Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 701 armun á góðum og lélet’um skepn- um, hvort heldur það eru hestar, kýr, kindur eða svín. Það hafa einnig verið haldin próf í því, hverjum takist bezt að lýsa kost- um og göllum skepnanna. Það eru hyggindi, sem í hag koma, þegar menn fara sjálfir að velja sér bú- stofn, eða velja úr skepnur til þess að senda á sýningar. Auðveldari miklu er keppni í að mjalta eða stjórna mjaltavélum. Og þar geta bæði piltar og stúlkur keppt. En svo eru til sérstakar starfsíþróttir fyrir stúlkur. Þær eru látnar keppa um það hverri takist bezt að bera snyrtilega á borð, hver sé snjöllust í að smyrja brauð með áleggi, skreyta kökur, strjúka lín o. s. frv. Allt miðar þetta að því að finna þá, sem skara fram úr í ýmsum bú- skaparstörfum, utan húss og inn- an. Hér er komin ný íþrótt með sínar „stjörnur". Og sagan um heimsmeistarakeppnina í Ontario sýnir það, að hinar stóru „stjörn- ur“ á því sviði, geta orðið jafn frægar og beztu hlauparar eða knattspyrnumenn. Starfsíþróttamótin falla trauðla inn í venjulegt félagslíf (máske að undanteknu því að bera á borð o. s. frv.), og hafa því ekki orðið ávinningur fyrir hið innra félags- líf hjá þeim félögum, er mest hafa gengizt fyrir þeim. En það er hægt að víkka starfssviðið, og sums stað- ar hefir það verið gert. Og þá er helzt um samkeppni viðvaninga að ræða, og það er nú eldra en starfs- íþróttirnar. Mörg ungmennafélög hafa glætt félagslífið með því að efna til samkeppni í upplestri, að segja sögur og þessháttar, sem vel er fallið til þess að koma ófram- færnum á stað. Þannig er og hægt að koma á samkeppni milli félaga í einu fylki, eða þá um allt land. Hér í Noregi hefir t. d. farið fram leiklistarkeppni bvrjenda, á milli ýmissa ungmennafélaga. Þá er og skemmtileg tvímenningskeppni (pilts og stúlku) í gróðursetningu plantna. En þá þurfa fróðir menn að líta vel eftir, því lítið gagn er að því að koma mörgum plöntum niður í jörðina, ef sumar standa á höfði, en frá hinum þannig geng- ið að þær ná ekki að þroskast. Fram að þessu hefur keppni í starfsíþróttum stöðugt færst í auk- ana í Noregi. Fyrst er keppt um meistaratitil innan héraðs, síðan landsmeistaratitil, og seinast verð- ur keppt í meistaramóti Norður- landa. Næsta meistaramót Norður- landa verður háð í Finnlandi á sumri komanda. Þar verður keppt í plægingu með hestum og traktor, vélamjöltun og þríkeppni kvenna (línstroku, hnepplusaumi og r.ð smyrja brauð). íslendingar eru sannarlega vel- komnir til þessa leiks. Molar „Wall Street Journal" segir að bíl- arnir sé nú orðnir svo fullkomnir, að fárra endurbóta á þeim sé að vænta. Það sem helzt væri nauðsynlegt að finna upp, svo að þeir sé fullkomnir, sé hemlar, sem þeir setji á bílstjórana. —//— Innbrotsþjófur fór inn í hús, þar sem hann vissi að enginn var heima. En er hann kom inn í stofu, rakst hann á kött, sem var hálfdauður úr hungri. Þjófurinn fór fram í ísskápinn og náði þar í mjólk handa kisu, og svo skrifaði hann með stórum stöfum á blað og hengdi á stofuhurðina: „Ég skal kæra ykkur fyrir dýraverndunarfélaginu“. —//— Kaþólskur prestur var spurður að þvi hvort ekki væri syndsamlegt að nota kinnalit. — Sumir trúaðir menn halda að það geri ekkert til, sagði hann, en aðrir telja að það sé syndsamlegt. Ég er enginn öfgamaður og þess vegna vil ég fara bil beggja og segja að það sé ekki syndsamlegt að nota kinnalit, ef hann er borinn aðeins á aðra kinnina. —//— Nýar vinkonur voru að tala saman. — Heima hjá mér, sagði önnur, er það talið ógæfumerki fyrir unga stúlku að ganga í bómullarsokkum. — Hvers vegna? spurði hin. — Hvað skeður? — Ekkert.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.