Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 12
698 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS York Times 2. sept. og 26. sept Þetta leit heldur óíriðlega út, og var næsta nýstárlegt að gefa út frimerki sem áróðursvopn í deilu- máli milli tveggja þjóða, enda munu varla finnast dæmi til siiks áður. Ég bjóst við, að eitthvað stæði á þessum frímerkjum, sem gæíi þetta til kynna. En nú hef ég fengið þau öil timm og það stendur ekkert á þeim, sem sýni þenna til- gang þeirra. i Morgunblaðinu 30. sept. er prentuð greinargerð pósí- og símamálastjórnarinnar um frí- merkin og einungis sagt þar, að þau „séu gerð til minningar um virðulegar leifar fornra tima'*. — Kveður þar við friðsamlegri tón, enda held ég að frimerki gætu ekki vakið athygli heimsins á handrita- máhnu. — Tvö þeirra sýna dálítið mismunandi myndir af handriti af Njálu, hið þriðja sýnir upphalsstaf úr Skarðsbók og hið íjórða upp- hafsstaf úr Stjórn, hið timmta er broslega barnalegt, þvi það sýnir hönd með fjaðrapenna, sem er að skrifa á blað, eins og það hafi hvergi verið gert nema á Islandi. Erlendis mun greinargerð stjórn- arinnar, þó hún sé næsta loðin, verða fylgt í frímerkjaskrám eins og Scott’s Catalogue, svo að þar mun þess varla verða getið að frí- merkin séu gefin út til að vekja athygli heimsins á handritamálinu, enda mundi heimurinn ekki skeyta því hvort sem er. Hér virðist því vera skotið yfir markið, ef frímerk- in eru gefin út í þeim tilgangi. ----------------★----- Þegar litið er yfir íslenzka frí- merkjagerð síðari tima held ég það verði augljóst, að póststjórninni hafa verið mjög mislagðar hendur á því sviði, og hún hefur sýnilega oft verið í vandræðum með að finna viðeigandi efni, þegar ein- hvers var að minnast, eins og bezt kom fram á Alþingishátíðinni. Nú erþaö mjog algengt meöal erlendra þjóða að setja á frímerki myndir af merkismönnum þeirra, rithöfund- um, skáldum, vísindamönnum o. fl. Þetta hefur íslenzka stjórnin van- rækt að gera að mestu leyti, en þó er sérstaklega ástæða til að gera það, því að erlendis eru íslendingar mest þekktir sem bókmenntaþjóð. Það hefur verið oft tækifæri til að gera þetta á síðustu árum. Ég hef þegar minnzt að framan á Ara fróða og Arngrím lærða, en það hefði verið ástæða til að minnast annarra. 1927 var þrjú hundruð ára dánarafmæli Guðbrandar bisk- ups, 1928 tvö hundruð ára afmæli Jóns Eiríkssonar, 1933 hundrað ára dánarafmæli Magnúsar Stephen- sen, 1941 Bjarna Thorarensen, 1952 Sveinbjarnar Egilssonar, og fleiri mætti telja sem til eru góðar mynd- ir af. Þetta minnir þjóðina sjálfa á merkismenn hennar, og þegar út- lendingar sjá myndir manna á frí- merkjum, er þeim forvitni á að vita hverjir þeir séu og hvað þeir hafi gert, og vilja fræðast um land og þjóð þeirra. Þetta ætti póststjórnin að taka til athugunar, því að ef hún gefur ekki andlega lífinu betri skil en hún hefur gert hingað til, er hætt við að hún á þessari vélaöld sökkvi niður í tóma efnishyggju og fari að gefa út frímerki með myndum t. d. af Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi, sementverksmiðjunni á Akra- nesi, og síðast en ekki sízt af síldar- bræðsluhöllinni í Örfirisey, svo að innlendir og útlendir ferðamenn kannist við hana, ekki bara af lykt- inni, þegar þeir sigla inn til höfuð- staðarins. Halldór Hermannsson. — Ég gaf konu minni bók um sparn- að og hún er stórhrifin af henni. — Jaeja, hefur það svo borið nokkurn árangur? — Já, ég er hættur að reykja. ------------------------------- Veiðisaga HINN mikli veiðimaður var að segja gestum sinum sögu: — Einu sinni sem oftar var ég á veið- um og sá þá stóran grábjörn, sem stóð bak við tré niðri í gili. Eg sá að engin leið var til þess að skjóta hann, nema með því móti að skjóta fyrst í stein og láta kúluna endur- kastast þaðan í björninn. Svo sýndi hann þeim með handa- slætti hvernig þetta mætti ske og mælti: — En það var enginn hægðar- leikur. Fyrst varð ég að reikna út hvar kúlan ætti að koma í steininn, hvað hún mundi fletjast mikið út og hvaða stefnu hún yrði að taka, þannig skemd, til þess að hitta björninn. Og mér taldist svo til, að líkurnar væri 60 á móti 40 að ég mundi hæfa björn- inn. Þetta var vandaskot. En svo hleypti ég af. Nú varð þögn. Áheyrendur biðu spenntir eftir því hvernig farið hefði og að lokum gat einn ekki setið á sér og spurði: — Feldirðu björninn? — Nei, sagði hinn mikli veiðimaður, ég hitti ekki steininn. 0^)*5>0 Veiztu þetta Þegar menn lesa, þá beina þeir sjón- inni að efra hluta stafanna. —QQ— Sá hét Gordon McKay, sem fann upp saumavél til þess að sauma sóla undir skó. Það var árið 1861. —OQ— Silfurbergssalli er notaður við leir- kerasmíði. —ÖQ— Ammoniak: var einu sinni unnið úr hornum, klaufum og hófum dýra. —OO— Spinat er kallað ,,putsai“ á kin- versku og þýðir að það sé komið frá Persiu. Það var flutt til Kína mörgum öldum áður en ísland byggðist. —OO— Hundar geta aðeins hreyft kjálk- ania upp og niður, en ekki til hliðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.