dagsett 9. okt. 1938, með þrem frímerkjum, og sýnir eitt landafund Leifs, en hin tvö mismunandi myndir af styttu hans í Reykjavík. Aldrei hef ég séð þau frímerki á bréfum. ----★---- Árið 1941 stóð mikið til. Þá átti að minnast sjö hundruð ára dánar- afmælis Snorra Sturlusonar, og átti þá að afhjúpa í Reykholti styttu þá af Snorra, er Gustav Vigeland hafði gert og Norðmenn gáfu ís- lendingum. Af afhjúpuninni varð þó ekkert það ár vegna stríðsins, en þó munu þá hafa verið prentuð þrjú frímerki með mynd af stytt- unni. Auðvitað hefur hún ekkert gildi sem virkileg mynd af Snorra, og er að því leyti út í bláinn, hvaða listgildi, sem hún annars kann að hafa, því að enginn veit nú hvernig Snorri leit út. Ég hygg, að engum íslending, sem þekkir sögu Snorra og rit hans, komi til hugar, að hann hafi verið svona hreppstjóralegur. Það er óviðurkvæmilegt að gera mvndir eða styttur af frægum mönnum, sem enginn núna veit hvernig litu út. Það eru falsmyndir, sem villa menn. Nokkuð öðru máli gegnir um Ingólf Arnarson, Leif Eiríksson og Þorfinn karlsefni. Við þekkjum lítið meira en nöfn þeirra, og myndir eða styttur þeirra sýna bara hugmyndir listamannanna um það, hvernig menn litu út á vík- ingaöldinni eða söguöldinni. En nú gerðu Norðmenn Islend- ingum þann grikk eða greiða að gefa út í minningu dánarafmælis Snorra frímerki með mynd af hon- um, en sú mynd var gerð af Christ- ian Krogh, og er eiginlega mynd af Krogh sjálfum, gömlum, sköll- óttum, feitum öldung. Það er ennþá ólíklegra að Snorri hafi litið svo út. Þó hefur íslenzkt forlag, sem gaf út Heimskringlu, prentað þessa mynd framan við bókina og aug- lýst hana með þessari mynd í blöð- unum. Menn ættu að vera varkár- ari og smekkvísari í slíkum efn- um, því þetta er villandi fyrir al- menning. -----★---- Árið 1944 þegar þjóðveldið var stofnað, voru gefin út sex frímerki með mynd af Jóni Sigurðssyni, og þrem árum síðar (1947) komu út sex flugfrímerki með myndum af Þingvallavatni, Reykjavík, Akur- eyri, ísafirði, Þyrli og Skarðstindi, auðsjáanlega gerðar eftir ljósmynd- um úr lofti. En 1947, þá gerðist mikið undra- ár, eins og síra Gísli kvað forðum. Hekla gaus. Það var reyndar engin nýung, því að það mun vera í tutt- ugasta sinni svo sögur fari af. Fyrr á tímum þegar þetta hlálega fjall tók að bæra á sér, fór hrollur og hræðsla um landslýðinn. Nú stóðu menn betur að vígi til að mæta slíkum ófagnaði, enda hefur kunn- ugur maður sagt mér, að Reykja- víkurbúar hafi fagnað þessu eins og það væri hvalreki. Að vísu urðu nokkrar skemmdir af öskufalli í Fljótshlíð og undir Evafjöllum, en annars var þetta gos hreinasta skemmtun fyrir fólkið í heilt ár. Menn flykktust til að sjá það á láði og úr lofti, og ef Grímur sálugi ægir eða Möndull dvergur hefðu verið á lífi, hefði líklega hin ár- vakra Ferðaskrifstofa ríkisins feng- ið annan hvorn þeirra til að standa fyrir leiðangri inn í iður jarðarinn- ar til þess að sýna hinum ferða- fíkna og fróðleiksfúsa lýð hvar og hvernig hraunleðjan yrði til. Póst- stjórnin þóttist líka sjá, að hér væri ágætt efni til að auglýsa land- ið erlendis og lét því, árið 1948, búa til sjö frímerki með þrem gerðum, ein var mynd af Heklu úr fjarlægð með eldstólpanum upp úr, hinar tvær sýndu reykjarmökk- inn í mismunandi fjarlægð. Með þessu átti víst að sýna, að reykur- inn úr Heklu væri eitthvað annað og merkilegra en reykjarstrokan úr Vesúvíus, Krakatau, eða Paricutin, sem þá var að gjósa suður í Mexi- ko. Það var dálítið nýstárlegt að reyna að gera garðinn frægan með reyknum úr Heklu gömlu, enda munu þessi frímerki einstök í sinni röð, því ekki veit ég til, að nokkurt ríki hafi gefið út frímerki til að halda á loft calamitates naturæ. ----★---- Það hefði mátt gera betur árið 1948, því að það var einmitt minn- ingaríkt ár. Þá var átta hundruð ára dánarafmæli Ara, föður ís- lenzkra bókmennta, og hefði vel mátt minnast hans með frímerki. Að vísu er engin mynd til af Ara,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.